Sárt tap gegn Dönum á HM Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2025 15:26 Ágúst Guðmundsson er markahæsti maður Íslands á HM. IHF Eftir hetjulega baráttu og að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik urðu strákarnir okkar í íslenska U19-landsliðinu í handbolta að játa sig sigraða gegn Dönum á HM í Egyptalandi í dag, 32-30. Íslensku strákarnir komu sér í 8-liða úrslitin með hádramatískum sigri gegn Spáni en urðu að lokum að játa sig sigraða gegn Dönum sem ekki hafa tapað leik á mótinu til þessa. Danmörk er nú þegar ríkjandi heimsmeistari A-landsliða og U21-landsliða, og freistar þess að fullkomna þrennuna í Egyptalandi. Ísland spilar hins vegar um 5.-8. sæti. Lengi vel leit þó út fyrir að Ísland næði að slá Dani út í dag og koma sér í undanúrslitin. Staðan var til að mynda 17-12 í hálfleik eftir frábæra byrjun íslenska liðsins sem komst meðal annars í 6-3 og 12-7. Leikhlé Dana virtist lítið hjálpa og munurinn var fimm mörk í hálfleik eins og fyrr segir. Í fyrsta sinn undir þegar þrettán mínútur voru eftir Danir komu hins vegar sterkari til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Ágúst Guðmundsson hjó á hnútinn fyrir íslenska liðið og jók muninn í 18-15 en áfram héldu Danir og minnkuðu muninn í eitt mark, 19-18, þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Íslenska liðið tók þá leikhlé og skoraði mark í kjölfarið en skömmu síðar voru Danir loks búnir að jafna og komast yfir, þegar enn voru þrettán mínútur eftir. Danir komust svo mest fimm mörkum yfir, 30-25, en Íslendingar neituðu að játa sig sigraða. Þeir skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk þegar enn var ein og hálf mínúta til leiksloka. Danir tóku þá leikhlé, skoruðu strax í kjölfarið og unnu að lokum sigur. Í keppni um fimmta til áttunda sæti Það verður því Danmörk sem spilar í undanúrslitum á morgun við sigurliðið úr leik Þýskalands og Ungverjalands. Ísland spilar hins vegar við tapliðið úr þeim leik og setur nú stefnuna á að ná 5. sæti mótsins. Ágúst Guðmundsson og Garðar Ingi Sindrason voru markahæstir Íslands í dag með átta mörk hvor og Dagur Árni Heimisson skoraði sex. Leikurinn var í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rDP_5Z_K07Y">watch on YouTube</a> Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Íslensku strákarnir komu sér í 8-liða úrslitin með hádramatískum sigri gegn Spáni en urðu að lokum að játa sig sigraða gegn Dönum sem ekki hafa tapað leik á mótinu til þessa. Danmörk er nú þegar ríkjandi heimsmeistari A-landsliða og U21-landsliða, og freistar þess að fullkomna þrennuna í Egyptalandi. Ísland spilar hins vegar um 5.-8. sæti. Lengi vel leit þó út fyrir að Ísland næði að slá Dani út í dag og koma sér í undanúrslitin. Staðan var til að mynda 17-12 í hálfleik eftir frábæra byrjun íslenska liðsins sem komst meðal annars í 6-3 og 12-7. Leikhlé Dana virtist lítið hjálpa og munurinn var fimm mörk í hálfleik eins og fyrr segir. Í fyrsta sinn undir þegar þrettán mínútur voru eftir Danir komu hins vegar sterkari til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Ágúst Guðmundsson hjó á hnútinn fyrir íslenska liðið og jók muninn í 18-15 en áfram héldu Danir og minnkuðu muninn í eitt mark, 19-18, þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Íslenska liðið tók þá leikhlé og skoraði mark í kjölfarið en skömmu síðar voru Danir loks búnir að jafna og komast yfir, þegar enn voru þrettán mínútur eftir. Danir komust svo mest fimm mörkum yfir, 30-25, en Íslendingar neituðu að játa sig sigraða. Þeir skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk þegar enn var ein og hálf mínúta til leiksloka. Danir tóku þá leikhlé, skoruðu strax í kjölfarið og unnu að lokum sigur. Í keppni um fimmta til áttunda sæti Það verður því Danmörk sem spilar í undanúrslitum á morgun við sigurliðið úr leik Þýskalands og Ungverjalands. Ísland spilar hins vegar við tapliðið úr þeim leik og setur nú stefnuna á að ná 5. sæti mótsins. Ágúst Guðmundsson og Garðar Ingi Sindrason voru markahæstir Íslands í dag með átta mörk hvor og Dagur Árni Heimisson skoraði sex. Leikurinn var í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rDP_5Z_K07Y">watch on YouTube</a>
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira