Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 13. ágúst 2025 08:03 Þau sjö ár sem ég sat í borgarstjórn gagnrýndi ég þann frumskóg sem bílastæðagjöld eru í Reykjavík. Ég lagði fram fjölmargar bókanir og tók málið oft upp á fundum. Í dag er staðan þannig að þeir sem eru sektaðir er ekki lengur gert viðvart um það með sektarmiða á framrúður bíla og fjölmörg fyrirtæki hafa fengið leyfi frá borginni til að sinna gjaldtöku. Hér verður að hafa í huga að bílastæðagjöld eru aðfararhæf að lögum og geta leitt til eignaupptöku. Skylda stjórnvalds til að tilkynna um sekt er því rík. Einkafyrirtækin sinna gjaldtökunni bæði vegna stæða við götur borgarinnar sem og í bílastæðahúsum, bæði ofan- og neðanjarðar. Bílastæðahúsin geta bæði verið í eigu borgarinnar og einkaaðila. En starfsemin ber öll einkenni neðanjarðarstarfsemi því eigendur bíla eiga vægast sagt erfitt með á átta sig á hvaða smáforrit þeir þurfa að hafa til að standa í skilum og sektirnar hrannast upp. Oft án þess að ökumaðurinn geri sér grein fyrir að hann hafi verið sektaður, hvað þá kominn í vanskil með tilheyrandi ofurkostnaði. Stjórnarflokkar og borgarstjórnarmeirihluti stilli saman strengi Núverandi ríkisstjórn hefur boðað að tekið verði á lagaumgjörð þessara mála. Reykjavíkurborg lætur sitt vondandi heldur ekki eftir liggja. Enda er þessi málaflokkur ekki síður á forræði borgarinnar og annarra sveitarfélaga þar sem það á við. Ástand þessara mála er ekki gott í Reykjavík og núverandi meirihluti í borginni mun örugglega bregðast við því. Fjölgun gjaldskyldusvæða leiðir til ásóknar í gjaldfrjáls stæði í grónum hverfum sem skapar óþægindi fyrir íbúa þar. Skortur er á upplýsingagjöf um verðlagningu og lengd gjaldtökutíma á stæðum í einkarekstri. Mörk einstakra innheimtufyrirtækja eru oft óljós; hvar eitt fyrirtæki ræður för og annað tekur við þannig að bíleigendum er vægast sagt vorkun. Ekkert þak á gjaldtökunni Þar sem einkafyrirtæki hafa yfirráð á stæðum er ekkert þak eða hámark á upphæð bílastæðagjalda eða á svo kölluðum þjónustu-eða vanrækslugjöldum. Gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum í einkaeigu lyktar af hreinni græðgi. Dæmi eru um að klukkutíminn kosti þúsund krónur á bílastæðum þar sem innheimt er allan sólarhringinn alla daga ársins. Hér er mikilvægt verkefni fyrir ríki og borg að vinna saman að. Það ætti að vera auðvelt þar sem sömu flokkar mynda ríkisstjórnina og sitja í meirihluta borgarstjórnar. Eitt af hlutverkum sveitarfélaga er að gæta hagsmuna íbúa gagnvart óréttmætum viðskiptaháttum. Allt of margir bílaeigendur lenda í því að vera ranglega krafðir um vanrækslugjöld vegna þess að þeir greiddu ekki fyrir rétt stæði eða með réttu smáforrit. Fyrirkomulag innheimtu bílastæðagjalda er algjör frumskógur fyrir neytendur og það er ekki er hægt að líða. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Bílastæði Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Þau sjö ár sem ég sat í borgarstjórn gagnrýndi ég þann frumskóg sem bílastæðagjöld eru í Reykjavík. Ég lagði fram fjölmargar bókanir og tók málið oft upp á fundum. Í dag er staðan þannig að þeir sem eru sektaðir er ekki lengur gert viðvart um það með sektarmiða á framrúður bíla og fjölmörg fyrirtæki hafa fengið leyfi frá borginni til að sinna gjaldtöku. Hér verður að hafa í huga að bílastæðagjöld eru aðfararhæf að lögum og geta leitt til eignaupptöku. Skylda stjórnvalds til að tilkynna um sekt er því rík. Einkafyrirtækin sinna gjaldtökunni bæði vegna stæða við götur borgarinnar sem og í bílastæðahúsum, bæði ofan- og neðanjarðar. Bílastæðahúsin geta bæði verið í eigu borgarinnar og einkaaðila. En starfsemin ber öll einkenni neðanjarðarstarfsemi því eigendur bíla eiga vægast sagt erfitt með á átta sig á hvaða smáforrit þeir þurfa að hafa til að standa í skilum og sektirnar hrannast upp. Oft án þess að ökumaðurinn geri sér grein fyrir að hann hafi verið sektaður, hvað þá kominn í vanskil með tilheyrandi ofurkostnaði. Stjórnarflokkar og borgarstjórnarmeirihluti stilli saman strengi Núverandi ríkisstjórn hefur boðað að tekið verði á lagaumgjörð þessara mála. Reykjavíkurborg lætur sitt vondandi heldur ekki eftir liggja. Enda er þessi málaflokkur ekki síður á forræði borgarinnar og annarra sveitarfélaga þar sem það á við. Ástand þessara mála er ekki gott í Reykjavík og núverandi meirihluti í borginni mun örugglega bregðast við því. Fjölgun gjaldskyldusvæða leiðir til ásóknar í gjaldfrjáls stæði í grónum hverfum sem skapar óþægindi fyrir íbúa þar. Skortur er á upplýsingagjöf um verðlagningu og lengd gjaldtökutíma á stæðum í einkarekstri. Mörk einstakra innheimtufyrirtækja eru oft óljós; hvar eitt fyrirtæki ræður för og annað tekur við þannig að bíleigendum er vægast sagt vorkun. Ekkert þak á gjaldtökunni Þar sem einkafyrirtæki hafa yfirráð á stæðum er ekkert þak eða hámark á upphæð bílastæðagjalda eða á svo kölluðum þjónustu-eða vanrækslugjöldum. Gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum í einkaeigu lyktar af hreinni græðgi. Dæmi eru um að klukkutíminn kosti þúsund krónur á bílastæðum þar sem innheimt er allan sólarhringinn alla daga ársins. Hér er mikilvægt verkefni fyrir ríki og borg að vinna saman að. Það ætti að vera auðvelt þar sem sömu flokkar mynda ríkisstjórnina og sitja í meirihluta borgarstjórnar. Eitt af hlutverkum sveitarfélaga er að gæta hagsmuna íbúa gagnvart óréttmætum viðskiptaháttum. Allt of margir bílaeigendur lenda í því að vera ranglega krafðir um vanrækslugjöld vegna þess að þeir greiddu ekki fyrir rétt stæði eða með réttu smáforrit. Fyrirkomulag innheimtu bílastæðagjalda er algjör frumskógur fyrir neytendur og það er ekki er hægt að líða. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun