Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. ágúst 2025 06:27 Lögregla sinnti margvíslegum verkefnum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til vegna nágrannaerja, þar sem íbúi hafði teiknað hakakross á hurð annars íbúa. Engar frekari upplýsingar er að finna um málið í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en alls var 131 mál skráð í kerfi lögreglu og fjórir gistu fangageymslur í morgunsárið. Óskað var eftir aðstoð lögreglu á Reykjavíkurflugvelli vegna farþega sem var sagður æstur og ógnandi. Reyndist ómögulegt að ræða við hann sökum ölvunarástands og hann færður í fangaklefa. Þá var einnig óskað eftir aðstoð lögreglu vegna farþega leigubifreiðar sem stakk af án þess að borga og vegna ágreinings milli einstaklinga eftir árekstur á bílastæði. Einnig bárust tilkynningar um einstakling sem var sagður hafa unnið eignaspjöll á bifreið í miðborginni og tvo aðra sem voru sagðir hafa spennt upp hurð í fjölbýlishúsi og farið inn en í báðum tilvikum voru aðilar farnir þegar lögreglu bar að garði. Í umdæminu Hafnarfjörður-Garðabær-Álftanes var tilkynnt um tvo einstaklinga sem voru að reyna að komast inn í stigahús fjölbýlishúss en annar þeirra pissaði í horn á stigaganginum. Þeir voru á brott þegar lögregla kom að. Þá voru tveir aðrir handteknir fyrir að brjótast inn í stigahús, þar sem þeir brutu upp lyklabox. Í umdæminu Kópavogur-Breiðholt var einstaklingur handtekinn fyrir að trufla störf lögreglu en hann fór ekki að fyrirmælum og var beittur „varnarúða“. Úðinn var þrifinn af honum á lögreglustöð og hann látinn laus. Lögregla ræddi einnig við ungmenni og foreldra eftir að fyrrnefndu voru staðinn að því að skemma reiðhjól við leikvöll. Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna umferðaróhapps í umdæminu Grafarvogur-Mosfellsbær-Árbær þar sem ekið var á barn á hjóli. Það reyndist sem betur fer óslasað. Þá var eldur slökktur í bifreið. Lögreglumál Reykjavík Nágrannadeilur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Sjá meira
Engar frekari upplýsingar er að finna um málið í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en alls var 131 mál skráð í kerfi lögreglu og fjórir gistu fangageymslur í morgunsárið. Óskað var eftir aðstoð lögreglu á Reykjavíkurflugvelli vegna farþega sem var sagður æstur og ógnandi. Reyndist ómögulegt að ræða við hann sökum ölvunarástands og hann færður í fangaklefa. Þá var einnig óskað eftir aðstoð lögreglu vegna farþega leigubifreiðar sem stakk af án þess að borga og vegna ágreinings milli einstaklinga eftir árekstur á bílastæði. Einnig bárust tilkynningar um einstakling sem var sagður hafa unnið eignaspjöll á bifreið í miðborginni og tvo aðra sem voru sagðir hafa spennt upp hurð í fjölbýlishúsi og farið inn en í báðum tilvikum voru aðilar farnir þegar lögreglu bar að garði. Í umdæminu Hafnarfjörður-Garðabær-Álftanes var tilkynnt um tvo einstaklinga sem voru að reyna að komast inn í stigahús fjölbýlishúss en annar þeirra pissaði í horn á stigaganginum. Þeir voru á brott þegar lögregla kom að. Þá voru tveir aðrir handteknir fyrir að brjótast inn í stigahús, þar sem þeir brutu upp lyklabox. Í umdæminu Kópavogur-Breiðholt var einstaklingur handtekinn fyrir að trufla störf lögreglu en hann fór ekki að fyrirmælum og var beittur „varnarúða“. Úðinn var þrifinn af honum á lögreglustöð og hann látinn laus. Lögregla ræddi einnig við ungmenni og foreldra eftir að fyrrnefndu voru staðinn að því að skemma reiðhjól við leikvöll. Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna umferðaróhapps í umdæminu Grafarvogur-Mosfellsbær-Árbær þar sem ekið var á barn á hjóli. Það reyndist sem betur fer óslasað. Þá var eldur slökktur í bifreið.
Lögreglumál Reykjavík Nágrannadeilur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Sjá meira