Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Árni Sæberg og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 21. ágúst 2025 10:32 Hér má sjá vettvang hraðbankaþjófnaðarins. Vísir/Anton Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um aðild að þjófnaði á hraðbanka í Mosfellsbæ á dögunum. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Hann sagði í gærkvöldi að hann teldi handtöku umbjóðanda síns eingöngu hafa byggt á sögusögnum. Hann hefði því átt erfitt með að sjá fyrir sér hvernig dómari gæti fallist á gæsluvarðhald. Nú liggur niðurstaða dómsins fyrir og Sveinn Andri segir hana mjög skýra. Rökstuddur grunur um refsivert athæfi hafi ekki legið fyrir í málinu. Því væri skilyrðum gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna ekki uppfyllt. Býst ekki við viðsnúningi í Landsrétti Sveinn Andri segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar, sem muni sennilega kveða upp úrskurð síðdegis á morgun. Hann segist ekki búast við því að niðurstaða Landsréttar verði önnur en héraðsdóms, ekki nema lögreglan reiði fram frekari gögn í málinu. Innhringingar ekki nóg Sveinn Andri segir erfitt að svara því hvers vegna lögregla hafi farið fram á gæsluvarðhald án þess að rökstuddur grunur lægi fyrir í málinu. „Það er auðvitað þannig að oft grunar lögregla einhverja menn og einstaklinga um brot, það er bara eins og gengur. Menn fá innhringirnar líka, einhverjar óformlegar upplýsingar og nafnlausar. Það er gangur lögreglustarfsins og ekkert að því en það er ekki hægt að nota innihringiupplýsingar og það sem má kalla slúður, sem grundvöll gæsluvarðhalds.“ Meira þurfti að koma til, til dæmis framburðir og önnur sönnunargögn sem hald er í, sem rennt geti stoðum undir hinn rökstudda grun. „Það var mat dómarans að svo var ekki. Það ber auðvitað að taka fram að dómarinn hefur hjá sér öll gögn málsins, þannig að hann nær að skoða þau. Verjandinn hefur þau ekki, verjandinn hefur bara kröfugerðina sjálfa.“ Játaði hlutdeild í Hamraborgarmálinu Sveinn Andri segir það rétt sem komið hefur fram í fréttum Ríkisútvarpsins, um að umbjóðandi hans hafi játað aðild að þjófnaði á tugum milljónum króna í Hamraborg í Kópavogi í mars í fyrra. Hann hafi játað hlutdeild í því broti en engin ákæra hafi verið gefin út í málinu. „Það er orðið dálítið langt síðan. Þetta mál var orðið þokkalega vel upplýst svo ég skil ekki alveg hvað tefur.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. 20. ágúst 2025 21:33 Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra. 20. ágúst 2025 18:49 Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19. ágúst 2025 19:25 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Hann sagði í gærkvöldi að hann teldi handtöku umbjóðanda síns eingöngu hafa byggt á sögusögnum. Hann hefði því átt erfitt með að sjá fyrir sér hvernig dómari gæti fallist á gæsluvarðhald. Nú liggur niðurstaða dómsins fyrir og Sveinn Andri segir hana mjög skýra. Rökstuddur grunur um refsivert athæfi hafi ekki legið fyrir í málinu. Því væri skilyrðum gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna ekki uppfyllt. Býst ekki við viðsnúningi í Landsrétti Sveinn Andri segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar, sem muni sennilega kveða upp úrskurð síðdegis á morgun. Hann segist ekki búast við því að niðurstaða Landsréttar verði önnur en héraðsdóms, ekki nema lögreglan reiði fram frekari gögn í málinu. Innhringingar ekki nóg Sveinn Andri segir erfitt að svara því hvers vegna lögregla hafi farið fram á gæsluvarðhald án þess að rökstuddur grunur lægi fyrir í málinu. „Það er auðvitað þannig að oft grunar lögregla einhverja menn og einstaklinga um brot, það er bara eins og gengur. Menn fá innhringirnar líka, einhverjar óformlegar upplýsingar og nafnlausar. Það er gangur lögreglustarfsins og ekkert að því en það er ekki hægt að nota innihringiupplýsingar og það sem má kalla slúður, sem grundvöll gæsluvarðhalds.“ Meira þurfti að koma til, til dæmis framburðir og önnur sönnunargögn sem hald er í, sem rennt geti stoðum undir hinn rökstudda grun. „Það var mat dómarans að svo var ekki. Það ber auðvitað að taka fram að dómarinn hefur hjá sér öll gögn málsins, þannig að hann nær að skoða þau. Verjandinn hefur þau ekki, verjandinn hefur bara kröfugerðina sjálfa.“ Játaði hlutdeild í Hamraborgarmálinu Sveinn Andri segir það rétt sem komið hefur fram í fréttum Ríkisútvarpsins, um að umbjóðandi hans hafi játað aðild að þjófnaði á tugum milljónum króna í Hamraborg í Kópavogi í mars í fyrra. Hann hafi játað hlutdeild í því broti en engin ákæra hafi verið gefin út í málinu. „Það er orðið dálítið langt síðan. Þetta mál var orðið þokkalega vel upplýst svo ég skil ekki alveg hvað tefur.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. 20. ágúst 2025 21:33 Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra. 20. ágúst 2025 18:49 Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19. ágúst 2025 19:25 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Telur handtökuna byggja á slúðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. 20. ágúst 2025 21:33
Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra. 20. ágúst 2025 18:49
Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19. ágúst 2025 19:25