Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 11. ágúst 2025 09:31 Það eru engar nýjar fréttir að Ísland sé vinsælt land fyrir fólk sem leitar nýrra tækifæra. Okkar öfluga atvinnulíf, náttúruauðlindir, friðsælt samfélag og góða velferðarkerfi hafa laðað að fólk víða að úr heiminum. Það er í sjálfu sér ekki vandamál. En það sem er vandamál – og hefur verið það um nokkurt skeið – er að við höfum ekki haft stefnu. Við höfum verið með opið hús, en gleymt að leggja reglur fyrir gestina. Við höfum boðið fólk velkomið, en ekki undirbúið okkur sem samfélag. Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi. Frá árinu 2017 hefur íbúum landsins fjölgað um rúmlega 50.000, og um 68% af þeirri fjölgun hefur verið vegna erlendra ríkisborgara. Þetta er fimmtánfalt hraðari vöxtur en meðaltalið í Evrópu og næstum fjórfalt miðað við önnur Norðurlönd. Þetta væri sjálfsagt tilefni til fagnaðar ef kerfin okkar hefðu fylgt með. En þau hafa ekki gert það. Við sjáum nú þegar birtingarmynd þessa í húsnæðisvanda, álagi á heilbrigðis- og velferðarþjónustu og í skorti á móttöku- og aðlögunarkerfi fyrir fólk sem kemur hingað til langdvalar. Dvalarleyfiskerfið hefur verið veikt, ómarkvisst og ólíkt því sem tíðkast hjá norrænum nágrönnum okkar. Hér hefur m.a. verið í gildi regla um að umsækjendur fái sjálfkrafa dvalarleyfi ef málsmeðferð tekur lengri tíma en 18 mánuði. Því verður að breyta með því að auka skilvirkni í afgreiðslu dvalarleyfa. Það er þess vegna jákvætt og tímabært að dómsmálaráðherra hafi lagt fram tillögur til breytinga á útlendingamálum. Tillögurnar fela m.a. í sér afnám íslenskra sérreglna, hækkun dvalarleyfisgjalda í takt við Norðurlöndin og stofnun greiningar- og brottfararstöðva. Jafnframt eru kynntar aðgerðir sem miða að því að tryggja að þeir sem hingað koma, geri það með raunverulegum vilja til þátttöku í samfélaginu – og að íslenskt samfélag geti brugðist við með ábyrgum hætti. Það er mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða. Norðmenn hafa tekist á við svipaða stöðu og við, þegar efnahagslegur vöxtur þar í landi laðaði að mikinn fjölda fólks. Þeir völdu að snúa af braut sem leiddi til spennu og óvissu – og fóru þess í stað leið sem miðar að því að laða að fólk með menntun, færni og vilja til þátttöku. Niðurstaðan? Minni spenna. Meiri samheldni. Við getum lært af þessari reynslu. Það er ekki mannúð að bjóða fólki hingað án þess að við séum reiðubúin að styðja það. Það er ekki virðing að setja fólk í viðkvæma stöðu án kerfis sem aðstoðar við aðlögun. Það er ekki ábyrg stjórnsýsla að gefa út fleiri dvalarleyfi en við ráðum við og láta svo þjónustukerfi landsins sjá um afleiðingarnar. Við getum öll verið sammála um eitt: Við viljum sjá fjölbreytt, sanngjarnt og öflugt samfélag. En það gerist ekki af sjálfu sér. Það krefst stefnu. Það krefst forgangsröðunar. Og það krefst þess að við horfum af ábyrgð á fyrirliggjandi gögn og bregðumst við á grunni þeirra, en látum ekki tilfinningar og óraunhæf markmið ráða för. Ábyrg stjórnsýsla er forsenda þess að við getum bæði sýnt mannúð og tryggt velferð fyrir alla til lengri tíma. Höfundur er fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Það eru engar nýjar fréttir að Ísland sé vinsælt land fyrir fólk sem leitar nýrra tækifæra. Okkar öfluga atvinnulíf, náttúruauðlindir, friðsælt samfélag og góða velferðarkerfi hafa laðað að fólk víða að úr heiminum. Það er í sjálfu sér ekki vandamál. En það sem er vandamál – og hefur verið það um nokkurt skeið – er að við höfum ekki haft stefnu. Við höfum verið með opið hús, en gleymt að leggja reglur fyrir gestina. Við höfum boðið fólk velkomið, en ekki undirbúið okkur sem samfélag. Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi. Frá árinu 2017 hefur íbúum landsins fjölgað um rúmlega 50.000, og um 68% af þeirri fjölgun hefur verið vegna erlendra ríkisborgara. Þetta er fimmtánfalt hraðari vöxtur en meðaltalið í Evrópu og næstum fjórfalt miðað við önnur Norðurlönd. Þetta væri sjálfsagt tilefni til fagnaðar ef kerfin okkar hefðu fylgt með. En þau hafa ekki gert það. Við sjáum nú þegar birtingarmynd þessa í húsnæðisvanda, álagi á heilbrigðis- og velferðarþjónustu og í skorti á móttöku- og aðlögunarkerfi fyrir fólk sem kemur hingað til langdvalar. Dvalarleyfiskerfið hefur verið veikt, ómarkvisst og ólíkt því sem tíðkast hjá norrænum nágrönnum okkar. Hér hefur m.a. verið í gildi regla um að umsækjendur fái sjálfkrafa dvalarleyfi ef málsmeðferð tekur lengri tíma en 18 mánuði. Því verður að breyta með því að auka skilvirkni í afgreiðslu dvalarleyfa. Það er þess vegna jákvætt og tímabært að dómsmálaráðherra hafi lagt fram tillögur til breytinga á útlendingamálum. Tillögurnar fela m.a. í sér afnám íslenskra sérreglna, hækkun dvalarleyfisgjalda í takt við Norðurlöndin og stofnun greiningar- og brottfararstöðva. Jafnframt eru kynntar aðgerðir sem miða að því að tryggja að þeir sem hingað koma, geri það með raunverulegum vilja til þátttöku í samfélaginu – og að íslenskt samfélag geti brugðist við með ábyrgum hætti. Það er mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða. Norðmenn hafa tekist á við svipaða stöðu og við, þegar efnahagslegur vöxtur þar í landi laðaði að mikinn fjölda fólks. Þeir völdu að snúa af braut sem leiddi til spennu og óvissu – og fóru þess í stað leið sem miðar að því að laða að fólk með menntun, færni og vilja til þátttöku. Niðurstaðan? Minni spenna. Meiri samheldni. Við getum lært af þessari reynslu. Það er ekki mannúð að bjóða fólki hingað án þess að við séum reiðubúin að styðja það. Það er ekki virðing að setja fólk í viðkvæma stöðu án kerfis sem aðstoðar við aðlögun. Það er ekki ábyrg stjórnsýsla að gefa út fleiri dvalarleyfi en við ráðum við og láta svo þjónustukerfi landsins sjá um afleiðingarnar. Við getum öll verið sammála um eitt: Við viljum sjá fjölbreytt, sanngjarnt og öflugt samfélag. En það gerist ekki af sjálfu sér. Það krefst stefnu. Það krefst forgangsröðunar. Og það krefst þess að við horfum af ábyrgð á fyrirliggjandi gögn og bregðumst við á grunni þeirra, en látum ekki tilfinningar og óraunhæf markmið ráða för. Ábyrg stjórnsýsla er forsenda þess að við getum bæði sýnt mannúð og tryggt velferð fyrir alla til lengri tíma. Höfundur er fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun