Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. ágúst 2025 13:49 Aubrey Plaza kynnti Megalopolis í Cannes síðasta sumar. Næst leikur hún í Honey Don't eftir Ethan Coen. EPA Leikkonan Aubrey Plaza hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skyndilegt fráfall eiginmanns síns, Jeff Baena, sem svipti sig lífi í janúar síðastliðnum, og sorgina sem því fylgdi. Hún lýsir sorginni sem hafi ömurleika og líkir henni við gljúfur fullt af skrímslum. Plaza kom í hlaðvarpið Good Hang With Amy Poehler í gær en þær tvær eru góðar vinkonur eftir að hafa leikið saman um árabil í grínþáttunum Parks and Recreations. „Þú hefur átt þetta hræðilega, hræðilega, tragíska ár. Þú misstir eiginmanninn þinn, þú hefur verið að glíma við það og leitað leiða við að finna fyrir stuðningi,“ sagði Poehler við Plaza í hlaðvarpinu og spurði svo: „Fyrir hönd allra sem líður eins og þeir þekki þig, og fólksins sem þekkir þig, hvernig líður þér í dag?“ „Akkúrat á þessari stundu er ég glöð að vera hérna með þér,“ svaraði Plaza. Hjónin Jeff Baena og Aubrey Plaza árið 2016, fimm árum eftir að þau byrjuðu saman, og tæpum níu árum áður en hann stytti sér aldur.Getty „Heilt yfir er ég hér, ég er fúnkerandi og mjög þakklát að fá að upplifa heiminn. Það er í lagi með mig en, þú veist, þetta er dagleg barátta, augljóslega, sagði hún jafnframt. Jeff Baena, eiginmaður Plaza, kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur, fannst látinn 3. janúar síðastliðinn eftir að hafa svipt sig lífi. Baena og Plaza byrjuðu saman árið 2011 og giftu sig á tíu ára sambandsafmæli sínu. Hjónin skildu að borði og sæng í september 2024 og leitaði Baena til sálfræðings í kjölfarið. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk i með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og síma Pieta-samtakanna, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Sorgin eins og gljúfur fullt af skrímslum Plaza líkti sorg sinni við hrollvekjuna The Gorge (2025) sem hún sagði lýsa tilfinningunni vel. „Þetta er mjög heimskuleg samlíking og var eiginlega brandari á einum tímapunkti, en ég stend við hana. Sástu myndina The Gorge?“ sagði Plaza við Poehler. Hrollvekjan fjallar um tvær leyniskyttur, leiknar af Miles Teller og Anyu Taylor-Joe, sem fá það verkefni að vakta dularfullt gljúfur fullt af ógnvekjandi skrímslum. „Í myndinni er klettur á annarri hliðinni og klettur á hinni hliðinni og gljúfur þar á milli sem er fullt af skrímslafólki sem er að reyna að ná þeim,“ sagði Plaza um myndina og aðalperónur hennar. „Þannig er sorgin mín.“ „Öllum stundum er stórt haf ömurleika skammt undan og ég get séð það. Við og við langar mig að dýfa mér ofan í það og dvelja í því. Svo langar mig stundum bara að horfa á það og stundum reyni ég að komast frá því. En það er alltaf þarna,“ útskýrði hún svo nánar. Sjá einnig: Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Jeff Baena hóf feril sinn í Hollywood sem handritshöfundur og skrifaði handritið að I Heart Huckabees (2004) áður en hann sneri sér að leikstjórn. Alls leikstýrði hann fimm kvikmyndum í fullri lengd, þar á meðal Life After Beth (2014), The Little Hours (2017) og Horse Girl (2020). Baena myndaði handritshöfunda-dúó með leikkonunni Alison Brie og lék Plaza jafnframt í fjórum af fimm myndum hans. Hægt er að hlusta á viðtal Poehler við Plaza í heild sinni hér að neðan: Bíó og sjónvarp Hollywood Geðheilbrigði Bandaríkin Tengdar fréttir Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Bandaríska leikkonan og grínistinn Aubrey Plaza sneri í fyrsta skipti aftur á skjáinn í gærkvöld eftir andlát eiginmanns hennar, Jeff Baena. 17. febrúar 2025 15:03 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Plaza kom í hlaðvarpið Good Hang With Amy Poehler í gær en þær tvær eru góðar vinkonur eftir að hafa leikið saman um árabil í grínþáttunum Parks and Recreations. „Þú hefur átt þetta hræðilega, hræðilega, tragíska ár. Þú misstir eiginmanninn þinn, þú hefur verið að glíma við það og leitað leiða við að finna fyrir stuðningi,“ sagði Poehler við Plaza í hlaðvarpinu og spurði svo: „Fyrir hönd allra sem líður eins og þeir þekki þig, og fólksins sem þekkir þig, hvernig líður þér í dag?“ „Akkúrat á þessari stundu er ég glöð að vera hérna með þér,“ svaraði Plaza. Hjónin Jeff Baena og Aubrey Plaza árið 2016, fimm árum eftir að þau byrjuðu saman, og tæpum níu árum áður en hann stytti sér aldur.Getty „Heilt yfir er ég hér, ég er fúnkerandi og mjög þakklát að fá að upplifa heiminn. Það er í lagi með mig en, þú veist, þetta er dagleg barátta, augljóslega, sagði hún jafnframt. Jeff Baena, eiginmaður Plaza, kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur, fannst látinn 3. janúar síðastliðinn eftir að hafa svipt sig lífi. Baena og Plaza byrjuðu saman árið 2011 og giftu sig á tíu ára sambandsafmæli sínu. Hjónin skildu að borði og sæng í september 2024 og leitaði Baena til sálfræðings í kjölfarið. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk i með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og síma Pieta-samtakanna, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Sorgin eins og gljúfur fullt af skrímslum Plaza líkti sorg sinni við hrollvekjuna The Gorge (2025) sem hún sagði lýsa tilfinningunni vel. „Þetta er mjög heimskuleg samlíking og var eiginlega brandari á einum tímapunkti, en ég stend við hana. Sástu myndina The Gorge?“ sagði Plaza við Poehler. Hrollvekjan fjallar um tvær leyniskyttur, leiknar af Miles Teller og Anyu Taylor-Joe, sem fá það verkefni að vakta dularfullt gljúfur fullt af ógnvekjandi skrímslum. „Í myndinni er klettur á annarri hliðinni og klettur á hinni hliðinni og gljúfur þar á milli sem er fullt af skrímslafólki sem er að reyna að ná þeim,“ sagði Plaza um myndina og aðalperónur hennar. „Þannig er sorgin mín.“ „Öllum stundum er stórt haf ömurleika skammt undan og ég get séð það. Við og við langar mig að dýfa mér ofan í það og dvelja í því. Svo langar mig stundum bara að horfa á það og stundum reyni ég að komast frá því. En það er alltaf þarna,“ útskýrði hún svo nánar. Sjá einnig: Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Jeff Baena hóf feril sinn í Hollywood sem handritshöfundur og skrifaði handritið að I Heart Huckabees (2004) áður en hann sneri sér að leikstjórn. Alls leikstýrði hann fimm kvikmyndum í fullri lengd, þar á meðal Life After Beth (2014), The Little Hours (2017) og Horse Girl (2020). Baena myndaði handritshöfunda-dúó með leikkonunni Alison Brie og lék Plaza jafnframt í fjórum af fimm myndum hans. Hægt er að hlusta á viðtal Poehler við Plaza í heild sinni hér að neðan:
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk i með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og síma Pieta-samtakanna, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn.
Bíó og sjónvarp Hollywood Geðheilbrigði Bandaríkin Tengdar fréttir Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Bandaríska leikkonan og grínistinn Aubrey Plaza sneri í fyrsta skipti aftur á skjáinn í gærkvöld eftir andlát eiginmanns hennar, Jeff Baena. 17. febrúar 2025 15:03 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Bandaríska leikkonan og grínistinn Aubrey Plaza sneri í fyrsta skipti aftur á skjáinn í gærkvöld eftir andlát eiginmanns hennar, Jeff Baena. 17. febrúar 2025 15:03
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning