Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Agnar Már Másson skrifar 12. ágúst 2025 13:18 Hafþór Freyr er ellefu ára nemandi í Nesskóla en hann kom tveggja ára systur sinni til bjargar þegar hún féll af bryggju um verslunarmannahelgina. Samsett/Aðsend/Facebook Hinn ellefu ára Hafþór Freyr Jóhannsson kastaði sér í sjóinn þegar tveggja ára systir hans, Snæbjörg Lóa, féll af bryggju í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Hafþór bjargaði þannig systur sinni frá drukknun en hann hafði nýlega sótt skyndihjálparnámskeið, sem skipti sköpum. „Það kom svo sem ekkert annað til greina hjá honum en að bjarga henni,“ segir móðir Hafþórs, Linda María Emilsdóttir, í samtali við Vísi. Austurfrétt greindi fyrst frá. Linda kveðst afar stolt af drengnum sínum, sem hún lýsir sem yfirveguðum og rólegum strák þó hann sé hörkutól. „Þetta voru held ég bara ósjálfráð viðbrögð hjá honum.“ Kastaði sér í sjóinn Atvikið átti sér stað á sunnudegi á veitingastaðnum Beituskúrnum en hann er á bryggju í bænum. „Við vorum bara úti að borða,“ rekur Linda söguna, „og ég var að panta matinn og hún stekkur eitthvað í burtu og hann er greinilega að fylgjast með henni, eins og hann gerir oft, og sér hana hlaupa fram af bryggjunni og detta fram af.“ Þá hafi Hafþór kallað eftir aðstoð og síðan sjálfur kastað sér út í sjóinn og sótt hana. „Hann stekkur þá eftir henni og syndir með hana upp að stiganum sem er þarna á bryggjunni,“ bætir móðirin við. Hann hafi synt með hana að stiganum á bryggjunni og rétt hana nokkrum viðstöddum sem höfðu komið til hjálpar. Þétt var setið á veitingastaðnum þennan dag enda stærsta ferðahelgi ársins. Atvikið átti sér stað á Beituskúrnum í Neskaupsstað.Facebook/Beituskúrinn Sjúkraflutningamaður kenndi skyndihjálp Blessunarlega náði Snæbjörg Lóa að halda sér á floti þær sekúndur sem hún var úti í sjónum og fékk hún ekki sjó ofan í sig. „Hún náði að halda munninum yfir vatninu,“ bætir móðirin við. Spurð hvort börnin hennar séu flugsynd útskýrir Linda að fjölskyldan fari oft í sund. Sytkinin Hafþór Freyr og Snæbjörg Lóa en drengurinn á tvær aðrar yngri systur til viðbótar.Aðsend Hafþór hafði farið á skyndihjálparnámskeið nokkrum mánuðum áður, sem sjúkraflutningamaðurinn í bænum hafði haldið fyrir börn í bænum og fjöldi bekkjarfélaga Hafþórs úr Nesskóla sóttu. Linda segir drenginn hafa haft orð á því að það hafi hjálpað honum við að bregðast við. Hún segir námskeiðið sem sjúkrafluttnignamaðurinn hélt hafa verið frábært framtak. Bryggjan er að hluta afgirt en svæðið þar sem Snæbjörg Lóa féll er það ekki. Hetjan fór beint á tónleika Börnin voru flutt á sjúkrahús til skoðunar en fengu að fara heim þegar þau voru orðin hlý. Það amaði ekkert að þeim, að sögn Linda. „Þau voru bara svolítið köld. En hún var hlustuð náttúrlega til að vita hvort þau hefðu farið sjór ofan í lungun hennar. En það var ekki.“ Hafþór fór svo beint á tónleika eftir atvikið enda stóð Neistaflaug yfir í Neskaupstað þessa verslunarmannahelgi. Fjarðabyggð Verslunarmannahelgin Börn og uppeldi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira
„Það kom svo sem ekkert annað til greina hjá honum en að bjarga henni,“ segir móðir Hafþórs, Linda María Emilsdóttir, í samtali við Vísi. Austurfrétt greindi fyrst frá. Linda kveðst afar stolt af drengnum sínum, sem hún lýsir sem yfirveguðum og rólegum strák þó hann sé hörkutól. „Þetta voru held ég bara ósjálfráð viðbrögð hjá honum.“ Kastaði sér í sjóinn Atvikið átti sér stað á sunnudegi á veitingastaðnum Beituskúrnum en hann er á bryggju í bænum. „Við vorum bara úti að borða,“ rekur Linda söguna, „og ég var að panta matinn og hún stekkur eitthvað í burtu og hann er greinilega að fylgjast með henni, eins og hann gerir oft, og sér hana hlaupa fram af bryggjunni og detta fram af.“ Þá hafi Hafþór kallað eftir aðstoð og síðan sjálfur kastað sér út í sjóinn og sótt hana. „Hann stekkur þá eftir henni og syndir með hana upp að stiganum sem er þarna á bryggjunni,“ bætir móðirin við. Hann hafi synt með hana að stiganum á bryggjunni og rétt hana nokkrum viðstöddum sem höfðu komið til hjálpar. Þétt var setið á veitingastaðnum þennan dag enda stærsta ferðahelgi ársins. Atvikið átti sér stað á Beituskúrnum í Neskaupsstað.Facebook/Beituskúrinn Sjúkraflutningamaður kenndi skyndihjálp Blessunarlega náði Snæbjörg Lóa að halda sér á floti þær sekúndur sem hún var úti í sjónum og fékk hún ekki sjó ofan í sig. „Hún náði að halda munninum yfir vatninu,“ bætir móðirin við. Spurð hvort börnin hennar séu flugsynd útskýrir Linda að fjölskyldan fari oft í sund. Sytkinin Hafþór Freyr og Snæbjörg Lóa en drengurinn á tvær aðrar yngri systur til viðbótar.Aðsend Hafþór hafði farið á skyndihjálparnámskeið nokkrum mánuðum áður, sem sjúkraflutningamaðurinn í bænum hafði haldið fyrir börn í bænum og fjöldi bekkjarfélaga Hafþórs úr Nesskóla sóttu. Linda segir drenginn hafa haft orð á því að það hafi hjálpað honum við að bregðast við. Hún segir námskeiðið sem sjúkrafluttnignamaðurinn hélt hafa verið frábært framtak. Bryggjan er að hluta afgirt en svæðið þar sem Snæbjörg Lóa féll er það ekki. Hetjan fór beint á tónleika Börnin voru flutt á sjúkrahús til skoðunar en fengu að fara heim þegar þau voru orðin hlý. Það amaði ekkert að þeim, að sögn Linda. „Þau voru bara svolítið köld. En hún var hlustuð náttúrlega til að vita hvort þau hefðu farið sjór ofan í lungun hennar. En það var ekki.“ Hafþór fór svo beint á tónleika eftir atvikið enda stóð Neistaflaug yfir í Neskaupstað þessa verslunarmannahelgi.
Fjarðabyggð Verslunarmannahelgin Börn og uppeldi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira