Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 13. ágúst 2025 08:03 Þau sjö ár sem ég sat í borgarstjórn gagnrýndi ég þann frumskóg sem bílastæðagjöld eru í Reykjavík. Ég lagði fram fjölmargar bókanir og tók málið oft upp á fundum. Í dag er staðan þannig að þeir sem eru sektaðir er ekki lengur gert viðvart um það með sektarmiða á framrúður bíla og fjölmörg fyrirtæki hafa fengið leyfi frá borginni til að sinna gjaldtöku. Hér verður að hafa í huga að bílastæðagjöld eru aðfararhæf að lögum og geta leitt til eignaupptöku. Skylda stjórnvalds til að tilkynna um sekt er því rík. Einkafyrirtækin sinna gjaldtökunni bæði vegna stæða við götur borgarinnar sem og í bílastæðahúsum, bæði ofan- og neðanjarðar. Bílastæðahúsin geta bæði verið í eigu borgarinnar og einkaaðila. En starfsemin ber öll einkenni neðanjarðarstarfsemi því eigendur bíla eiga vægast sagt erfitt með á átta sig á hvaða smáforrit þeir þurfa að hafa til að standa í skilum og sektirnar hrannast upp. Oft án þess að ökumaðurinn geri sér grein fyrir að hann hafi verið sektaður, hvað þá kominn í vanskil með tilheyrandi ofurkostnaði. Stjórnarflokkar og borgarstjórnarmeirihluti stilli saman strengi Núverandi ríkisstjórn hefur boðað að tekið verði á lagaumgjörð þessara mála. Reykjavíkurborg lætur sitt vondandi heldur ekki eftir liggja. Enda er þessi málaflokkur ekki síður á forræði borgarinnar og annarra sveitarfélaga þar sem það á við. Ástand þessara mála er ekki gott í Reykjavík og núverandi meirihluti í borginni mun örugglega bregðast við því. Fjölgun gjaldskyldusvæða leiðir til ásóknar í gjaldfrjáls stæði í grónum hverfum sem skapar óþægindi fyrir íbúa þar. Skortur er á upplýsingagjöf um verðlagningu og lengd gjaldtökutíma á stæðum í einkarekstri. Mörk einstakra innheimtufyrirtækja eru oft óljós; hvar eitt fyrirtæki ræður för og annað tekur við þannig að bíleigendum er vægast sagt vorkun. Ekkert þak á gjaldtökunni Þar sem einkafyrirtæki hafa yfirráð á stæðum er ekkert þak eða hámark á upphæð bílastæðagjalda eða á svo kölluðum þjónustu-eða vanrækslugjöldum. Gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum í einkaeigu lyktar af hreinni græðgi. Dæmi eru um að klukkutíminn kosti þúsund krónur á bílastæðum þar sem innheimt er allan sólarhringinn alla daga ársins. Hér er mikilvægt verkefni fyrir ríki og borg að vinna saman að. Það ætti að vera auðvelt þar sem sömu flokkar mynda ríkisstjórnina og sitja í meirihluta borgarstjórnar. Eitt af hlutverkum sveitarfélaga er að gæta hagsmuna íbúa gagnvart óréttmætum viðskiptaháttum. Allt of margir bílaeigendur lenda í því að vera ranglega krafðir um vanrækslugjöld vegna þess að þeir greiddu ekki fyrir rétt stæði eða með réttu smáforrit. Fyrirkomulag innheimtu bílastæðagjalda er algjör frumskógur fyrir neytendur og það er ekki er hægt að líða. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Bílastæði Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Þau sjö ár sem ég sat í borgarstjórn gagnrýndi ég þann frumskóg sem bílastæðagjöld eru í Reykjavík. Ég lagði fram fjölmargar bókanir og tók málið oft upp á fundum. Í dag er staðan þannig að þeir sem eru sektaðir er ekki lengur gert viðvart um það með sektarmiða á framrúður bíla og fjölmörg fyrirtæki hafa fengið leyfi frá borginni til að sinna gjaldtöku. Hér verður að hafa í huga að bílastæðagjöld eru aðfararhæf að lögum og geta leitt til eignaupptöku. Skylda stjórnvalds til að tilkynna um sekt er því rík. Einkafyrirtækin sinna gjaldtökunni bæði vegna stæða við götur borgarinnar sem og í bílastæðahúsum, bæði ofan- og neðanjarðar. Bílastæðahúsin geta bæði verið í eigu borgarinnar og einkaaðila. En starfsemin ber öll einkenni neðanjarðarstarfsemi því eigendur bíla eiga vægast sagt erfitt með á átta sig á hvaða smáforrit þeir þurfa að hafa til að standa í skilum og sektirnar hrannast upp. Oft án þess að ökumaðurinn geri sér grein fyrir að hann hafi verið sektaður, hvað þá kominn í vanskil með tilheyrandi ofurkostnaði. Stjórnarflokkar og borgarstjórnarmeirihluti stilli saman strengi Núverandi ríkisstjórn hefur boðað að tekið verði á lagaumgjörð þessara mála. Reykjavíkurborg lætur sitt vondandi heldur ekki eftir liggja. Enda er þessi málaflokkur ekki síður á forræði borgarinnar og annarra sveitarfélaga þar sem það á við. Ástand þessara mála er ekki gott í Reykjavík og núverandi meirihluti í borginni mun örugglega bregðast við því. Fjölgun gjaldskyldusvæða leiðir til ásóknar í gjaldfrjáls stæði í grónum hverfum sem skapar óþægindi fyrir íbúa þar. Skortur er á upplýsingagjöf um verðlagningu og lengd gjaldtökutíma á stæðum í einkarekstri. Mörk einstakra innheimtufyrirtækja eru oft óljós; hvar eitt fyrirtæki ræður för og annað tekur við þannig að bíleigendum er vægast sagt vorkun. Ekkert þak á gjaldtökunni Þar sem einkafyrirtæki hafa yfirráð á stæðum er ekkert þak eða hámark á upphæð bílastæðagjalda eða á svo kölluðum þjónustu-eða vanrækslugjöldum. Gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum í einkaeigu lyktar af hreinni græðgi. Dæmi eru um að klukkutíminn kosti þúsund krónur á bílastæðum þar sem innheimt er allan sólarhringinn alla daga ársins. Hér er mikilvægt verkefni fyrir ríki og borg að vinna saman að. Það ætti að vera auðvelt þar sem sömu flokkar mynda ríkisstjórnina og sitja í meirihluta borgarstjórnar. Eitt af hlutverkum sveitarfélaga er að gæta hagsmuna íbúa gagnvart óréttmætum viðskiptaháttum. Allt of margir bílaeigendur lenda í því að vera ranglega krafðir um vanrækslugjöld vegna þess að þeir greiddu ekki fyrir rétt stæði eða með réttu smáforrit. Fyrirkomulag innheimtu bílastæðagjalda er algjör frumskógur fyrir neytendur og það er ekki er hægt að líða. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar