Kalt stríð sé í gangi á netinu Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2025 08:50 Ýmir mun fara yfir netöryggismál og árásir þjóðríkja og glæpahópa á málþingi á morgun. Bylgjan Ýmir Vigfússon, tæknistjóri Keystrike, segir árásir á innviði mun algengari en fólk heldur. Ákveðnir hakkarahópar séu búnir að koma sér fyrir innan innviða ríkja. Stórir glæpahópar og óvinveitt ríki standi fyrir þessum árásum. Hann segir miklu dýrara að verða fyrir árás en að tryggja sig fyrir henni. Ýmir fór yfir slíkar árásir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir hakkarana komast inn í humátt á eftir starfsfólki og því sé ekki endilega tekið eftir því. Þannig vinni til dæmis hakkarahópar frá Kína og þeir hafi komið sér fyrir víða í innviðum í Bandaríkjunum. Í Norður-Kóreu séu börn sérstaklega þjálfuð til að vera netöryggismenn eða nethakkarar. Hann segir markmið þessara hópa að skapa glundroða. Hann segir slíkar sveitir starfandi víða um heim, í Kína, Rússlandi, Norður Kóreu, en einnig í Ísrael, Sádi-Arabíu, Íran, Víetnam og Taívan. Á Vesturlöndum séu einnig starfandi stórir hópar. „Það er sól og sumarylur hér en það er kalt stríð á netinu,“ segir Ýmir. Hann segir að um leið og fólk fari að kynna sér þetta sjái það hversu algengt þetta er og að sama skapi vakni strax spurningar um af hverju þetta megi og af hverju ekki meira sé gert til að koma í veg fyrir það. Hann segir mikilvægt að tryggja eftirlit svo ríki viti hvað er í gangi. Það sé skortur á því á Íslandi. „Við erum vön því að geta verið í súld og stinningskalda í Norður-Atlantshafi þar sem enginn er að fara að koma inn með einhvern landher en það eru engin landamæri á Internetinu. Það er svo auðvelt að koma hingað inn,“ segir hann. Dæmi um þetta sé aukning í gagnagíslatökum á Íslandi. Hann segir glæpahópa fjármagna þessa glæpi en einnig stjórnvöld óvinveittra ríkja. Þannig sé rekstur þeirra fjármagnaður. Sem dæmi hafi Keystrike tekist að rekja milljarð Bandaríkjadala í lausnargjald í fyrra til ríkja. Vesturlönd og önnur lönd með fólk í vinnu Hann segir Vesturlöndin einnig hafa fjölda manns í vinnu en þeirra markmið sé frekar að afla upplýsinga en að ráðast á óvinveitt ríki. Það séu aðrar leikreglur í gangi í Rússlandi. Ýmir segir mikla grósku í netöryggi á Íslandi. Það séu fyrirtæki starfandi á Íslandi við netöryggi, netvarnir og annað slíkt sem þjónusti alþjóðleg fyrirtæki. Það sé áhugavert að fylgjast með því. Hann segir marga hafa samband eftir að árás hefur átt sér stað og oft og tíðum sé miklu dýrara að verða fyrir árás en að greiða fyrir almennilegar varnir. Á Vesturlöndum sé hver árás virði um sex til tíu milljóna bandaríkjadala. Það sé dreifing en það sé sérstaklega herjað á lítil fyrirtæki vegna þess að þau borga nær alltaf lausnargjald. Viðtalið er að ofan en þessi mál verða rædd á málþingi á morgun á Grand hótel. Þar mun Ýmis fara yfir árásir þjóðríkja á lykilinnviði Vesturland og Sóley Kaldal, áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur, fer yfir þróun þjóðaröryggis á Íslandi og hvernig hefðbundin nálgun, byggð á landfræðilegri einangrun og friðelskandi sjálfsmynd, eigi ekki lengur við í stafrænum heimi. Netglæpir Netöryggi Efnahagsbrot Tækni Bítið Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Ýmir fór yfir slíkar árásir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir hakkarana komast inn í humátt á eftir starfsfólki og því sé ekki endilega tekið eftir því. Þannig vinni til dæmis hakkarahópar frá Kína og þeir hafi komið sér fyrir víða í innviðum í Bandaríkjunum. Í Norður-Kóreu séu börn sérstaklega þjálfuð til að vera netöryggismenn eða nethakkarar. Hann segir markmið þessara hópa að skapa glundroða. Hann segir slíkar sveitir starfandi víða um heim, í Kína, Rússlandi, Norður Kóreu, en einnig í Ísrael, Sádi-Arabíu, Íran, Víetnam og Taívan. Á Vesturlöndum séu einnig starfandi stórir hópar. „Það er sól og sumarylur hér en það er kalt stríð á netinu,“ segir Ýmir. Hann segir að um leið og fólk fari að kynna sér þetta sjái það hversu algengt þetta er og að sama skapi vakni strax spurningar um af hverju þetta megi og af hverju ekki meira sé gert til að koma í veg fyrir það. Hann segir mikilvægt að tryggja eftirlit svo ríki viti hvað er í gangi. Það sé skortur á því á Íslandi. „Við erum vön því að geta verið í súld og stinningskalda í Norður-Atlantshafi þar sem enginn er að fara að koma inn með einhvern landher en það eru engin landamæri á Internetinu. Það er svo auðvelt að koma hingað inn,“ segir hann. Dæmi um þetta sé aukning í gagnagíslatökum á Íslandi. Hann segir glæpahópa fjármagna þessa glæpi en einnig stjórnvöld óvinveittra ríkja. Þannig sé rekstur þeirra fjármagnaður. Sem dæmi hafi Keystrike tekist að rekja milljarð Bandaríkjadala í lausnargjald í fyrra til ríkja. Vesturlönd og önnur lönd með fólk í vinnu Hann segir Vesturlöndin einnig hafa fjölda manns í vinnu en þeirra markmið sé frekar að afla upplýsinga en að ráðast á óvinveitt ríki. Það séu aðrar leikreglur í gangi í Rússlandi. Ýmir segir mikla grósku í netöryggi á Íslandi. Það séu fyrirtæki starfandi á Íslandi við netöryggi, netvarnir og annað slíkt sem þjónusti alþjóðleg fyrirtæki. Það sé áhugavert að fylgjast með því. Hann segir marga hafa samband eftir að árás hefur átt sér stað og oft og tíðum sé miklu dýrara að verða fyrir árás en að greiða fyrir almennilegar varnir. Á Vesturlöndum sé hver árás virði um sex til tíu milljóna bandaríkjadala. Það sé dreifing en það sé sérstaklega herjað á lítil fyrirtæki vegna þess að þau borga nær alltaf lausnargjald. Viðtalið er að ofan en þessi mál verða rædd á málþingi á morgun á Grand hótel. Þar mun Ýmis fara yfir árásir þjóðríkja á lykilinnviði Vesturland og Sóley Kaldal, áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur, fer yfir þróun þjóðaröryggis á Íslandi og hvernig hefðbundin nálgun, byggð á landfræðilegri einangrun og friðelskandi sjálfsmynd, eigi ekki lengur við í stafrænum heimi.
Netglæpir Netöryggi Efnahagsbrot Tækni Bítið Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira