Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Árni Sæberg og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 21. ágúst 2025 10:32 Hér má sjá vettvang hraðbankaþjófnaðarins. Vísir/Anton Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um aðild að þjófnaði á hraðbanka í Mosfellsbæ á dögunum. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Hann sagði í gærkvöldi að hann teldi handtöku umbjóðanda síns eingöngu hafa byggt á sögusögnum. Hann hefði því átt erfitt með að sjá fyrir sér hvernig dómari gæti fallist á gæsluvarðhald. Nú liggur niðurstaða dómsins fyrir og Sveinn Andri segir hana mjög skýra. Rökstuddur grunur um refsivert athæfi hafi ekki legið fyrir í málinu. Því væri skilyrðum gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna ekki uppfyllt. Býst ekki við viðsnúningi í Landsrétti Sveinn Andri segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar, sem muni sennilega kveða upp úrskurð síðdegis á morgun. Hann segist ekki búast við því að niðurstaða Landsréttar verði önnur en héraðsdóms, ekki nema lögreglan reiði fram frekari gögn í málinu. Innhringingar ekki nóg Sveinn Andri segir erfitt að svara því hvers vegna lögregla hafi farið fram á gæsluvarðhald án þess að rökstuddur grunur lægi fyrir í málinu. „Það er auðvitað þannig að oft grunar lögregla einhverja menn og einstaklinga um brot, það er bara eins og gengur. Menn fá innhringirnar líka, einhverjar óformlegar upplýsingar og nafnlausar. Það er gangur lögreglustarfsins og ekkert að því en það er ekki hægt að nota innihringiupplýsingar og það sem má kalla slúður, sem grundvöll gæsluvarðhalds.“ Meira þurfti að koma til, til dæmis framburðir og önnur sönnunargögn sem hald er í, sem rennt geti stoðum undir hinn rökstudda grun. „Það var mat dómarans að svo var ekki. Það ber auðvitað að taka fram að dómarinn hefur hjá sér öll gögn málsins, þannig að hann nær að skoða þau. Verjandinn hefur þau ekki, verjandinn hefur bara kröfugerðina sjálfa.“ Játaði hlutdeild í Hamraborgarmálinu Sveinn Andri segir það rétt sem komið hefur fram í fréttum Ríkisútvarpsins, um að umbjóðandi hans hafi játað aðild að þjófnaði á tugum milljónum króna í Hamraborg í Kópavogi í mars í fyrra. Hann hafi játað hlutdeild í því broti en engin ákæra hafi verið gefin út í málinu. „Það er orðið dálítið langt síðan. Þetta mál var orðið þokkalega vel upplýst svo ég skil ekki alveg hvað tefur.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. 20. ágúst 2025 21:33 Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra. 20. ágúst 2025 18:49 Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19. ágúst 2025 19:25 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Hann sagði í gærkvöldi að hann teldi handtöku umbjóðanda síns eingöngu hafa byggt á sögusögnum. Hann hefði því átt erfitt með að sjá fyrir sér hvernig dómari gæti fallist á gæsluvarðhald. Nú liggur niðurstaða dómsins fyrir og Sveinn Andri segir hana mjög skýra. Rökstuddur grunur um refsivert athæfi hafi ekki legið fyrir í málinu. Því væri skilyrðum gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna ekki uppfyllt. Býst ekki við viðsnúningi í Landsrétti Sveinn Andri segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar, sem muni sennilega kveða upp úrskurð síðdegis á morgun. Hann segist ekki búast við því að niðurstaða Landsréttar verði önnur en héraðsdóms, ekki nema lögreglan reiði fram frekari gögn í málinu. Innhringingar ekki nóg Sveinn Andri segir erfitt að svara því hvers vegna lögregla hafi farið fram á gæsluvarðhald án þess að rökstuddur grunur lægi fyrir í málinu. „Það er auðvitað þannig að oft grunar lögregla einhverja menn og einstaklinga um brot, það er bara eins og gengur. Menn fá innhringirnar líka, einhverjar óformlegar upplýsingar og nafnlausar. Það er gangur lögreglustarfsins og ekkert að því en það er ekki hægt að nota innihringiupplýsingar og það sem má kalla slúður, sem grundvöll gæsluvarðhalds.“ Meira þurfti að koma til, til dæmis framburðir og önnur sönnunargögn sem hald er í, sem rennt geti stoðum undir hinn rökstudda grun. „Það var mat dómarans að svo var ekki. Það ber auðvitað að taka fram að dómarinn hefur hjá sér öll gögn málsins, þannig að hann nær að skoða þau. Verjandinn hefur þau ekki, verjandinn hefur bara kröfugerðina sjálfa.“ Játaði hlutdeild í Hamraborgarmálinu Sveinn Andri segir það rétt sem komið hefur fram í fréttum Ríkisútvarpsins, um að umbjóðandi hans hafi játað aðild að þjófnaði á tugum milljónum króna í Hamraborg í Kópavogi í mars í fyrra. Hann hafi játað hlutdeild í því broti en engin ákæra hafi verið gefin út í málinu. „Það er orðið dálítið langt síðan. Þetta mál var orðið þokkalega vel upplýst svo ég skil ekki alveg hvað tefur.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. 20. ágúst 2025 21:33 Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra. 20. ágúst 2025 18:49 Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19. ágúst 2025 19:25 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Telur handtökuna byggja á slúðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. 20. ágúst 2025 21:33
Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra. 20. ágúst 2025 18:49
Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19. ágúst 2025 19:25