Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. ágúst 2025 21:01 Linda Björk Gunnlaugsdóttir er framkvæmdastjóri sölu og flutninga hjá Arnarlaxi. Vísir/Stefán Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. Fimmtán prósenta tollur á íslenskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna tóku gildi á fimmtudag. Í vor var tilkynnt að tollar á íslenskar vörur yrðu tíu prósent. Samkeppni við lönd í betri stöðu Framkvæmdastjóri hjá Arnarlaxi segir að strax og tíu prósenta tollar hafi verið boðaðir, hafa salan til Bandaríkjanna dregist saman. „Hún jókst aðeins til Kanada. Kanada er ekki með neina tolla. Við tökum það í transit í gegnum Bandaríkin með skipunum hjá Eimskip. Það hefur veitt okkur samkeppnisforskot að geta sent með skipi,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Arnarlaxi. Fimmtán prósent tollar veiki samkeppnisstöðuna við önnur lönd. „Núna er Kanada ennþá með núll [prósent tolla]. Síle er með tíu prósent, Færeyjar eru með tíu prósent, við erum auðvitað í mikilli samkeppni við Færeyjar. Noregur er með fimmtán prósent. Verðmæti sem fáist ekki hvar sem er Yfirleitt fáist betra verð fyrir laxinn í Bandaríkjunum heldur en í Evrópu. Með innflutningstollunum muni verðið til neytenda þar hins vegar hækka, og eftirspurnin dragast saman. „Þetta eru þrjú til fimm þúsund tonn sem við höfum verið að selja, eftir því hvað við höfum verið að slátra mikið. Stærsta árið er fimm þúsund tonn. Fimm þúsund tonn af laxi á góðum verðmætum, maður hirðir þann markað ekki upp hvar sem er.“ Mikil óvissa ríki um framhaldið, þar sem hringlað hafi verið með tímasetningar og hlutfall tolla fram að þessu. „En við bindum vonir við að þessum málum verði fast tekið af yfirvöldum. Við erum til skrafs reiðubúin ef þau þurfa einhvern stuðning frá okkur.“ Ráðherrar leita leiða Utanríkisráðherra segir stjórnvöld í miklum samskiptum við íslenskt atvinnulíf vegna málsins. „Og einfaldlega erum að skoða hvað hægt er að setja í púkkið til þess að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Fjármálaráðherra segir tollasetningu Bandaríkjanna á íslenskan innflutning þar í landi sannarlega áhyggjuefni. „Utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hafa staðið sig mjög vel í að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld, og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórnvöld telji að enn sé mögulegt að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld. „Sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir Daði Már. Skattar og tollar Fiskeldi Efnahagsmál Bandaríkin Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira
Fimmtán prósenta tollur á íslenskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna tóku gildi á fimmtudag. Í vor var tilkynnt að tollar á íslenskar vörur yrðu tíu prósent. Samkeppni við lönd í betri stöðu Framkvæmdastjóri hjá Arnarlaxi segir að strax og tíu prósenta tollar hafi verið boðaðir, hafa salan til Bandaríkjanna dregist saman. „Hún jókst aðeins til Kanada. Kanada er ekki með neina tolla. Við tökum það í transit í gegnum Bandaríkin með skipunum hjá Eimskip. Það hefur veitt okkur samkeppnisforskot að geta sent með skipi,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Arnarlaxi. Fimmtán prósent tollar veiki samkeppnisstöðuna við önnur lönd. „Núna er Kanada ennþá með núll [prósent tolla]. Síle er með tíu prósent, Færeyjar eru með tíu prósent, við erum auðvitað í mikilli samkeppni við Færeyjar. Noregur er með fimmtán prósent. Verðmæti sem fáist ekki hvar sem er Yfirleitt fáist betra verð fyrir laxinn í Bandaríkjunum heldur en í Evrópu. Með innflutningstollunum muni verðið til neytenda þar hins vegar hækka, og eftirspurnin dragast saman. „Þetta eru þrjú til fimm þúsund tonn sem við höfum verið að selja, eftir því hvað við höfum verið að slátra mikið. Stærsta árið er fimm þúsund tonn. Fimm þúsund tonn af laxi á góðum verðmætum, maður hirðir þann markað ekki upp hvar sem er.“ Mikil óvissa ríki um framhaldið, þar sem hringlað hafi verið með tímasetningar og hlutfall tolla fram að þessu. „En við bindum vonir við að þessum málum verði fast tekið af yfirvöldum. Við erum til skrafs reiðubúin ef þau þurfa einhvern stuðning frá okkur.“ Ráðherrar leita leiða Utanríkisráðherra segir stjórnvöld í miklum samskiptum við íslenskt atvinnulíf vegna málsins. „Og einfaldlega erum að skoða hvað hægt er að setja í púkkið til þess að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Fjármálaráðherra segir tollasetningu Bandaríkjanna á íslenskan innflutning þar í landi sannarlega áhyggjuefni. „Utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hafa staðið sig mjög vel í að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld, og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórnvöld telji að enn sé mögulegt að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld. „Sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir Daði Már.
Skattar og tollar Fiskeldi Efnahagsmál Bandaríkin Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira