Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. ágúst 2025 22:10 Sigríður Mogensen er sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Aukin viðskipti Íslendinga við bandarísk gervigreindarfyrirtæki gætu orðið lykillinn að því að fá bandaríska tolla á íslenskar vörur fellda niður eða lækkaða. Þetta segir sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, sem kallar eftir því að stjórnvöld skipi sérstaka sendinefnd með fulltrúum einkageirans og hins opinbera, til að semja við Bandaríkjastjórn. Fimmtán prósenta tollar á vörur fluttar frá Íslandi til Bandaríkjanna tóku gildi á fimmtudag í síðustu viku, en ráðherrar hafa sagt til skoðunar hvernig hægt sé að bregðast við og ná samkomulagi við Bandaríkin um lækkun eða afnám tollanna. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir viðskiptatækifæri til staðar sem geti liðkað fyrir lækkun tollanna, sem hafi verið settir á vegna meints viðskiptahalla sem Bandaríkjamenn telji sér í óhag. Tækifærin felist meðal annars í möguleikanum á að íslensk gagnaver þjónusti bandarísk gervigreindarfyrirtæki í auknum mæli. Til að forsendur til aukinna viðskipta á þessu sviði skapist þurfi íslenskur iðnaður og stjórnvöld að snúa bökum saman. „Og Ísland hefur fram að færa græna raforku, ákjósanlegt loftslag fyrir vinnslu gervigreindar og annað. Þetta eru ekki nýjar hugmyndir. En núna þurfum við að hugsa út fyrir boxið og skoða hvort við getum mögulega tengt þessi tækifæri við fyrirhugaðar samningaviðræður, sem verða vonandi sem fyrst við Bandaríkjastjórn um hugsanlega lækkun tolla,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Samtal við stjórnvöld sé hafið, en útfæra þurfi næstu skref. „Eitt af því sem við höfum kallað eftir í samtölum við stjórnvöld er að það verði jafnvel sett einhverskonar samninganefnd af stað, með aðilum úr einkageiranum og frá hinu opinbera. Þetta er bara risastórt hagsmunamál fyrir Ísland.“ Stjórnvöld þurfi að setja púður í að kortleggja tækifærin í þessum efnum og sjá hvað hægt sé að koma með að borðinu, nú þegar fjöldi ríkja bíði þess að ná samkomulagi við Bandaríkin um lækkun eða afnám tolla. „Þá gæti það mögulega þýtt að við komumst framar í röðina.“ Skattar og tollar Bandaríkin Gervigreind Efnahagsmál Tengdar fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. 12. ágúst 2025 21:01 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Fimmtán prósenta tollar á vörur fluttar frá Íslandi til Bandaríkjanna tóku gildi á fimmtudag í síðustu viku, en ráðherrar hafa sagt til skoðunar hvernig hægt sé að bregðast við og ná samkomulagi við Bandaríkin um lækkun eða afnám tollanna. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir viðskiptatækifæri til staðar sem geti liðkað fyrir lækkun tollanna, sem hafi verið settir á vegna meints viðskiptahalla sem Bandaríkjamenn telji sér í óhag. Tækifærin felist meðal annars í möguleikanum á að íslensk gagnaver þjónusti bandarísk gervigreindarfyrirtæki í auknum mæli. Til að forsendur til aukinna viðskipta á þessu sviði skapist þurfi íslenskur iðnaður og stjórnvöld að snúa bökum saman. „Og Ísland hefur fram að færa græna raforku, ákjósanlegt loftslag fyrir vinnslu gervigreindar og annað. Þetta eru ekki nýjar hugmyndir. En núna þurfum við að hugsa út fyrir boxið og skoða hvort við getum mögulega tengt þessi tækifæri við fyrirhugaðar samningaviðræður, sem verða vonandi sem fyrst við Bandaríkjastjórn um hugsanlega lækkun tolla,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Samtal við stjórnvöld sé hafið, en útfæra þurfi næstu skref. „Eitt af því sem við höfum kallað eftir í samtölum við stjórnvöld er að það verði jafnvel sett einhverskonar samninganefnd af stað, með aðilum úr einkageiranum og frá hinu opinbera. Þetta er bara risastórt hagsmunamál fyrir Ísland.“ Stjórnvöld þurfi að setja púður í að kortleggja tækifærin í þessum efnum og sjá hvað hægt sé að koma með að borðinu, nú þegar fjöldi ríkja bíði þess að ná samkomulagi við Bandaríkin um lækkun eða afnám tolla. „Þá gæti það mögulega þýtt að við komumst framar í röðina.“
Skattar og tollar Bandaríkin Gervigreind Efnahagsmál Tengdar fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. 12. ágúst 2025 21:01 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. 12. ágúst 2025 21:01