Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson og Anna Steinsen skrifa 16. ágúst 2025 12:00 Þann 15. ágúst 2025 voru liðin fjögur ár frá því að talíbanar náðu völdum í Afganistan og hófu markvisst að afnema réttindi kvenna og stúlkna. Á þessum tíma hefur samfélag þar sem konur höfðu réttindi og tóku þátt á ýmsum sviðum umbreyst í samfélag þar sem konur eru nær alfarið útilokaðar úr opinberu lífi og mega ekki ferðast. Í reynd hafa talíbanar þurrkað út nær öll réttindi afganskra kvenna og stúlkna. Áður en talíbanar tóku aftur völd 2021 voru afganskar konur ríflega fjórðungur þingmanna og um svipað hlutfall opinbers starfsfólks voru konur. Stúlkur gátu sótt framhaldsnám og sérstakt jafnréttismálaráðuneyti var starfandi. Þessi framfaraskref hurfu á einu augabragði, jafnréttismálaráðuneytið var lagt niður um leið og talíbanar komust til valda og konum var beinlínis skipað að snúa ekki aftur til starfa hjá hinu opinbera. Í kjölfarið hafa grundvallarmannréttindi kvenna verið tekin burtu, eitt af öðru, með kerfisbundnum hætti. Talíbanar hafa nú bannað stúlkum að sækja skóla eftir 6. bekk, rekið konur úr flestum störfum, þar á meðal störfum hjá alþjóðlegum hjálparsamtökum, og neitað þeim um sjálfsákvörðunarrétt í ferðalögum, klæðavali og jafnvel í tómstundum. Í raun jafngildir þetta alvarlegri mannréttindabrotum gegn konum og stúlkum, sem ekki aðeins sviptir þær frelsi og tækifærum heldur grefur líka undan framtíð þjóðarinnar sjálfrar. Nýjustu gögn frá UN Women varpa skýru ljósi á þá skelfilegu stöðu sem nú er komin upp. Samkvæmt Afghanistan Gender Index 2024 skýrslunni hafa konur í Afganistan nú einungis náð 17% af mögulegum réttindum sínum og tækifærum – samanborið við 60% að meðaltali hjá konum á heimsvísu. Afganistan er þar með næstneðsta land í heiminum í jafnréttismálum á eftir Jemen. Þessar tölur eru staðreyndir sem endurspegla líf milljóna kvenna og stúlkna sem hafa máttlitla rödd í samfélaginu. Nokkur lykilatriði úr skýrslunni sýna dökka stöðu: Menntun: Aðeins 12% afganskra kvenna hafa lokið framhaldsmenntun eða hærra, og nú er 0% stúlkna leyft að ganga í framhaldsskóla undir stjórn talíbana. Menntavegi kvenna hefur verið algjörlega lokað. Atvinnuþátttaka: Um 24% kvenna taka þátt á vinnumarkaði, samanborið við um 90% karla. En tölurnar segja ekki alla söguna. Takmarkanir talíbana á atvinnuþátttöku kvenna hefur þær afleiðingar að konur hafa að mestu verið hraktar af vinnumarkaðnum eða í verri störf. Um 77% ungra kvenna (18–29 ára) eru hvorki í námi, starfi né starfsþjálfun (NEET), sem er nær fjórum sinnum hærra hlutfall en hjá ungu körlum (20%). Heilar kynslóðir kvenna eru þannig fastar heima án tækifæris til þátttöku í samfélaginu. Kynbundið ofbeldi: Afganskar konur búa við skelfilega tíðni ofbeldis og frá því að talíbanar tóku aftur völdin hefur tíðni kynferðisofbeldis líklega aukist í Afganistan. Þessar tölur lýsa kúgun kvenna í Afganistan aðeins að hluta en hún birtist grímulaust í öllum helstu félagslegum þáttum: menntun hefur verið kerfisbundið hindruð, efnahagsleg staða kvenna hefur veikst stórkostlega og konur hafa verið útilokaðar frá ákvarðanatöku og almannaþjónustu. Afganskt samfélag getur einfaldlega ekki þrifist þegar helmingur íbúanna er sviptur mannréttindum og tækifærum. Hvað er hægt að gera? Staða kvenna í Afganistan er áfellisdómur yfir ástandi mannréttindamála í heiminum í dag. Þegar grundvallarmannréttindi kvenna eru fótum troðin á þann hátt sem nú á sér stað í Afganistan, er ekki lengur um innanlandsmál að ræða heldur krefst það þess að vera rætt alþjóðlega. Þöggun og kúgun kvenna þar varðar okkur öll sem trúum á jafnrétti og mannlega reisn. Ísland hefur lengi verið í fararbroddi í baráttunni fyrir réttindum kvenna á heimsvísu og ber siðferðileg skylda til að halda málefnum afganskra kvenna á lofti á alþjóðavettvangi. Ísland á að að beita rödd sinni áfram innan alþjóðastofnana, eins og Sameinuðu þjóðanna, til að krefjast þess að talíbanar verði dregnir til ábyrgðar og að réttindi kvenna verði sett sem skilyrði fyrir samskiptum við stjórnvöld í Afganistan. Enn fremur getum við sem einstaklingar og samfélag sýnt samstöðu. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur ávallt lagt áherslu á að styðja konur sem hafa verið sviptar rödd, menntun og frelsi. Tækifærin sem við getum nýtt á hverjum degi eru fræðsla, fjárstuðningur og opinber umræða, halda því á lofti að staðan er ekki ásættanleg. Þrátt fyrir allt hafa konur í Afganistan ekki gefist upp, þær sýna ótrúlegt hugrekki og við ættum að stuðla að því að láta ekki þessa fjögurra ára afturför verða að varanlegu ástandi. Að standa með afgönskum konum núna er ekki aðeins spurning um samkennd heldur einnig að standa vörð um mannréttindi og jafnrétti í heimi þar sem gengið er æ nærri þeim grundvallarmannréttindum. Höfundar eru formaður og varaformaður í stjórn Landsnefndar UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Afganistan Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þann 15. ágúst 2025 voru liðin fjögur ár frá því að talíbanar náðu völdum í Afganistan og hófu markvisst að afnema réttindi kvenna og stúlkna. Á þessum tíma hefur samfélag þar sem konur höfðu réttindi og tóku þátt á ýmsum sviðum umbreyst í samfélag þar sem konur eru nær alfarið útilokaðar úr opinberu lífi og mega ekki ferðast. Í reynd hafa talíbanar þurrkað út nær öll réttindi afganskra kvenna og stúlkna. Áður en talíbanar tóku aftur völd 2021 voru afganskar konur ríflega fjórðungur þingmanna og um svipað hlutfall opinbers starfsfólks voru konur. Stúlkur gátu sótt framhaldsnám og sérstakt jafnréttismálaráðuneyti var starfandi. Þessi framfaraskref hurfu á einu augabragði, jafnréttismálaráðuneytið var lagt niður um leið og talíbanar komust til valda og konum var beinlínis skipað að snúa ekki aftur til starfa hjá hinu opinbera. Í kjölfarið hafa grundvallarmannréttindi kvenna verið tekin burtu, eitt af öðru, með kerfisbundnum hætti. Talíbanar hafa nú bannað stúlkum að sækja skóla eftir 6. bekk, rekið konur úr flestum störfum, þar á meðal störfum hjá alþjóðlegum hjálparsamtökum, og neitað þeim um sjálfsákvörðunarrétt í ferðalögum, klæðavali og jafnvel í tómstundum. Í raun jafngildir þetta alvarlegri mannréttindabrotum gegn konum og stúlkum, sem ekki aðeins sviptir þær frelsi og tækifærum heldur grefur líka undan framtíð þjóðarinnar sjálfrar. Nýjustu gögn frá UN Women varpa skýru ljósi á þá skelfilegu stöðu sem nú er komin upp. Samkvæmt Afghanistan Gender Index 2024 skýrslunni hafa konur í Afganistan nú einungis náð 17% af mögulegum réttindum sínum og tækifærum – samanborið við 60% að meðaltali hjá konum á heimsvísu. Afganistan er þar með næstneðsta land í heiminum í jafnréttismálum á eftir Jemen. Þessar tölur eru staðreyndir sem endurspegla líf milljóna kvenna og stúlkna sem hafa máttlitla rödd í samfélaginu. Nokkur lykilatriði úr skýrslunni sýna dökka stöðu: Menntun: Aðeins 12% afganskra kvenna hafa lokið framhaldsmenntun eða hærra, og nú er 0% stúlkna leyft að ganga í framhaldsskóla undir stjórn talíbana. Menntavegi kvenna hefur verið algjörlega lokað. Atvinnuþátttaka: Um 24% kvenna taka þátt á vinnumarkaði, samanborið við um 90% karla. En tölurnar segja ekki alla söguna. Takmarkanir talíbana á atvinnuþátttöku kvenna hefur þær afleiðingar að konur hafa að mestu verið hraktar af vinnumarkaðnum eða í verri störf. Um 77% ungra kvenna (18–29 ára) eru hvorki í námi, starfi né starfsþjálfun (NEET), sem er nær fjórum sinnum hærra hlutfall en hjá ungu körlum (20%). Heilar kynslóðir kvenna eru þannig fastar heima án tækifæris til þátttöku í samfélaginu. Kynbundið ofbeldi: Afganskar konur búa við skelfilega tíðni ofbeldis og frá því að talíbanar tóku aftur völdin hefur tíðni kynferðisofbeldis líklega aukist í Afganistan. Þessar tölur lýsa kúgun kvenna í Afganistan aðeins að hluta en hún birtist grímulaust í öllum helstu félagslegum þáttum: menntun hefur verið kerfisbundið hindruð, efnahagsleg staða kvenna hefur veikst stórkostlega og konur hafa verið útilokaðar frá ákvarðanatöku og almannaþjónustu. Afganskt samfélag getur einfaldlega ekki þrifist þegar helmingur íbúanna er sviptur mannréttindum og tækifærum. Hvað er hægt að gera? Staða kvenna í Afganistan er áfellisdómur yfir ástandi mannréttindamála í heiminum í dag. Þegar grundvallarmannréttindi kvenna eru fótum troðin á þann hátt sem nú á sér stað í Afganistan, er ekki lengur um innanlandsmál að ræða heldur krefst það þess að vera rætt alþjóðlega. Þöggun og kúgun kvenna þar varðar okkur öll sem trúum á jafnrétti og mannlega reisn. Ísland hefur lengi verið í fararbroddi í baráttunni fyrir réttindum kvenna á heimsvísu og ber siðferðileg skylda til að halda málefnum afganskra kvenna á lofti á alþjóðavettvangi. Ísland á að að beita rödd sinni áfram innan alþjóðastofnana, eins og Sameinuðu þjóðanna, til að krefjast þess að talíbanar verði dregnir til ábyrgðar og að réttindi kvenna verði sett sem skilyrði fyrir samskiptum við stjórnvöld í Afganistan. Enn fremur getum við sem einstaklingar og samfélag sýnt samstöðu. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur ávallt lagt áherslu á að styðja konur sem hafa verið sviptar rödd, menntun og frelsi. Tækifærin sem við getum nýtt á hverjum degi eru fræðsla, fjárstuðningur og opinber umræða, halda því á lofti að staðan er ekki ásættanleg. Þrátt fyrir allt hafa konur í Afganistan ekki gefist upp, þær sýna ótrúlegt hugrekki og við ættum að stuðla að því að láta ekki þessa fjögurra ára afturför verða að varanlegu ástandi. Að standa með afgönskum konum núna er ekki aðeins spurning um samkennd heldur einnig að standa vörð um mannréttindi og jafnrétti í heimi þar sem gengið er æ nærri þeim grundvallarmannréttindum. Höfundar eru formaður og varaformaður í stjórn Landsnefndar UN Women á Íslandi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun