Fótbolti

„Ætluðum ekki heim án sigurs“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Nik Chamberlain fagnaði vel og innilega í leikslok.
Nik Chamberlain fagnaði vel og innilega í leikslok. Vísir/Anton Brink

Breiðablik hefur tapað síðustu þremur úrslitaleikjum í bikarnum en í dag ætluðu þær að fara ósigraðar heim.

„Ég er í skýjunum, að koma hingað og vinna er stórkostlegt. Í dag mættust tvo bestu sóknarliðin á landinu. Leikurinn var frábær, hvorugt liðið ætlaði sér að tapa en það er ótrúleg tilfinning að hafa loksins unnið bikarinn.“ sagði, Nik Chamberlain, hæstánægður með sigur liðsins í dag.

Leikurinn var jafn í hálfleik og skoruðu FH-ingar sitt annað mark eftir 15. mínútur í seinni hálfleik.

Varstu stressaður þegar FH-ingar komust aftur yfir í seinni hálfleik?

„Ég var ekki smeykur þar sem við vorum að skapa okkur fullt af færum. Ég vissi einnig að stelpurnar ætluðu ekki að fara heim í dag án sigurs.“

Breiðablik situr á toppi Bestu deildar kvenna með 37. stig og eiga nú möguleika á að vinna tvöfalt í ár.

„Ég hef ekki hugsað út í það, það eina sem skiptir máli er að við unnum bikarinn í kvöld. Við ætlum að eiga frábæra kvöldstund og síðan munum við halda áfram að einbeita okkur að deildinni.“

Klippa: Nik eftir bikarmeistaratitilinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×