Lífið

Superstore-leikari látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jon Miyahara (vin vinstri) birtist sem Brett í rúmlega hundrað þáttum af Superstore.
Jon Miyahara (vin vinstri) birtist sem Brett í rúmlega hundrað þáttum af Superstore.

Bandaríski leikarinn Jon Miyahara, sem fór með hlutverk hins þögla Brett Kobashigawa í gamanþáttunum Superstore, er látinn, 83 ára að aldri.

Pennie Cappasola, dóttir Muyahara, staðfesti andlátið í samtali við bandaríska fjölmiðla á dögunum.

Leikarinn Colton Dunn, sem túlkaði Garrett í þáttunum, var fyrstur til að greina frá andlátinu í færslu á Instagram. Sagði hann Miyahara hafa verið frábæran mann sem hafi getað með sagt mikið með svipbrigðunum einum saman. „Hann var svo eftirminnilegur hluti Cloud 9 teymisins,“ sagði Dunn.

Í þáttunum Superstore segir frá starfsfólki stórverslunarinnar Cloud 9 í St Louis og er í þáttunum meðal annars tekið á málefnum stéttarfélaga, innflytjenda og stöðu láglaunafólks.

Muyahara túlkaði Brett í öllum sex þáttaröðum Superstore sem framleiddir voru á árunum 2015 til 2021.

Hann var einungis með eina línu í öllum þáttunum, en hann sagði „Oh shit“ þegar fellibylur skall á verslunina í annarri þáttaröð.

Aðrir leikarar sem léku í Superstore hafa margir minnst Miyahara á síðustu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.