Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar 20. ágúst 2025 07:32 Það bárust fréttir úr Vonarstræti í byrjun ársins. Það var kominn titringur á Alþingi, reyndar aðeins á 5. hæð Smiðju, þegar strætó eða aðrir þungir bílar óku eftir götunni. Titringurinn fannst líka í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, og samkvæmt fréttum hafði fólk þar áhyggjur af því að Úkraínuforseta gæti orðið bylt við. Án þess að mæla fyrir hönd Selenskí, því hann er fullfær um það sjálfur, þá held ég að hann hafi kynnst verra. Mér finnst leitt að heyra af þessum titringi. Hann gerist þó í flestum húsum með stálgrind og er eðlilegur hluti af byggingu þeirra. Það er þó smávægilegur hristingur miðað við höggin sem hver einasti strætóstjóri má búast við tugi skipta í hverri ferð, og um leið allir farþegar þeirra. Allar hraðahindranir eins og sú sem er í Vonarstræti virka þannig að bíll keyrir á þær og verður fyrir örlitlum eða nokkrum árekstri, það fer eftir hraða bílsins og ástandi hindrunar, og ökumenn læra að hægja á sér. Það skapar álag á bíl og ökumann. Það verður að finna leiðir til að ná niður umferðarhraða sem ekki valda þessu álagi. Hraðahindrun við Vonarstræti.Aðsend Strætó fer að mestu leyti eftir tengigötum, ekki húsagötum. Tengigötur liggja víða nálægt skólum og það er lífsnauðsynlegt að ná niður umferðarhraða þar. Það verður að finna aðrar aðferðir heldur en að byggja dýrar granítfyrirstöður til þess. Það er hægt að setja upp hraðamyndavélar eða aðrar lausnir fyrir það fé sem sparast ef við hættum að búa til hraðahindranir. Það myndi bæta líðan strætóstjóra og strætófarþega, nema ef stjórnendum finnst að það eigi stöðugt að minna fólk í strætó á að það hafi valið rangan kost? Svo myndi það bæta ástand þúsunda bíla sem er ekið eftir tengigötunum daglega, og líðan bílstjóra þeirra og farþega. Hversu margar eru hraðahindranirnar? Á leið 13 sem fer frá Hringbraut út á Eiðisgranda og þar aftur til baka upp á Sléttuveg eru 38 hraðahindranir merktar á Borgarvefsjá. Vagninn fer þetta á 36 mínútum miðað við áætlun, þannig að það er meira en ein á mínútu alla ferðina. Vandinn við hraðahindranir eins og eru algengastar hér er fjölþættur. Í fyrsta lagi eru þær dýrar í uppsetningu. Endurgerð á níu hraðahindrunum í Reykjavík á þessu ári er áætluð 200 milljónir, eða 22 milljónir á hverja þeirra. Þær eru þungar og síga gjarnan í jörðina og þarf að endurbæta stöðugt eftir hvern íslenskan vetur með tilheyrandi kostnaði. Það er mjög augljóst núna eftir frostakafla þegar þiðnar, og hraðahindrunin hefur sigið, eða vegur lyfst. Þær fara illa með bakið á strætóstjórum. Þær fara illa með strætófarþega, bæði á geði og líkama. Það er löngu kominn tími að velja aðrar leiðir til að halda niðri umferðarhraða á strætóleiðum. Þá er búið að breyta hraðahindruninni í Vonarstræti. Ekki með því að taka hana burtu, sem hefði verið ódýrasta leiðin, heldur með því að malbika upp að henni, svo hún virkar ekki lengur sem hraðahindrun. Þarna verður hún þá til frambúðar, nokkurra milljón króna flykki sem ekki gegnir sínu hlutverki heldur er grafin í götuna, svona eins og hugmynd sem aldrei virkaði almennilega. Gildir það bara gagnvart fólkinu á Alþingi og í ráðhúsinu, eða geta aðrir vegfarendur farið fram á að það gildi fyrir þau líka? Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Það bárust fréttir úr Vonarstræti í byrjun ársins. Það var kominn titringur á Alþingi, reyndar aðeins á 5. hæð Smiðju, þegar strætó eða aðrir þungir bílar óku eftir götunni. Titringurinn fannst líka í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, og samkvæmt fréttum hafði fólk þar áhyggjur af því að Úkraínuforseta gæti orðið bylt við. Án þess að mæla fyrir hönd Selenskí, því hann er fullfær um það sjálfur, þá held ég að hann hafi kynnst verra. Mér finnst leitt að heyra af þessum titringi. Hann gerist þó í flestum húsum með stálgrind og er eðlilegur hluti af byggingu þeirra. Það er þó smávægilegur hristingur miðað við höggin sem hver einasti strætóstjóri má búast við tugi skipta í hverri ferð, og um leið allir farþegar þeirra. Allar hraðahindranir eins og sú sem er í Vonarstræti virka þannig að bíll keyrir á þær og verður fyrir örlitlum eða nokkrum árekstri, það fer eftir hraða bílsins og ástandi hindrunar, og ökumenn læra að hægja á sér. Það skapar álag á bíl og ökumann. Það verður að finna leiðir til að ná niður umferðarhraða sem ekki valda þessu álagi. Hraðahindrun við Vonarstræti.Aðsend Strætó fer að mestu leyti eftir tengigötum, ekki húsagötum. Tengigötur liggja víða nálægt skólum og það er lífsnauðsynlegt að ná niður umferðarhraða þar. Það verður að finna aðrar aðferðir heldur en að byggja dýrar granítfyrirstöður til þess. Það er hægt að setja upp hraðamyndavélar eða aðrar lausnir fyrir það fé sem sparast ef við hættum að búa til hraðahindranir. Það myndi bæta líðan strætóstjóra og strætófarþega, nema ef stjórnendum finnst að það eigi stöðugt að minna fólk í strætó á að það hafi valið rangan kost? Svo myndi það bæta ástand þúsunda bíla sem er ekið eftir tengigötunum daglega, og líðan bílstjóra þeirra og farþega. Hversu margar eru hraðahindranirnar? Á leið 13 sem fer frá Hringbraut út á Eiðisgranda og þar aftur til baka upp á Sléttuveg eru 38 hraðahindranir merktar á Borgarvefsjá. Vagninn fer þetta á 36 mínútum miðað við áætlun, þannig að það er meira en ein á mínútu alla ferðina. Vandinn við hraðahindranir eins og eru algengastar hér er fjölþættur. Í fyrsta lagi eru þær dýrar í uppsetningu. Endurgerð á níu hraðahindrunum í Reykjavík á þessu ári er áætluð 200 milljónir, eða 22 milljónir á hverja þeirra. Þær eru þungar og síga gjarnan í jörðina og þarf að endurbæta stöðugt eftir hvern íslenskan vetur með tilheyrandi kostnaði. Það er mjög augljóst núna eftir frostakafla þegar þiðnar, og hraðahindrunin hefur sigið, eða vegur lyfst. Þær fara illa með bakið á strætóstjórum. Þær fara illa með strætófarþega, bæði á geði og líkama. Það er löngu kominn tími að velja aðrar leiðir til að halda niðri umferðarhraða á strætóleiðum. Þá er búið að breyta hraðahindruninni í Vonarstræti. Ekki með því að taka hana burtu, sem hefði verið ódýrasta leiðin, heldur með því að malbika upp að henni, svo hún virkar ekki lengur sem hraðahindrun. Þarna verður hún þá til frambúðar, nokkurra milljón króna flykki sem ekki gegnir sínu hlutverki heldur er grafin í götuna, svona eins og hugmynd sem aldrei virkaði almennilega. Gildir það bara gagnvart fólkinu á Alþingi og í ráðhúsinu, eða geta aðrir vegfarendur farið fram á að það gildi fyrir þau líka? Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun