Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir skrifa 15. ágúst 2025 18:01 Í síbreytilegu og oft krefjandi umhverfi ferðaþjónustunnar gegnir öryggismenning lykilhlutverki í að tryggja sem best velferð bæði starfsfólks og gesta. Til að öryggismenning verði lifandi hluti af starfsemi fyrirtækja þarf skýra og stöðuga forystu. Stjórnendur gegna lykilhlutverki með því að, sýna gott fordæmi í daglegum ákvörðunum og skapa menningu þar sem öryggi og velferð er ekki aukaatriði heldur hluti af kjarna starfseminnar. Þegar allt starfsfólk leggst á eitt og vinnur saman að því að koma sér og gestum sínum heilum heim alla daga, verður öryggismenning að sameiginlegu verkefni sem styrkir fyrirtækið innan frá. Öryggismenning felur í sér sameiginleg viðhorf, gildi og hegðun sem móta skilning, umræðu um og framkvæmd á öryggismálum innan fyrirtækja. Hún endurspeglar hversu djúpt öryggisvitund er rótgróin starfseminni – hvort sem um ræðir viðbrögð við óvæntum atvikum eða daglegar venjur. Sterk öryggismenning byggir á trausti, opnum samskiptum og virku samstarfi, þar sem allt starfsfólk ber ábyrgð og tekur virkan þátt í að skapa öruggt starfsumhverfi. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem rækta öryggismenningu uppskera margvíslegan og varanlegan ávinning. Þegar öryggi er samþætt menningu fyrirtækisins styrkist innri samstaða og ábyrgðartilfinning starfsfólks, sem leiðir til betri samvinnu og skilvirkari vinnubragða. Slík menning stuðlar að færri atvikum og slysum, sem hefur bein áhrif á rekstrarkostnað og dregur úr fjárhagslegri áhættu. Auk þess eykst starfsánægja þegar starfsfólk finnur að öryggi þess er virt og að þau geti tjáð sig um áhættur og umbætur án ótta við afleiðingar. Með því að byggja upp öryggismenningu sem grundvallarstoð í rekstrinum geta stjórnendur skapað stöðugleika og sjálfbærni í rekstri, sem skilar sér í auknum árangri til lengri tíma. En hvernig byggjum við upp öfluga öryggismenningu? Stjórnendur þurfa að leggja áherslu á fræðslu og þjálfun þar sem öryggisvitund er efld og viðbrögð við áhættu skýrð og æfð. Móta þarf starfsumhverfi þar sem ekki er refsað fyrir mistök heldur þau nýtt sem tækifæri til lærdóms og umbóta. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur tekið saman sex hagnýt ráð sem styðja stjórnendur í ferðaþjónustu í að efla öryggi sem órjúfanlegan hluta af daglegri starfsemi – sjá stuðningsefni inni á haefni.is/studningsefni/oryggismenningu. Á síðunni okkar er einnig yfirlit yfir fjölbreytt námskeið um öryggismál fyrir ferðaþjónustuna -https://haefni.is/nam-og-namskeid/fraedslugatt/. Öryggismenning verður ekki innleidd með einni stefnu eða verkferlum á blaði, hún þarf að þróast í gegnum stöðugt samtal, virka þátttöku og skuldbindingu allra innan fyrirtækisins alla daga, allt árið um kring. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem sýna forystu í öryggismálum og rækta menningu þar sem öryggi og velferð eru sameiginleg ábyrgð, eru betur í stakk búin til að takast á við óvæntar aðstæður, byggja upp traust og skapa sjálfbæran vöxt. Höfundar eru Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggi á ferðamannastöðum Slysavarnir Ferðaþjónusta Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í síbreytilegu og oft krefjandi umhverfi ferðaþjónustunnar gegnir öryggismenning lykilhlutverki í að tryggja sem best velferð bæði starfsfólks og gesta. Til að öryggismenning verði lifandi hluti af starfsemi fyrirtækja þarf skýra og stöðuga forystu. Stjórnendur gegna lykilhlutverki með því að, sýna gott fordæmi í daglegum ákvörðunum og skapa menningu þar sem öryggi og velferð er ekki aukaatriði heldur hluti af kjarna starfseminnar. Þegar allt starfsfólk leggst á eitt og vinnur saman að því að koma sér og gestum sínum heilum heim alla daga, verður öryggismenning að sameiginlegu verkefni sem styrkir fyrirtækið innan frá. Öryggismenning felur í sér sameiginleg viðhorf, gildi og hegðun sem móta skilning, umræðu um og framkvæmd á öryggismálum innan fyrirtækja. Hún endurspeglar hversu djúpt öryggisvitund er rótgróin starfseminni – hvort sem um ræðir viðbrögð við óvæntum atvikum eða daglegar venjur. Sterk öryggismenning byggir á trausti, opnum samskiptum og virku samstarfi, þar sem allt starfsfólk ber ábyrgð og tekur virkan þátt í að skapa öruggt starfsumhverfi. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem rækta öryggismenningu uppskera margvíslegan og varanlegan ávinning. Þegar öryggi er samþætt menningu fyrirtækisins styrkist innri samstaða og ábyrgðartilfinning starfsfólks, sem leiðir til betri samvinnu og skilvirkari vinnubragða. Slík menning stuðlar að færri atvikum og slysum, sem hefur bein áhrif á rekstrarkostnað og dregur úr fjárhagslegri áhættu. Auk þess eykst starfsánægja þegar starfsfólk finnur að öryggi þess er virt og að þau geti tjáð sig um áhættur og umbætur án ótta við afleiðingar. Með því að byggja upp öryggismenningu sem grundvallarstoð í rekstrinum geta stjórnendur skapað stöðugleika og sjálfbærni í rekstri, sem skilar sér í auknum árangri til lengri tíma. En hvernig byggjum við upp öfluga öryggismenningu? Stjórnendur þurfa að leggja áherslu á fræðslu og þjálfun þar sem öryggisvitund er efld og viðbrögð við áhættu skýrð og æfð. Móta þarf starfsumhverfi þar sem ekki er refsað fyrir mistök heldur þau nýtt sem tækifæri til lærdóms og umbóta. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur tekið saman sex hagnýt ráð sem styðja stjórnendur í ferðaþjónustu í að efla öryggi sem órjúfanlegan hluta af daglegri starfsemi – sjá stuðningsefni inni á haefni.is/studningsefni/oryggismenningu. Á síðunni okkar er einnig yfirlit yfir fjölbreytt námskeið um öryggismál fyrir ferðaþjónustuna -https://haefni.is/nam-og-namskeid/fraedslugatt/. Öryggismenning verður ekki innleidd með einni stefnu eða verkferlum á blaði, hún þarf að þróast í gegnum stöðugt samtal, virka þátttöku og skuldbindingu allra innan fyrirtækisins alla daga, allt árið um kring. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem sýna forystu í öryggismálum og rækta menningu þar sem öryggi og velferð eru sameiginleg ábyrgð, eru betur í stakk búin til að takast á við óvæntar aðstæður, byggja upp traust og skapa sjálfbæran vöxt. Höfundar eru Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar