Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. ágúst 2025 20:43 Fundað verður inn í nóttina. Getty Blaðamaður Vísis sem fylgst hefur með stríðinu í Úkraínu frá upphafi fór yfir helstu vendingarnar og væntingarnar af yfirstandandi fundi Trump Bandaríkjaforseta með Selenskí Úkraínuforseta og einvalaliðs evrópskra leiðtoga. Trump sagði fyrir einkafund bandarísku og úkraínsku sendinefndanna að hann hefði átt óbein samskipti við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr um daginn og að til stæði að ræða við hann símleiðis í kjölfar fundarins. Hann mótmælti því einnig að hann hefði sýnt undirlægjuhátt gagnvart Rússlandsforseta með rauða dreglinum sem hann dró út fyrir hann í Alaska síðasta föstudag. Af því sem fram hefur komið eru ýmsar athyglisverðar og jákvæðar vendingar. Allir leiðtogarnir sem sitja fundinn lögðu áherslu á að komið yrði á vopnahléi sem allra fyrst og að haldinn yrði þríhliða fundur. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði að Evrópa öll væri undir, ekki bara Úkraína. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig frekar um möguleikann á þríhliða fundi á næstunni. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum um leið og þær berast í vaktinni á Vísi hér að ofan. Svikin samkomulög Samúel Karl Ólason blaðamaður segir margt enn á huldu um hver staða viðræðna sé í raun og veru. Ekki hefur mikið spurst út úr samtali Trump og Pútín á fundinum í Alaska síðasta föstudag og ekki er vitað hvað það er sem Pútín er tilbúinn að samþykkja í skiptum fyrir frið. Ekki einu sinni hvort það sé nokkuð yfirhöfuð að svo komnu máli, en Rússar eru í sókn víðast hvar á víglínunni. Samúel segir einhverjar fregnir þó hafa borist af því að Trump sé tilbúinn að bjóða Úkraínu öryggistryggingu í líkingu við þá sem fimmta grein Atlantshafsbandalagssáttmálans veitir, það er gagnkvæm heit um vernd. „Hún þyrfti þá að vera bindandi fyrir Úkraínumenn samt því þeir hafa áður gert samkomulag við Rússa um að þeir virði fullveldi þeirra og landamæri, sem var ekki bindandi, og samkvæmt því samkomulagi áttu Bandaríkjamenn og Bretar að koma þeim til aðstoðar, en það fór eins og það fór,“ segir hann. Ekkert hægt án Bandaríkjanna Þessi trygging eigi að standa Úkraínumönnum til boða í skiptum fyrir að Úkraínumenn láti Rússum eftir Donbasssvæðið en það hefur Rússum ekki tekist að leggja undir sig eftir rúman áratug af átökum og rúm þrjú ár af innrásarstríði sínu. Samúel telur þó ólíklegt að Úkraínumenn gangist við því án algjörlega skotheldra öryggistrygginga. Samúel Karl hefur fjallað ítarlega um stríðið frá upphafi þess.Vísir/Vilhelm Náist samkomulag um slíkt sé þó annar steinn í götu. „Ef það gerist þá hefur Trump sagt að hann vilji ekki senda hermenn til Úkraínu. Hann hefur sagt að Evrópa þyrfti að gera það en ég er ekkert viss um að Evrópa hafi burði til þess. Úkraínumenn áætla að það séu 500-700 þúsund rússneskir hermenn í Úkraínu. Og utanríkisráðherra Þýskalands, sem á að vera eitt öflugasta ríki Evrópu, sagði í dag að vegna þess að þeir hafa fimm þúsund í Litháen hefðu þeir ekki burði til að senda fleiri hermenn til Úkraínu. Þó að þeir sendu fimm þúsund til viðbótar myndi það ekki gera mikið ef Rússar gerðu aftur innrás. Þannig það er í raun ekki hægt að gera neitt án aðkomu Bandaríkjanna,“ segir Samúel. Pútín hafi tekist ætlunarverk sitt Viðleitni Evrópuleiðtoga til að þjóta til Washington með sólarhringsfyrirvara sé til marks um að Pútín hafi tekist ætlunarverk sitt á Alaskafundinum. Sjá einnig: Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni „Hluti af því var að reka fleyg á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Það segir sitt að svona margir stórir leiðtogar séu tilbúnir að hoppa upp í flugvél með eins dags fyrirvara og bruna til Washington. Trump fór inn í þann fund og talaði um að hann vildi vopnahlé og að annars myndi hann beita Rússa refsiaðgerðum. Svo labbaði hann út af fundinum og sagði: „Við þurfum ekkert vopnahlé, við þurfum bara frið.““ „Ég geri fastlega ráð fyrir því að leiðtogarnir frá Evrópu séu að fara að biðja Trump um nákvæmari útlistun á hvað hann talaði um við Pútín, hvernig tilboðið sem er á borðinu er. Svo veltur þetta allt líka á því að það sé yfirhöfuð tilboð á borðinu. Á meðan við erum að tala saman er verið að gera árásir á úkraínskar borgir,“ segir Samúel Karl Ólason blaðamaður. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín NATO Evrópusambandið Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Trump sagði fyrir einkafund bandarísku og úkraínsku sendinefndanna að hann hefði átt óbein samskipti við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr um daginn og að til stæði að ræða við hann símleiðis í kjölfar fundarins. Hann mótmælti því einnig að hann hefði sýnt undirlægjuhátt gagnvart Rússlandsforseta með rauða dreglinum sem hann dró út fyrir hann í Alaska síðasta föstudag. Af því sem fram hefur komið eru ýmsar athyglisverðar og jákvæðar vendingar. Allir leiðtogarnir sem sitja fundinn lögðu áherslu á að komið yrði á vopnahléi sem allra fyrst og að haldinn yrði þríhliða fundur. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði að Evrópa öll væri undir, ekki bara Úkraína. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig frekar um möguleikann á þríhliða fundi á næstunni. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum um leið og þær berast í vaktinni á Vísi hér að ofan. Svikin samkomulög Samúel Karl Ólason blaðamaður segir margt enn á huldu um hver staða viðræðna sé í raun og veru. Ekki hefur mikið spurst út úr samtali Trump og Pútín á fundinum í Alaska síðasta föstudag og ekki er vitað hvað það er sem Pútín er tilbúinn að samþykkja í skiptum fyrir frið. Ekki einu sinni hvort það sé nokkuð yfirhöfuð að svo komnu máli, en Rússar eru í sókn víðast hvar á víglínunni. Samúel segir einhverjar fregnir þó hafa borist af því að Trump sé tilbúinn að bjóða Úkraínu öryggistryggingu í líkingu við þá sem fimmta grein Atlantshafsbandalagssáttmálans veitir, það er gagnkvæm heit um vernd. „Hún þyrfti þá að vera bindandi fyrir Úkraínumenn samt því þeir hafa áður gert samkomulag við Rússa um að þeir virði fullveldi þeirra og landamæri, sem var ekki bindandi, og samkvæmt því samkomulagi áttu Bandaríkjamenn og Bretar að koma þeim til aðstoðar, en það fór eins og það fór,“ segir hann. Ekkert hægt án Bandaríkjanna Þessi trygging eigi að standa Úkraínumönnum til boða í skiptum fyrir að Úkraínumenn láti Rússum eftir Donbasssvæðið en það hefur Rússum ekki tekist að leggja undir sig eftir rúman áratug af átökum og rúm þrjú ár af innrásarstríði sínu. Samúel telur þó ólíklegt að Úkraínumenn gangist við því án algjörlega skotheldra öryggistrygginga. Samúel Karl hefur fjallað ítarlega um stríðið frá upphafi þess.Vísir/Vilhelm Náist samkomulag um slíkt sé þó annar steinn í götu. „Ef það gerist þá hefur Trump sagt að hann vilji ekki senda hermenn til Úkraínu. Hann hefur sagt að Evrópa þyrfti að gera það en ég er ekkert viss um að Evrópa hafi burði til þess. Úkraínumenn áætla að það séu 500-700 þúsund rússneskir hermenn í Úkraínu. Og utanríkisráðherra Þýskalands, sem á að vera eitt öflugasta ríki Evrópu, sagði í dag að vegna þess að þeir hafa fimm þúsund í Litháen hefðu þeir ekki burði til að senda fleiri hermenn til Úkraínu. Þó að þeir sendu fimm þúsund til viðbótar myndi það ekki gera mikið ef Rússar gerðu aftur innrás. Þannig það er í raun ekki hægt að gera neitt án aðkomu Bandaríkjanna,“ segir Samúel. Pútín hafi tekist ætlunarverk sitt Viðleitni Evrópuleiðtoga til að þjóta til Washington með sólarhringsfyrirvara sé til marks um að Pútín hafi tekist ætlunarverk sitt á Alaskafundinum. Sjá einnig: Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni „Hluti af því var að reka fleyg á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Það segir sitt að svona margir stórir leiðtogar séu tilbúnir að hoppa upp í flugvél með eins dags fyrirvara og bruna til Washington. Trump fór inn í þann fund og talaði um að hann vildi vopnahlé og að annars myndi hann beita Rússa refsiaðgerðum. Svo labbaði hann út af fundinum og sagði: „Við þurfum ekkert vopnahlé, við þurfum bara frið.““ „Ég geri fastlega ráð fyrir því að leiðtogarnir frá Evrópu séu að fara að biðja Trump um nákvæmari útlistun á hvað hann talaði um við Pútín, hvernig tilboðið sem er á borðinu er. Svo veltur þetta allt líka á því að það sé yfirhöfuð tilboð á borðinu. Á meðan við erum að tala saman er verið að gera árásir á úkraínskar borgir,“ segir Samúel Karl Ólason blaðamaður.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín NATO Evrópusambandið Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira