Körfubolti

Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Almar í leik með íslenska unglingalandsliðinu.
Almar í leik með íslenska unglingalandsliðinu. FIBA.basketball

Haukur Helgi Pálsson er meiddur og hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í körfubolta. Almar Orri Atlason kemur inn í hans stað.

Hópurinn var tilkynntur í gær og þar var Haukur einn af tólf leikmönnum, en Almar hafði dottið út úr þrettán manna hópnum sem fór í æfingaferðina til Portúgal.

Haukur Helgi missir af EM vegna meiðsla. Vísir/Hulda Margrét

Almar hefur nú verið kallaður aftur inn í hópinn og missti væntanlega ekki af meira en einni eða tveimur æfingum. Hann er uppalinn KR-ingur og þykir einn efnilegasti körfuboltamaður landsins, rétt rúmlega tvítugur og mun spila með Miami University í bandaríska háskólaboltanum.

Landsliðið heldur utan næsta fimmtudaginn, til Vilnius í Litáen. Þar spila strákarnir okkar við heimamenn á föstudag, í síðasta æfingaleik fyrir Evrópumótið.

Í kjölfarið verður haldið til Katowice í Póllandi þar sem allir fimm leikir Íslands í riðlakeppni mótsins fara fram. Fyrsti leikur er við Ísrael fimmtudaginn 28. ágúst.


Tengdar fréttir

Almar Orri til Miami háskólans

Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Almar Orri Atlason er búinn að finna sér skóla fyrir næsta tímabil í bandaríska háskólakörfuboltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×