Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Aron Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2025 16:30 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir það skipta öllu máli fyrir sitt lið að búa að góðum stuðningi í komandi undankeppni HM eigi liðið að ná markmiðum sínum. Stuðningsmenn Ísland geti hjálpað liðinu gríðarlega. Í dag fór KSÍ af stað með mótsmiðasölu á heimaleiki Íslands í komandi undankeppni en innan við mánuður er í fyrsta leik liðsins í þeirri keppni, heimaleik gegn landsliði Azerbaíjan þann 5. september næstkomandi en auk Azerbaíjan er Ísland í riðli með Frakklandi og Úkraínu. Efsta lið hvers riðils tryggir sér sæti á HM í Bandaríkjunum á næsta ári. Liðið í öðru sæti fer í umspil. Miðasalan fer vel af stað og fram undan er fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars sem tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári. Hann spilaði sjálfur með íslenska landsliðinu á sínum tíma, þekkir sögu liðsins vel og veit hversu miklu máli góður stuðningur getur skipt. Klippa: „Skiptir öllu máli“ „Skiptir bara öllu máli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. „Völlurinn er, eins og þið sjáið núna, orðinn glæsilegur. Grasið nýtt og fallegt, búið að búa til smá gryfju stemningu. Í minningunni, og það gæti vel verið að ég hafi rangt fyrir mér, en í minningunni er langt síðan að við höfum haft alvöru heimavöll. Það hefur dofnað síðustu ár og maður finnur það svo vel, við höfum spilað þrjá erfiða útileiki í Kósóvó, Skotlandi og Norður Írlandi, hvað þetta gefur liðum aukinn kraft.“ Ef Ísland eigi að takast að komast á HM þurfi liðið áhorfendur í lið með sér. „Mér skilst að mótsmiðasalan hafi farið af stað í hádeginu og byrjað nokkuð vel þannig greinilega er áhuginn til staðar. En betur má ef duga skal. Við þurfum bara að fylla völlinn, í hvert einasta skipti, til að eiga góða möguleika á að komast á HM í Bandaríkjunum. Það jafnast ekkert á við upplifunina að koma á troðfullan Laugardalsvöll. Tilfinningin er sú að stuðningsmenn geti hreinlega öskra inn mark fyrir okkur sem og öskrað til að koma í veg fyrir að við fáum á okkur mörk, gert aðkomulið skelkað. Þetta er ákveðin gryfja, lítill og þéttur völlur sem tekur ekki 60-70 þúsund manns en Laugardalsvöllurinn, þegar að hann skartar sínu fegursta bæði inn á vellinum sem og í stúkunni, er sterkt vígi sem hefur hjálpað okkur. Við hefðum ekkert komist inn á þessi stórmót án þess að hafa þennan skemmtilega og þétta völl.“ Landslið karla í fótbolta KSÍ HM 2026 í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Í dag fór KSÍ af stað með mótsmiðasölu á heimaleiki Íslands í komandi undankeppni en innan við mánuður er í fyrsta leik liðsins í þeirri keppni, heimaleik gegn landsliði Azerbaíjan þann 5. september næstkomandi en auk Azerbaíjan er Ísland í riðli með Frakklandi og Úkraínu. Efsta lið hvers riðils tryggir sér sæti á HM í Bandaríkjunum á næsta ári. Liðið í öðru sæti fer í umspil. Miðasalan fer vel af stað og fram undan er fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars sem tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári. Hann spilaði sjálfur með íslenska landsliðinu á sínum tíma, þekkir sögu liðsins vel og veit hversu miklu máli góður stuðningur getur skipt. Klippa: „Skiptir öllu máli“ „Skiptir bara öllu máli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. „Völlurinn er, eins og þið sjáið núna, orðinn glæsilegur. Grasið nýtt og fallegt, búið að búa til smá gryfju stemningu. Í minningunni, og það gæti vel verið að ég hafi rangt fyrir mér, en í minningunni er langt síðan að við höfum haft alvöru heimavöll. Það hefur dofnað síðustu ár og maður finnur það svo vel, við höfum spilað þrjá erfiða útileiki í Kósóvó, Skotlandi og Norður Írlandi, hvað þetta gefur liðum aukinn kraft.“ Ef Ísland eigi að takast að komast á HM þurfi liðið áhorfendur í lið með sér. „Mér skilst að mótsmiðasalan hafi farið af stað í hádeginu og byrjað nokkuð vel þannig greinilega er áhuginn til staðar. En betur má ef duga skal. Við þurfum bara að fylla völlinn, í hvert einasta skipti, til að eiga góða möguleika á að komast á HM í Bandaríkjunum. Það jafnast ekkert á við upplifunina að koma á troðfullan Laugardalsvöll. Tilfinningin er sú að stuðningsmenn geti hreinlega öskra inn mark fyrir okkur sem og öskrað til að koma í veg fyrir að við fáum á okkur mörk, gert aðkomulið skelkað. Þetta er ákveðin gryfja, lítill og þéttur völlur sem tekur ekki 60-70 þúsund manns en Laugardalsvöllurinn, þegar að hann skartar sínu fegursta bæði inn á vellinum sem og í stúkunni, er sterkt vígi sem hefur hjálpað okkur. Við hefðum ekkert komist inn á þessi stórmót án þess að hafa þennan skemmtilega og þétta völl.“
Landslið karla í fótbolta KSÍ HM 2026 í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira