Handbolti

Bein út­sending: Dan­mörk - Ís­land | Tekst strákunum að stöðva danska storminn?

Sindri Sverrisson skrifar
Andri Erlingsson sækir að spænsku vörninni í sigrinum sem kom Íslandi í 8-liða úrslitin.
Andri Erlingsson sækir að spænsku vörninni í sigrinum sem kom Íslandi í 8-liða úrslitin. IHF

Sæti í undanúrslitum HM er í húfi í dag þegar Ísland og Danmörk mætast í Egyptalandi, á heimsmeistaramóti U19-landsliða karla í handbolta. Beina útsendingu frá leiknum má sjá á Vísi.

Strákarnir okkar komu sér í 8-liða úrslitin með hádramatískum sigri gegn Spáni en þurfa nú að eiga við Dani sem ekki hafa tapað leik á mótinu til þessa. Danmörk er nú þegar ríkjandi heimsmeistari A-landsliða og U21-landsliða, og freistar þess að fullkomna þrennuna í Egyptalandi.

Leikurinn hefst klukkan 14 að íslenskum tíma og er sýndur í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×