Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2025 10:42 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, (t.h.) með Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, (t.v.) í Berlín í maí. Þeir hittast aftur í þýsku höfuðborginni í dag. AP/Markus Schreiber Stíf fundarhöld í aðdraganda fundar forseta Bandaríkjanna og Rússlands í Alaska eru á dagskrá í dag. Forseti Úkraínu er í Berlín til að ræða við evrópska ráðamenn sem eiga einnig stefnumót við Bandaríkjaforseta gegnum fjarfundarbúnað. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að hittast í Elmendorf-Richardson-herstöðinni við Anchorage í Alaska á föstudag. Umræðuefnið verður stríð Rússa í Úkraínu. Hvorki Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, né evrópskum leiðtogum var boðið til fundarins. Ráðamenn í Evrópu reyna nú hvað þeir geta að tryggja að raddir Úkraínumanna og Evrópu berist inn á fund gömlu kaldastríðsfjendanna. Trump, sem lofaði því á sínum tíma að hann næði að stöðva stríðið áður en hann tæki einu sinni við sem forseti, hefur ítrekað sýnt að hann hefur meiri samúð með málstað Rússa en aðrir vestrænir leiðtogar. Selenskíj er væntanlegur til fundar við Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag. Þeir verða saman á fjarfundi með öðrum evrópskum ráðamönnum, þar á meðal Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Í kjölfarið eiga að Evópumennirnir fjarfund með Trump og J.D. Vance, varaforseta hans. Eftir þann fund ætla bakhjarlar Úkraínu í Evrópu sem eru tilbúnir að tryggja öryggi Úkraínu þegar og ef vopnahlé næst að funda. Pútín gæti notfært sér staðarvalið fyrir fundinn Á meðal þess sem Selenskíj og evrópskir leiðtogar leggja áherslu á er að landamærum Úkraínu verði ekki breytt með valdi. Trump hefur aftur á móti sagt að Úkraínumenn þurfi líklega að gefa eftir landsvæði til þess að fá Rússa að samningaborðinu. Selenskíj segir ekki koma til greina að gefa austurhéraði Donbas upp á bátinn því Rússar notuðu það þá síðar sem stökkpall til frekari landvinninga. Í þessu ljósi setja sumir spurningarmerki við val Trump á fundarstað. Alaska var hluti af Rússlandi en Bandaríkin keyptu landsvæðið af rússneska keisaranum fyrir rúmri einni og hálfri öld. „Það er auðvelt að ímynda sér að Pútín beiti þeim rökum á þessum fundi með Trump að „Sjáðu til, landsvæði skipta um hendur. Við gáfum ykkur Alaska. Hvers vegna getur Úkraínu ekki gefið okkur hluta af landsvæði sínu?“,“ segir Nigel Gould-Davies, fyrrverandi sendiherra Breta í Belarús, við Sky-fréttastöðina. Ítrekað dregið Trump og aðra á asnaeyrunum Óljóst er hverju fundur Trump og Pútín í Alaska á að áorka. Trump hefur lýst fundinum sem „þreifingum“ til þess að meta friðarvilja rússneska starfsbróður síns. Ekkert hefur komið fram til þessa sem bendir til þess að Pútín sé tilbúinn að gefa afslátt af ítrustu kröfum sínum og markmiðum stríðsrekstursins í Úkraínu. Hann hefur ítrekað dregið Trump og aðra leiðtoga á asnaeyrunum með því að ýja að því að hann gæti fallist á vopnahlé. Hann lét til að mynda ekki sjá sig í Tyrklandi þegar Selenskíj sagðist tilbúinn að hitta hann þar til friðarviðræðna fyrr á þessu ári. Síðasta fundi Trump og Pútín, í Helsinki árið 2018, lýsti John McCain heitinn, þáverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokks og fyrrverandi forsetaframbjóði, sem skammarlegustu frammistöðu bandarísks forseta fyrr og síðar. Þá tók Trump afstöðu með Pútín fram yfir bandarísku leyniþjónustuna þegar hann var spurður að því hvort að Rússa hefðu haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að hittast í Elmendorf-Richardson-herstöðinni við Anchorage í Alaska á föstudag. Umræðuefnið verður stríð Rússa í Úkraínu. Hvorki Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, né evrópskum leiðtogum var boðið til fundarins. Ráðamenn í Evrópu reyna nú hvað þeir geta að tryggja að raddir Úkraínumanna og Evrópu berist inn á fund gömlu kaldastríðsfjendanna. Trump, sem lofaði því á sínum tíma að hann næði að stöðva stríðið áður en hann tæki einu sinni við sem forseti, hefur ítrekað sýnt að hann hefur meiri samúð með málstað Rússa en aðrir vestrænir leiðtogar. Selenskíj er væntanlegur til fundar við Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag. Þeir verða saman á fjarfundi með öðrum evrópskum ráðamönnum, þar á meðal Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Í kjölfarið eiga að Evópumennirnir fjarfund með Trump og J.D. Vance, varaforseta hans. Eftir þann fund ætla bakhjarlar Úkraínu í Evrópu sem eru tilbúnir að tryggja öryggi Úkraínu þegar og ef vopnahlé næst að funda. Pútín gæti notfært sér staðarvalið fyrir fundinn Á meðal þess sem Selenskíj og evrópskir leiðtogar leggja áherslu á er að landamærum Úkraínu verði ekki breytt með valdi. Trump hefur aftur á móti sagt að Úkraínumenn þurfi líklega að gefa eftir landsvæði til þess að fá Rússa að samningaborðinu. Selenskíj segir ekki koma til greina að gefa austurhéraði Donbas upp á bátinn því Rússar notuðu það þá síðar sem stökkpall til frekari landvinninga. Í þessu ljósi setja sumir spurningarmerki við val Trump á fundarstað. Alaska var hluti af Rússlandi en Bandaríkin keyptu landsvæðið af rússneska keisaranum fyrir rúmri einni og hálfri öld. „Það er auðvelt að ímynda sér að Pútín beiti þeim rökum á þessum fundi með Trump að „Sjáðu til, landsvæði skipta um hendur. Við gáfum ykkur Alaska. Hvers vegna getur Úkraínu ekki gefið okkur hluta af landsvæði sínu?“,“ segir Nigel Gould-Davies, fyrrverandi sendiherra Breta í Belarús, við Sky-fréttastöðina. Ítrekað dregið Trump og aðra á asnaeyrunum Óljóst er hverju fundur Trump og Pútín í Alaska á að áorka. Trump hefur lýst fundinum sem „þreifingum“ til þess að meta friðarvilja rússneska starfsbróður síns. Ekkert hefur komið fram til þessa sem bendir til þess að Pútín sé tilbúinn að gefa afslátt af ítrustu kröfum sínum og markmiðum stríðsrekstursins í Úkraínu. Hann hefur ítrekað dregið Trump og aðra leiðtoga á asnaeyrunum með því að ýja að því að hann gæti fallist á vopnahlé. Hann lét til að mynda ekki sjá sig í Tyrklandi þegar Selenskíj sagðist tilbúinn að hitta hann þar til friðarviðræðna fyrr á þessu ári. Síðasta fundi Trump og Pútín, í Helsinki árið 2018, lýsti John McCain heitinn, þáverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokks og fyrrverandi forsetaframbjóði, sem skammarlegustu frammistöðu bandarísks forseta fyrr og síðar. Þá tók Trump afstöðu með Pútín fram yfir bandarísku leyniþjónustuna þegar hann var spurður að því hvort að Rússa hefðu haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira