Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2025 07:30 Alexander Rafn Pálmason hefur slegið hvert metið á fætur öðru sem yngsti leikmaður efstu deildar hér á landi og mun svo halda áfram að þróast sem leikmaður Nordsjælland frá og með næsta sumri. Samsett/Vísir/FCN Forkólfar danska knattspyrnufélagsins Nordsjælland hrósa happi yfir því að hafa fest kaup á unga methafanum úr KR, Alexander Rafni Pálmasyni, en væntanleg vistaskipti hans voru formlega tilkynnt í gær. Hann mun þó fyrst klára grunnskóla á Íslandi áður en hann heldur út. Alexander er aðeins 15 ára og mun áfram spila með KR en halda svo til Nordsjælland næsta sumar, þegar hann verður orðinn 16 ára. Hann fór til reynslu hjá Nordsjælland og einnig FC Kaupmannahöfn síðastliðinn vetur, og tók þátt í að vinna æfingamót í Hollandi með Nordsjæland, áður en hann skrifaði undir samning við KR sem gildir út árið 2027. Danska félagið þarf því að kaupa hann en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Alexander varð í fyrrasumar yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild karla á Íslandi, þá 14 ára og 147 daga gamall, þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson setti hann inn á í 4-2 sigri gegn ÍA. Pabbi hans, Pálmi Rafn Pálmason, hafði áður verið með Alexander á varamannabekknum þegar hann stýrði KR tímabundið. Alexander hefur síðan orðið yngstur til að vera í byrjunarliði í efstu deild, yngstur til að gefa stoðsendingu og yngstur til að skora, og hrifsað met sem áður voru í eigu sjálfs Eiðs Smára Guðjohnsen (Sigurður Breki Kárason, einnig í KR, var þó á undan til að bæta met Eiðs sem sá yngsti í byrjunarliði, áður en Alexander bætti met Sigurðar). Sló í gegn innan sem utan vallar Juan José Jacob Peñalver, yfirmaður akademíunnar hjá Nordsjælland, og Mirhan Fazliu sem stýrir leikmannakaupum í akademíunni, tala afar vel um Alexander á heimasíðu félagsins: „Alexander er skandinavískt hæfileikabúnt og einn sá mest spennandi frá Íslandi, og við erum afar ánægðir með að hann komi til Nordsjælland frá KR sumarið 2026. Hann hefur þegar heimsótt okkur og tekið þátt í alþjóðlegu móti þar sem hann heillaði með hæfileikum sínum innan vallar en ekki síður með þroska sínum, samskiptum og karakterstyrk utan vallar Við erum sannfærðir um að Alexander hafi þá hæfileika sem til þarf, bæði sem íþróttamaður og manneskja, til að komast með farsælum hætti í gegnum akademíuna okkar. Og við hlökkum til að vera miðpunktur þess að hann þróist, bæði sem leikmaður og manneskja,“ sagði Peñalver og bætti við hve stoltir Nordsjælland-menn mættu vera að Alexander hefði valið félagið. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland) „Alexander er leikmaður með mjög þroskaðan prófíl miðað við aldur. Hann er með góðan tæknilegan grunn, þar sem hann getur bæði farið hratt með boltann og líka haldið ró í þröngum aðstæðum. Ákvarðanatakan sýnir mikinn þroska og yfirvegun, og hann höndlar að aðlagast ólíkum taktískum aðstæðum með mikilli orku og gæðum,“ sgaði Fazliu og tók í sama streng varðandi það hve Alexander sýndi einnig mikla hæfileika í að hafa áhrif á leikmenn í kringum sig. Danski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Sjá meira
Alexander er aðeins 15 ára og mun áfram spila með KR en halda svo til Nordsjælland næsta sumar, þegar hann verður orðinn 16 ára. Hann fór til reynslu hjá Nordsjælland og einnig FC Kaupmannahöfn síðastliðinn vetur, og tók þátt í að vinna æfingamót í Hollandi með Nordsjæland, áður en hann skrifaði undir samning við KR sem gildir út árið 2027. Danska félagið þarf því að kaupa hann en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Alexander varð í fyrrasumar yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild karla á Íslandi, þá 14 ára og 147 daga gamall, þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson setti hann inn á í 4-2 sigri gegn ÍA. Pabbi hans, Pálmi Rafn Pálmason, hafði áður verið með Alexander á varamannabekknum þegar hann stýrði KR tímabundið. Alexander hefur síðan orðið yngstur til að vera í byrjunarliði í efstu deild, yngstur til að gefa stoðsendingu og yngstur til að skora, og hrifsað met sem áður voru í eigu sjálfs Eiðs Smára Guðjohnsen (Sigurður Breki Kárason, einnig í KR, var þó á undan til að bæta met Eiðs sem sá yngsti í byrjunarliði, áður en Alexander bætti met Sigurðar). Sló í gegn innan sem utan vallar Juan José Jacob Peñalver, yfirmaður akademíunnar hjá Nordsjælland, og Mirhan Fazliu sem stýrir leikmannakaupum í akademíunni, tala afar vel um Alexander á heimasíðu félagsins: „Alexander er skandinavískt hæfileikabúnt og einn sá mest spennandi frá Íslandi, og við erum afar ánægðir með að hann komi til Nordsjælland frá KR sumarið 2026. Hann hefur þegar heimsótt okkur og tekið þátt í alþjóðlegu móti þar sem hann heillaði með hæfileikum sínum innan vallar en ekki síður með þroska sínum, samskiptum og karakterstyrk utan vallar Við erum sannfærðir um að Alexander hafi þá hæfileika sem til þarf, bæði sem íþróttamaður og manneskja, til að komast með farsælum hætti í gegnum akademíuna okkar. Og við hlökkum til að vera miðpunktur þess að hann þróist, bæði sem leikmaður og manneskja,“ sagði Peñalver og bætti við hve stoltir Nordsjælland-menn mættu vera að Alexander hefði valið félagið. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland) „Alexander er leikmaður með mjög þroskaðan prófíl miðað við aldur. Hann er með góðan tæknilegan grunn, þar sem hann getur bæði farið hratt með boltann og líka haldið ró í þröngum aðstæðum. Ákvarðanatakan sýnir mikinn þroska og yfirvegun, og hann höndlar að aðlagast ólíkum taktískum aðstæðum með mikilli orku og gæðum,“ sgaði Fazliu og tók í sama streng varðandi það hve Alexander sýndi einnig mikla hæfileika í að hafa áhrif á leikmenn í kringum sig.
Danski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Sjá meira