Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2025 10:30 Á síðustu tíu árum hafa um 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala neftóbaks minnkað um 80%. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða aukinni notkun tóbakslausra nikótínvara - svo sem púða, tyggigúmmís og plástra. Með áframhaldandi stuðningi við þessa þróun gæti Ísland orðið fyrsta tóbakslausa landið í heiminum. Það ætti að vera skýrt markmið stjórnmálamanna og stjórnvalda að útrýma tóbaksnotkun. Lungnakrabbamein er algengasta krabbameinið hér á landi og tóbaksnotkun helsta orsökin. Að bregðast við þessari staðreynd krefst áræðinnar stefnu sem byggir á gögnum. En stefnuna vantar. Í greininni Hvar er tókbaksvarnastefna Íslands sem birtist Læknablaðinu á þessu ári kemur það skýrt fram: „Já, það er rétt að Ísland hefur ekki opinbera stefnu í tóbaksvörnum,“ segir Viðar Jensson hjá Embætti landlæknis, þegar Læknablaðið leitaði svara hjá embættinu. Nikótín og skaðaminnkun Nikótín eitt og sér veldur ekki krabbameini. Það hefur verið sýnt fram á að tóbakslausar nikótínvörur geti verið áhrifaríkt skref í átt að tóbaksleysi. Alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir og krabbameinsfélög eru sammála um að áhættan af notkun slíkra vara sé margfalt minni en af tóbaki. Að takmarka bragðefni í þessum vörum og einungis leyfa mentol og tóbaksbragð, grefur undan þeirri skaðaminnkandi virkni. Bragðúrvalið er einmitt stór þáttur í því að fólk haldi sig við skaðminni valkosti. Fólk sem hætt hefur að reykja vill losna við tóbaksbragð — ekki halda því við. Með bragðbanni er verið að þrengja að valkostum sem virka. Aðgangur barna að nikótíni vegna skorts á eftirliti Enginn vill að börn noti nikótín. En lausnin er ekki að takmarka valkosti fullorðinna — heldur að tryggja aðgengi að vörunni sé aðeins fyrir fullorðna. Þar af leiðandi þarf að klára innleiðingu núgildandi laga, beita sektarákvæðum og setja upp öruggt, rafrænt aldursprófunarkerfi á sölustöðum. Þá þarf virkt eftirlit og samvinnu við atvinnurekendur. Í nágrannalöndum okkar hefur skaðaminnkun verið tekin upp sem stefna. Svíþjóð hefur til að mynda náð góðum árangri með opnum, ábyrgum aðgangi að tóbakslausum nikótínvörum. Við ættum að fylgja fordæmi þeirra, ekki taka skref afturábak með löggjöf sem gerir skaðaminnkandi valkosti óaðlaðandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hvatt til hærri skatta á tóbak, en setur ekki fram slíka hvatningu fyrir tóbakslausar nikótínvörur. Það er í samræmi við þá stöðu sem við eigum einnig að taka: að líta á þessar vörur sem verkfæri í baráttunni gegn reykingum, ekki hluta af vandanum. Rökrétt stefna fyrir heilbrigðara samfélag Ef stefnan og markmiðið er tóbakslaust Ísland, þá verðum við að styðja leiðir sem virka. Það felur í sér að tryggja fjölbreyttan aðgang að tóbakslausum nikótínvörum fyrir fullorðna og beita markvissu eftirliti með sölu og aðgengi barna. Ef við viljum tóbakslaust Ísland er ábyrgðarlaust að flokka tóbak og tóbakslausar vörur saman undir sömu reglugerð. Slíkt mun aðeins snúa við þeirri jákvæðu þróun sem gögnin sýna að orðið hefur undanfarinn áratug. Mótum stefnu og styðjum fólk í að hætta að reykja með skynsömum og raunhæfum valkostum! Höfundur er framkvæmdastjóri Dufland heildsölu Heimildir: https://www.rivm.nl/bibliotheek/rapporten/2020-0152.pdf https://radio4.dk/podcasts/radio4-morgen/tirsdag-d-12-november-kl-6-7 https://www.bt.dk/debat/joachim-b-vrider-armen-om-paa-kraeftens-bekaempelse-hvorfor-siger-i-ikke-det- her?gaa_at=eafs&gaa_n=ASWzDAindYNKmHQhO6m- mT2LXG3z_EOKgsNS0xRxqRTLoYntQ7wjssHZDAV3&gaa_ts=6840432b&gaa_sig=lHqz9Hlf51YyI5Qf6aJ31moLqQAPeNoP1X2a8 2PI421liODVxdce-Q1Uk6TyWNmlZoGQ5l3gDC92RHfatHr5rg%3D%3D https://www.cancerresearchuk.org/about-cancer/causes-of-cancer/smoking-and-cancer/is-vaping-harmful https://www.nhs.uk/better-health/quit-smoking/ready-to-quit-smoking/vaping-to-quit-smoking/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/34034614/ httphttps://snusforumet.se/en/eu-tobacco-mortality-snus-a-major-factor-behind-swedens-low- rates/s://www.swedishmatch.com/Snus-and-health/Research-on-snus/Cancer/ https://pharmaceutical-journal.com/article/opinion/swedish-men-can-thank-snus-for-health https://nordicwelfare.org/publikationer/use-of-nicotine-products-among-youth-in-the-nordic-and-baltic-countries-an-overview/ Heimild: WHO – RÚV frétt 13. júlí 2025 https://www.laeknabladid.is/tolublod/2025/03/hvar-ertobaksvarnastefna-islands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nikótínpúðar Tóbak Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á síðustu tíu árum hafa um 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala neftóbaks minnkað um 80%. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða aukinni notkun tóbakslausra nikótínvara - svo sem púða, tyggigúmmís og plástra. Með áframhaldandi stuðningi við þessa þróun gæti Ísland orðið fyrsta tóbakslausa landið í heiminum. Það ætti að vera skýrt markmið stjórnmálamanna og stjórnvalda að útrýma tóbaksnotkun. Lungnakrabbamein er algengasta krabbameinið hér á landi og tóbaksnotkun helsta orsökin. Að bregðast við þessari staðreynd krefst áræðinnar stefnu sem byggir á gögnum. En stefnuna vantar. Í greininni Hvar er tókbaksvarnastefna Íslands sem birtist Læknablaðinu á þessu ári kemur það skýrt fram: „Já, það er rétt að Ísland hefur ekki opinbera stefnu í tóbaksvörnum,“ segir Viðar Jensson hjá Embætti landlæknis, þegar Læknablaðið leitaði svara hjá embættinu. Nikótín og skaðaminnkun Nikótín eitt og sér veldur ekki krabbameini. Það hefur verið sýnt fram á að tóbakslausar nikótínvörur geti verið áhrifaríkt skref í átt að tóbaksleysi. Alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir og krabbameinsfélög eru sammála um að áhættan af notkun slíkra vara sé margfalt minni en af tóbaki. Að takmarka bragðefni í þessum vörum og einungis leyfa mentol og tóbaksbragð, grefur undan þeirri skaðaminnkandi virkni. Bragðúrvalið er einmitt stór þáttur í því að fólk haldi sig við skaðminni valkosti. Fólk sem hætt hefur að reykja vill losna við tóbaksbragð — ekki halda því við. Með bragðbanni er verið að þrengja að valkostum sem virka. Aðgangur barna að nikótíni vegna skorts á eftirliti Enginn vill að börn noti nikótín. En lausnin er ekki að takmarka valkosti fullorðinna — heldur að tryggja aðgengi að vörunni sé aðeins fyrir fullorðna. Þar af leiðandi þarf að klára innleiðingu núgildandi laga, beita sektarákvæðum og setja upp öruggt, rafrænt aldursprófunarkerfi á sölustöðum. Þá þarf virkt eftirlit og samvinnu við atvinnurekendur. Í nágrannalöndum okkar hefur skaðaminnkun verið tekin upp sem stefna. Svíþjóð hefur til að mynda náð góðum árangri með opnum, ábyrgum aðgangi að tóbakslausum nikótínvörum. Við ættum að fylgja fordæmi þeirra, ekki taka skref afturábak með löggjöf sem gerir skaðaminnkandi valkosti óaðlaðandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hvatt til hærri skatta á tóbak, en setur ekki fram slíka hvatningu fyrir tóbakslausar nikótínvörur. Það er í samræmi við þá stöðu sem við eigum einnig að taka: að líta á þessar vörur sem verkfæri í baráttunni gegn reykingum, ekki hluta af vandanum. Rökrétt stefna fyrir heilbrigðara samfélag Ef stefnan og markmiðið er tóbakslaust Ísland, þá verðum við að styðja leiðir sem virka. Það felur í sér að tryggja fjölbreyttan aðgang að tóbakslausum nikótínvörum fyrir fullorðna og beita markvissu eftirliti með sölu og aðgengi barna. Ef við viljum tóbakslaust Ísland er ábyrgðarlaust að flokka tóbak og tóbakslausar vörur saman undir sömu reglugerð. Slíkt mun aðeins snúa við þeirri jákvæðu þróun sem gögnin sýna að orðið hefur undanfarinn áratug. Mótum stefnu og styðjum fólk í að hætta að reykja með skynsömum og raunhæfum valkostum! Höfundur er framkvæmdastjóri Dufland heildsölu Heimildir: https://www.rivm.nl/bibliotheek/rapporten/2020-0152.pdf https://radio4.dk/podcasts/radio4-morgen/tirsdag-d-12-november-kl-6-7 https://www.bt.dk/debat/joachim-b-vrider-armen-om-paa-kraeftens-bekaempelse-hvorfor-siger-i-ikke-det- her?gaa_at=eafs&gaa_n=ASWzDAindYNKmHQhO6m- mT2LXG3z_EOKgsNS0xRxqRTLoYntQ7wjssHZDAV3&gaa_ts=6840432b&gaa_sig=lHqz9Hlf51YyI5Qf6aJ31moLqQAPeNoP1X2a8 2PI421liODVxdce-Q1Uk6TyWNmlZoGQ5l3gDC92RHfatHr5rg%3D%3D https://www.cancerresearchuk.org/about-cancer/causes-of-cancer/smoking-and-cancer/is-vaping-harmful https://www.nhs.uk/better-health/quit-smoking/ready-to-quit-smoking/vaping-to-quit-smoking/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/34034614/ httphttps://snusforumet.se/en/eu-tobacco-mortality-snus-a-major-factor-behind-swedens-low- rates/s://www.swedishmatch.com/Snus-and-health/Research-on-snus/Cancer/ https://pharmaceutical-journal.com/article/opinion/swedish-men-can-thank-snus-for-health https://nordicwelfare.org/publikationer/use-of-nicotine-products-among-youth-in-the-nordic-and-baltic-countries-an-overview/ Heimild: WHO – RÚV frétt 13. júlí 2025 https://www.laeknabladid.is/tolublod/2025/03/hvar-ertobaksvarnastefna-islands
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun