Innlent

Grunaðir um hópárás með kylfu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Meint atvik eru sögð hafa átt sér stað fyrir utan Krambúðina við Borgarbraut, Akureyri
Meint atvik eru sögð hafa átt sér stað fyrir utan Krambúðina við Borgarbraut, Akureyri Já.is

Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem mun hafa beinst að einum manni á Akureyri árið 2023. Einn þeirra er sagður hafa beitt kylfu við árásina.

Meint árás er sögð hafa átt sér stað fyrir utan Krambúðina við Borgarbraut, Akureyri, í lok febrúarmánaðar 2023.

Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að tveir þremenningana hafi ráðist á manninn með ítrekuðum höggum og spörkum í höfuð og búk meðan hann lá í jörðinni. Þriðji árásarmaðurinn hafi svo slegið hann þrisvar sinnum með kylfu í líkamann.

Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið ýmsa áverka. Hann „hlaut brot í þvertindum á lendhryggjarliðum, mar neðarlega á baki á hrygg og að síðu, skrámur á bak, skrámur og fleiður á hnúum beggja handa, skrámu og eymsli í hægra hné og margúl og fleiður á höfuð“.

Héraðsdómur norðurlands eystra mun dæma í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×