Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 16:16 Selenskí verður ekki viðstaddur fund Trump og Pútín á föstudag en mun funda með Evrópuleiðtogum áður en þeir funda með Trump á miðvikudag. AP Leiðtogar sex Evrópuríkja munu sitja fjarfundi með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta á miðvikudag. Selenskí er sagður hafa slakað á kröfum sínum og hann útiloki ekki að láta eftir landsvæði í friðarsamningum. Telegraph hefur eftir heimildum að Selenskí útiloki ekki friðarsamning við Rússland sem feli í sér að Úkraína láti eftir landsvæði sem Rússland hefur sölsað undir sig. Hann hafi þó sagt Evrópuleiðtogum að öllum samningum sem fela í sér að Úkraína gefi eftir eigið yfirráðasvæði verði að hafna. Það þýðir að einhverjar líkur eru á að landamæri miðist við víglínurnar eins og þær eru núna og Rússar haldi yfirráðum yfir vissum svæðum í Lúhansk, Dónetsk, Sapóríssja, Kerson og á á Krímsskaga. Miðillinn hefur eftir embættismanni að slíkir samningar kæmu bara til með að innihalda landsvæði sem Rússlandsher hefur þegar hernumið. Funda fyrst með Selenskí, svo Trump Fréttirnar koma í aðdraganda fyrirhugaðra friðarviðræðna Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Þar munu þeir freista þess að komast að friðarsamkomulagi vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Selenskí, sem fékk ekki boð á fundinn, hefur gagnrýnt fjarveru sína og sagt enga niðurstöðu koma til greina án aðkomu Úkraínu. Þá hefur hann sagt að ekki komi til greina að láta eftir landsvæði í hendur Rússa. Greint er frá fundum miðvikudagsins í tilkynningu á vef ríkisstjórnar Þýskalands, þar sem fram kemur að ásamt Friedrich Merz kanslara Þýskalands muni þjóðarleiðtogar Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Póllands og Finnlands funda með Trump í gegn um fjarfundarbúnað á miðvikudag. Merz komi til með að stýra fundinum. Fyrir leiðtogafundinn með Trump munu sömu fulltrúar sitja fjarfund með Selenskí. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópuráðsins og Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins verða sömuleiðis á fundunum tveimur. Í tilkynningunni segir að efni fundarins verði leiðir til að beita auknum þrýstingi á Rússlandsstjórn og undirbúningur undir hugsanlegar friðarviðræður, meðal annars í tengslum við landakröfur og öryggismál. Leiðtogar framangreindra ríkja sögðu í yfirlýsingu á laugardag ótækt að funda um stríðslok án aðkomu Úkraínu, sem hefði frelsi til að ákveða hver sín örlög eru. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira
Telegraph hefur eftir heimildum að Selenskí útiloki ekki friðarsamning við Rússland sem feli í sér að Úkraína láti eftir landsvæði sem Rússland hefur sölsað undir sig. Hann hafi þó sagt Evrópuleiðtogum að öllum samningum sem fela í sér að Úkraína gefi eftir eigið yfirráðasvæði verði að hafna. Það þýðir að einhverjar líkur eru á að landamæri miðist við víglínurnar eins og þær eru núna og Rússar haldi yfirráðum yfir vissum svæðum í Lúhansk, Dónetsk, Sapóríssja, Kerson og á á Krímsskaga. Miðillinn hefur eftir embættismanni að slíkir samningar kæmu bara til með að innihalda landsvæði sem Rússlandsher hefur þegar hernumið. Funda fyrst með Selenskí, svo Trump Fréttirnar koma í aðdraganda fyrirhugaðra friðarviðræðna Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Þar munu þeir freista þess að komast að friðarsamkomulagi vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Selenskí, sem fékk ekki boð á fundinn, hefur gagnrýnt fjarveru sína og sagt enga niðurstöðu koma til greina án aðkomu Úkraínu. Þá hefur hann sagt að ekki komi til greina að láta eftir landsvæði í hendur Rússa. Greint er frá fundum miðvikudagsins í tilkynningu á vef ríkisstjórnar Þýskalands, þar sem fram kemur að ásamt Friedrich Merz kanslara Þýskalands muni þjóðarleiðtogar Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Póllands og Finnlands funda með Trump í gegn um fjarfundarbúnað á miðvikudag. Merz komi til með að stýra fundinum. Fyrir leiðtogafundinn með Trump munu sömu fulltrúar sitja fjarfund með Selenskí. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópuráðsins og Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins verða sömuleiðis á fundunum tveimur. Í tilkynningunni segir að efni fundarins verði leiðir til að beita auknum þrýstingi á Rússlandsstjórn og undirbúningur undir hugsanlegar friðarviðræður, meðal annars í tengslum við landakröfur og öryggismál. Leiðtogar framangreindra ríkja sögðu í yfirlýsingu á laugardag ótækt að funda um stríðslok án aðkomu Úkraínu, sem hefði frelsi til að ákveða hver sín örlög eru. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira