Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 09:01 Gylfi Þór Sigurðsson tekur aukaspyrnu í fyrri leiknum en Bröndby menn gera allt til að verjast henni. Vísir/Diego Víkingar eru í mjög góðri stöðu til að skrifa í kvöld nýjan kafla í sögu íslenska fótboltans. 3-0 yfir eftir fyrri leikinn á móti Bröndby og mega tapa með tveimur mörkum á Bröndby leikvanginum. Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei unnið Danmörku hjá A-landsliðum (í 25 tilraunum) og íslenskt félag hefur aldrei slegið danskt félag út úr Evrópukeppni. Víkingar geta breytt annarri þessari staðreynd í kvöld. Í boði er sæti í umspili Sambandsdeildarinnar. Þetta er í tíunda skiptið sem íslensk og dönsk félög mætast í Evrópukeppni og íslensk lið hafa hingað til aldrei komist áfram. Tvisvar hafa íslensku liðin fallið úr leik á útivallarmörkum og einu sinni í framlengingu. Nú síðast sló Silkeborg KA-menn út úr Sambandsdeildinni fyrr í sumar eftir framlengdan leik á Akureyri. Fyrst mætti íslenskt lið dönsku liði í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1980. Framarar töpuðu þá fyrri leiknum á móti Hvidovre 1-0 á útivelli og voru því alls ekki í slæmri stöðu. Hvidovre mætti hins vegar í Laugardalinn og vann seinni leikinn 2-0. Það liðu síðan tuttugu ár síðan íslensk og dönsk félög drógust aftur saman en það var þegar Bröndby mætti KR í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar sumarið 2000. Bröndby vann fyrri leikinn 3-1 á heimavelli og markalaust jafntefli varð í seinni leiknum sem var spilaður á Laugardalsvellinum. Síðan hafa Skagamenn, Valsmenn, Keflvíkingar, Stjörnumenn og Blikar reynt fyrir sér á móti Dönum en án árangurs. Minnstu munaði hjá Skagamönnum 2006 og hjá Keflvíkingum 2007. Skagamenn unnu seinni leikinn á móti Randers en féllu út á útivallarmörkum og sömu sögu er að segja af Keflvíkingum á móti Midtjylland 2008. Keflavík vann fyrri leikinn 3-2 en tapaði 2-1 í leiknum úti í Danmörku. Bröndby er að mæta íslensku liði í fjórða sinn og hafði fyrir leikinn í Víkinni í síðustu viku aldrei tapað leik á móti íslensku liðu. Fjórir sigrar, tvö jafntefli og þrettán mörk í plús í markatölu (16-3). Fyrir níu árum slógu Bröndby menn Valsara út 10-1 samanlagt eftir 6-0 sigur í seinni leiknum. Nú er sem betur fer öldin önnur og íslensku félögin hafa brúað bilið. Víkingar náðu í þennan fyrsta sigur með glæsibrag og nú er komið að því í kvöld að henda dönsku liði út úr keppni í fyrsta sinn í sögunni. Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei unnið Danmörku hjá A-landsliðum (í 25 tilraunum) og íslenskt félag hefur aldrei slegið danskt félag út úr Evrópukeppni. Víkingar geta breytt annarri þessari staðreynd í kvöld. Í boði er sæti í umspili Sambandsdeildarinnar. Þetta er í tíunda skiptið sem íslensk og dönsk félög mætast í Evrópukeppni og íslensk lið hafa hingað til aldrei komist áfram. Tvisvar hafa íslensku liðin fallið úr leik á útivallarmörkum og einu sinni í framlengingu. Nú síðast sló Silkeborg KA-menn út úr Sambandsdeildinni fyrr í sumar eftir framlengdan leik á Akureyri. Fyrst mætti íslenskt lið dönsku liði í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1980. Framarar töpuðu þá fyrri leiknum á móti Hvidovre 1-0 á útivelli og voru því alls ekki í slæmri stöðu. Hvidovre mætti hins vegar í Laugardalinn og vann seinni leikinn 2-0. Það liðu síðan tuttugu ár síðan íslensk og dönsk félög drógust aftur saman en það var þegar Bröndby mætti KR í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar sumarið 2000. Bröndby vann fyrri leikinn 3-1 á heimavelli og markalaust jafntefli varð í seinni leiknum sem var spilaður á Laugardalsvellinum. Síðan hafa Skagamenn, Valsmenn, Keflvíkingar, Stjörnumenn og Blikar reynt fyrir sér á móti Dönum en án árangurs. Minnstu munaði hjá Skagamönnum 2006 og hjá Keflvíkingum 2007. Skagamenn unnu seinni leikinn á móti Randers en féllu út á útivallarmörkum og sömu sögu er að segja af Keflvíkingum á móti Midtjylland 2008. Keflavík vann fyrri leikinn 3-2 en tapaði 2-1 í leiknum úti í Danmörku. Bröndby er að mæta íslensku liði í fjórða sinn og hafði fyrir leikinn í Víkinni í síðustu viku aldrei tapað leik á móti íslensku liðu. Fjórir sigrar, tvö jafntefli og þrettán mörk í plús í markatölu (16-3). Fyrir níu árum slógu Bröndby menn Valsara út 10-1 samanlagt eftir 6-0 sigur í seinni leiknum. Nú er sem betur fer öldin önnur og íslensku félögin hafa brúað bilið. Víkingar náðu í þennan fyrsta sigur með glæsibrag og nú er komið að því í kvöld að henda dönsku liði út úr keppni í fyrsta sinn í sögunni.
Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira