Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2025 14:32 Fá slys verða vegna ókyrrðar og slasaðir eru oftar en ekki áhafnarmeðlimir. Vísir/Getty Erlendir miðlar hafa fjallað nokkuð um aukna ókyrrð á síðastu misserum en samkvæmt umfjöllun BBC verða um það bil 5.000 tilfelli alvarlegar ókyrrðar árlega. Tölurnar ber að skoða í því samhengi að um það bil 35 milljón flugferðir eru farnar á ári hverju. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni verða 40 prósent alvarlegra slysa vegna ókyrrðar en aðeins fjórir hafa látist frá 1981, þar af að minnsta kosti einn vegna hjartaáfalls. Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugstjóri og forstöðumaður flugrekstrarsviðs Icelandair, var til viðtals um ókyrrð í Bítinu í morgun, þar sem hann lagði áherslu á að ókyrrð væri sjaldnast hættuleg. Hann var meðal annars spurður að því hvað flugmenn gera þegar þeir lenda í ókyrrð, sem Guðmundur líkti við dýfur á sjó eða í rússíbana. „Fyrsta úrræðið sem við beitum er bara það sem þú myndir gera ef þú keyrir af malbiki og yfir á malarveg á bíl; við bara sláum aðeins af og hægjum aðeins á okkur. Það er ákveðinn hraði fyrir hverja flugvélategund sem er besti hraði til þess að fara í gegnum ókyrrð, það dempar svolítið út hreyfingarnar. Það er almennt það sem við gerum. Svo eru flugmenn þá almennt byrjaðir að skoða og heyra í flugumferðarstjórum hvort að einhver annar er búinn að tilkynna ókyrrð, eru einhverjar aðrar flughæðir betri, eigum við að skipta um hæð?“ segir Guðmundur. Þá sé stundum flogið framhjá eða í kringum ókyrrðasvæði á borð við skýjamyndanir. „En númer eitt, tvö og þjrú þá kveikjum við á sætisbeltaljósunum,“ bætir hann við. Í Bandaríkjunum hafa 207 alvarlegir áverkar verið skráðir vegna ókyrrðar frá 2009 en í 166 tilfella var um að ræða áhafnarmeðlimi, sem starfs síns vegna geta ekki setið kyrfilega beltaðir alla leiðina. Guðmundur segir að á meðan farþegar væru að koma sér vel fyrir færi stór tími flugmanna í það að skoða flugskilyrði og mögulega ókyrrð og að ýmis þróun væri að eiga sér stað varðandi úrræði til að mæta vandanum. „Við erum ekki þeirrar skoðunar að þetta sé hættulegt, vegna þess fyrst og fremst að við erum með búnað um borð í vélinni sem greinir ókyrrð fyrir framan okkur ef hana er að finna inni í skýjum sérstaklega. Við erum líka með mjög nákvæma veðurupplýsingar. Veðurupplýsingar eru líka að verða miklu betri en þær voru á fyrri tímum. Og hjá Icelandair erum við til dæmis að gera tilraunir með gervigreindarbúnað um borð í vélunum okkar sem að getur spáð fyrir fram um ókyrrð með miklu nákvæmari hætti en áður.“ Fréttir af flugi Bítið Mest lesið Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Innlent Líkamsárás á gistiheimili Innlent Fleiri fréttir Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Sjá meira
Tölurnar ber að skoða í því samhengi að um það bil 35 milljón flugferðir eru farnar á ári hverju. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni verða 40 prósent alvarlegra slysa vegna ókyrrðar en aðeins fjórir hafa látist frá 1981, þar af að minnsta kosti einn vegna hjartaáfalls. Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugstjóri og forstöðumaður flugrekstrarsviðs Icelandair, var til viðtals um ókyrrð í Bítinu í morgun, þar sem hann lagði áherslu á að ókyrrð væri sjaldnast hættuleg. Hann var meðal annars spurður að því hvað flugmenn gera þegar þeir lenda í ókyrrð, sem Guðmundur líkti við dýfur á sjó eða í rússíbana. „Fyrsta úrræðið sem við beitum er bara það sem þú myndir gera ef þú keyrir af malbiki og yfir á malarveg á bíl; við bara sláum aðeins af og hægjum aðeins á okkur. Það er ákveðinn hraði fyrir hverja flugvélategund sem er besti hraði til þess að fara í gegnum ókyrrð, það dempar svolítið út hreyfingarnar. Það er almennt það sem við gerum. Svo eru flugmenn þá almennt byrjaðir að skoða og heyra í flugumferðarstjórum hvort að einhver annar er búinn að tilkynna ókyrrð, eru einhverjar aðrar flughæðir betri, eigum við að skipta um hæð?“ segir Guðmundur. Þá sé stundum flogið framhjá eða í kringum ókyrrðasvæði á borð við skýjamyndanir. „En númer eitt, tvö og þjrú þá kveikjum við á sætisbeltaljósunum,“ bætir hann við. Í Bandaríkjunum hafa 207 alvarlegir áverkar verið skráðir vegna ókyrrðar frá 2009 en í 166 tilfella var um að ræða áhafnarmeðlimi, sem starfs síns vegna geta ekki setið kyrfilega beltaðir alla leiðina. Guðmundur segir að á meðan farþegar væru að koma sér vel fyrir færi stór tími flugmanna í það að skoða flugskilyrði og mögulega ókyrrð og að ýmis þróun væri að eiga sér stað varðandi úrræði til að mæta vandanum. „Við erum ekki þeirrar skoðunar að þetta sé hættulegt, vegna þess fyrst og fremst að við erum með búnað um borð í vélinni sem greinir ókyrrð fyrir framan okkur ef hana er að finna inni í skýjum sérstaklega. Við erum líka með mjög nákvæma veðurupplýsingar. Veðurupplýsingar eru líka að verða miklu betri en þær voru á fyrri tímum. Og hjá Icelandair erum við til dæmis að gera tilraunir með gervigreindarbúnað um borð í vélunum okkar sem að getur spáð fyrir fram um ókyrrð með miklu nákvæmari hætti en áður.“
Fréttir af flugi Bítið Mest lesið Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Innlent Líkamsárás á gistiheimili Innlent Fleiri fréttir Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Sjá meira