Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2025 18:33 Beate Gangås, yfirmaður PST, og Nils Andreas Stensønes, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar. EPA Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússneskir tölvuþrjótar beri ábyrgð á árás á stíflu þar í landi í apríl. Yfirmaður norsku leyniþjónustunnar segir Rússland helstu ógnina sem steðji að Noregi en talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi Norðmenn harðlega í dag fyrir meinta hervæðingu Svalbarða. Nokkrir háttsettir norskir embættismenn sóttu í dag ráðstefnu þar sem fjallað var um fjölþáttaógnir frá Rússlandi og hvort Noregur væri í raun í stríði, samkvæmt frétt VG. Beate Gangås, yfirmaður PST, var meðal þeirra sem sótti ráðstefnuna en hún sagði Rússa hafa gert áðurnefnda árás á kerfi stíflu í Noregi í apríl. Eftir að tölvuþrjótarnir tóku yfir stífluna opnuðu þeir fyrir vatnsflæði úr henni, sem tók fjóra tíma að stöðva. Hún sagði markmiðið ekki endilega að valda tjóni eða mannfalli, heldur vildu Rússar sýna hvers megnugir þeir væru og valda ótta. Þá sagði hún að tölvu- og fjölþáttaógnum Rússa á Vesturlöndum færi fjölgandi. Enn fremur sagði Gangås að rússneskir nágrannar Norðmanna væru að orðnir hættulegri en áður. Nils Andreas Stensønes, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar sem sótti einnig ráðstefnuna, sagði Norðmenn ekki í stríði en hélt því fram að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, teldi sig í stöðugum átökum við Vesturlönd. Hann sagði einnig að Rússland væri helsta ógnin sem Norðmenn stæðu frammi fyrir þessa dagana. Rússar hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir, skemmdarverk, banatilræði og aðrar fjölþáttaógnir á Vesturlöndum. Saka Norðmenn enn um hervæðingu Svalbarða Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi ráðamenn í Noregi harðlega á blaðamannafundi í morgun og sakaði þá um hervæðingu Svalbarða. Hann sagði einnig að Norðmenn væru að „skapa andrúmsloft ágreinings“ í eyjaklasanum og auka spennu á norðurslóðum, samkvæmt frétt rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins. Hann sakaði Norðmenn einnig um að auka spennu á norðurslóðum og vísaði meðal annars til refsiaðgerða gegn Rússlandi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti fyrr á árinu að fjölga ætti rússneskum hermönnum á norðurslóðum og sakaði á sama tíma aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu þar. Meðal annars vísaði hann til refsiaðgerða og sagði að Rússar, sem stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Sjá einnig: Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Norðmenn tóku nýverið þá ákvörðun að loka norskum höfnum fyrir skipum úr hinum svokallaða „skuggaflota“ Rússlands, sem notaður hefur verið til að komast hjá refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þær aðgerðir tóku gildi á mánudaginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Rússlandi láta ummæli sem þessi falla en þeir gerðu það til að mynda einnig í mars. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Svalbarði er eins og flestir vita eyjaklasi í Íshafi en Noregur fer með fullveldisréttindi þar samkvæmt Svalbarðasamningnum. Aðildarríki samningsins eru 46 talsins og er Ísland þar á meðal. Samningurinn segir til um að ekki megi byggja varnarvirki eða flotastöðvar og að ekki megi nota Svalbarða í hernaðarlegum tilgangi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands sagði að þessi meinta hervæðing Svalbarða færi gegn samningnum og væri alfarið óásættanleg. Noregur Rússland Hernaður Norðurslóðir NATO Vladimír Pútín Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Nokkrir háttsettir norskir embættismenn sóttu í dag ráðstefnu þar sem fjallað var um fjölþáttaógnir frá Rússlandi og hvort Noregur væri í raun í stríði, samkvæmt frétt VG. Beate Gangås, yfirmaður PST, var meðal þeirra sem sótti ráðstefnuna en hún sagði Rússa hafa gert áðurnefnda árás á kerfi stíflu í Noregi í apríl. Eftir að tölvuþrjótarnir tóku yfir stífluna opnuðu þeir fyrir vatnsflæði úr henni, sem tók fjóra tíma að stöðva. Hún sagði markmiðið ekki endilega að valda tjóni eða mannfalli, heldur vildu Rússar sýna hvers megnugir þeir væru og valda ótta. Þá sagði hún að tölvu- og fjölþáttaógnum Rússa á Vesturlöndum færi fjölgandi. Enn fremur sagði Gangås að rússneskir nágrannar Norðmanna væru að orðnir hættulegri en áður. Nils Andreas Stensønes, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar sem sótti einnig ráðstefnuna, sagði Norðmenn ekki í stríði en hélt því fram að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, teldi sig í stöðugum átökum við Vesturlönd. Hann sagði einnig að Rússland væri helsta ógnin sem Norðmenn stæðu frammi fyrir þessa dagana. Rússar hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir, skemmdarverk, banatilræði og aðrar fjölþáttaógnir á Vesturlöndum. Saka Norðmenn enn um hervæðingu Svalbarða Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi ráðamenn í Noregi harðlega á blaðamannafundi í morgun og sakaði þá um hervæðingu Svalbarða. Hann sagði einnig að Norðmenn væru að „skapa andrúmsloft ágreinings“ í eyjaklasanum og auka spennu á norðurslóðum, samkvæmt frétt rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins. Hann sakaði Norðmenn einnig um að auka spennu á norðurslóðum og vísaði meðal annars til refsiaðgerða gegn Rússlandi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti fyrr á árinu að fjölga ætti rússneskum hermönnum á norðurslóðum og sakaði á sama tíma aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu þar. Meðal annars vísaði hann til refsiaðgerða og sagði að Rússar, sem stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Sjá einnig: Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Norðmenn tóku nýverið þá ákvörðun að loka norskum höfnum fyrir skipum úr hinum svokallaða „skuggaflota“ Rússlands, sem notaður hefur verið til að komast hjá refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þær aðgerðir tóku gildi á mánudaginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Rússlandi láta ummæli sem þessi falla en þeir gerðu það til að mynda einnig í mars. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Svalbarði er eins og flestir vita eyjaklasi í Íshafi en Noregur fer með fullveldisréttindi þar samkvæmt Svalbarðasamningnum. Aðildarríki samningsins eru 46 talsins og er Ísland þar á meðal. Samningurinn segir til um að ekki megi byggja varnarvirki eða flotastöðvar og að ekki megi nota Svalbarða í hernaðarlegum tilgangi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands sagði að þessi meinta hervæðing Svalbarða færi gegn samningnum og væri alfarið óásættanleg.
Noregur Rússland Hernaður Norðurslóðir NATO Vladimír Pútín Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira