Skattakóngurinn flytur úr landi Árni Sæberg skrifar 22. ágúst 2025 06:31 Árni Sigurðsson er aðstoðarforstjóri JBT Marel. Marel Skattakóngur síðasta árs miðað við launatekjur, Árni Sigurðsson hjá JBT Marel, hyggst flytjast búferlum til Chicago í Bandaríkjunum. Þar eru höfuðstöðvar JBT Marel en félagið er enn með starfstöðvar í Garðabæ eftir samruna John Bean Technologies og Marel í fyrra. Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar verslunar var Árni tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra með rúmlega fjörutíu milljónir króna í tekjur á mánuði. Rétt er að árétta að þar er um allar útsvarsskyldar tekjur að ræða og þær þurfa ekki að endurspegla föst laun Árna. Þá má nefna að fjármagnstekjuskattur er tekinn út fyrir sviga í samantekt Frjálsrar verslunar og því er ekki loku fyrir það skotið að einhver annar en Árni hafi lagt mest til samneyslunnar í fyrra. Marel hf. sameinaðist John Bean Technologies Corporation á árinu en risasamruni félaganna kláraðist formlega í byrjun þessa árs. Árni var ráðinn aðstoðarforstjóri sameinaðs félags og hlaut bónusgreiðslur upp á um 330 milljónir króna við það tilefni, að því er segir í umfjöllun Innherja. Þá hlaut hann veglegar árangurstengdar greiðslur vegna síðasta árs og rekja má drjúgan hluta tekna hans í fyrra til þeirra. Líka af persónulegum ástæðum Það mun ekki væsa um Árna hjá sameinuðu félagi enda verður hann með 750 þúsund Bandaríkjadali, um 93 milljónir króna, á ári í grunnlaun auk möguleika á ríkulegum árangurstengdum greiðslum. Því gæti tölvubréf sem hann sendi samstarfsfólki sínu í lok júlí orðið þeim sem halda á pyngju ríkisins örlítið áhyggjuefni. Hann ætlar nefnilega að flytja úr landi. Í bréfinu, sem ritað er á ensku, segir hann að hann og fjölskylda hans hafi ákveðið að flytja til Chicago í Bandaríkjunum, að vel ígrunduðu máli. „Þetta er skref sem við höfum ákveðið að taka saman, með hag fjölskyldunnar fyrir brjósti og vegna nýrra tækifæra, bæði persónulega og í starfi. Ísland verður ávallt heimili okkar.“ Verður ekki langt undan Þá segir Árni að á sama tíma og fjölskyldan hlakki til þessa næsta kafla muni hann þó halda áfram að verja talsverðum tíma á Íslandi, koma reglulega í heimsókn til að vera með í áframhaldandi þróun félagsins á Íslandi. Þá verði hann í nánu sambandi við íslenska hluthafa í félaginu, sem hann muni funda með á hverjum ársfjórðungi. „Þessir búferlaflutningar veita mér gott tækifæri til að öðlast dýpri skilning á hinu rótgróna JBT. Að kynnast hvert öðru, þvert á nýlega sameinað félag, er nauðsynlegt vel heppnuðum samruna. Ég hlakka mikið til að verja tíma á starfsstöðvum okkar um allan heim, að hitta nýja samstarfsmenn og að styrkja sambönd þvert á félagið.“ Þá ítrekar hann að flutningarnir muni ekki hafa áhrif á það hversu auðvelt sé að ná í hann, dyr hans standi áfram opnar og samstarfsfólk megi búast við áframhaldandi góðum samskiptum og samstarfi. Árni baðst undan viðtali vegna flutninganna JBT Marel Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir Uppgjör JBTM yfir væntingum og stjórnendur birta afkomuspá vegna minni óvissu Afkoma JBT Marels á öðrum fjórðungi var yfir væntingum greinenda og aðlagaður rekstrarhagnaður hækkaði talsvert frá fyrstu þremur mánuðum ársins. Vegna minnkandi óvissu hafa stjórnendur félagsins treyst sér til að birta á nýjan leik afkomuspá fyrir árið 2025, en hækkandi tollar hafa þar lítilleg áhrif á afkomuna. 5. ágúst 2025 11:26 Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Alvotech hefur ráðið Lindu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Linda tekur við starfinu af Joel Morales sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech. 10. júlí 2025 09:11 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar verslunar var Árni tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra með rúmlega fjörutíu milljónir króna í tekjur á mánuði. Rétt er að árétta að þar er um allar útsvarsskyldar tekjur að ræða og þær þurfa ekki að endurspegla föst laun Árna. Þá má nefna að fjármagnstekjuskattur er tekinn út fyrir sviga í samantekt Frjálsrar verslunar og því er ekki loku fyrir það skotið að einhver annar en Árni hafi lagt mest til samneyslunnar í fyrra. Marel hf. sameinaðist John Bean Technologies Corporation á árinu en risasamruni félaganna kláraðist formlega í byrjun þessa árs. Árni var ráðinn aðstoðarforstjóri sameinaðs félags og hlaut bónusgreiðslur upp á um 330 milljónir króna við það tilefni, að því er segir í umfjöllun Innherja. Þá hlaut hann veglegar árangurstengdar greiðslur vegna síðasta árs og rekja má drjúgan hluta tekna hans í fyrra til þeirra. Líka af persónulegum ástæðum Það mun ekki væsa um Árna hjá sameinuðu félagi enda verður hann með 750 þúsund Bandaríkjadali, um 93 milljónir króna, á ári í grunnlaun auk möguleika á ríkulegum árangurstengdum greiðslum. Því gæti tölvubréf sem hann sendi samstarfsfólki sínu í lok júlí orðið þeim sem halda á pyngju ríkisins örlítið áhyggjuefni. Hann ætlar nefnilega að flytja úr landi. Í bréfinu, sem ritað er á ensku, segir hann að hann og fjölskylda hans hafi ákveðið að flytja til Chicago í Bandaríkjunum, að vel ígrunduðu máli. „Þetta er skref sem við höfum ákveðið að taka saman, með hag fjölskyldunnar fyrir brjósti og vegna nýrra tækifæra, bæði persónulega og í starfi. Ísland verður ávallt heimili okkar.“ Verður ekki langt undan Þá segir Árni að á sama tíma og fjölskyldan hlakki til þessa næsta kafla muni hann þó halda áfram að verja talsverðum tíma á Íslandi, koma reglulega í heimsókn til að vera með í áframhaldandi þróun félagsins á Íslandi. Þá verði hann í nánu sambandi við íslenska hluthafa í félaginu, sem hann muni funda með á hverjum ársfjórðungi. „Þessir búferlaflutningar veita mér gott tækifæri til að öðlast dýpri skilning á hinu rótgróna JBT. Að kynnast hvert öðru, þvert á nýlega sameinað félag, er nauðsynlegt vel heppnuðum samruna. Ég hlakka mikið til að verja tíma á starfsstöðvum okkar um allan heim, að hitta nýja samstarfsmenn og að styrkja sambönd þvert á félagið.“ Þá ítrekar hann að flutningarnir muni ekki hafa áhrif á það hversu auðvelt sé að ná í hann, dyr hans standi áfram opnar og samstarfsfólk megi búast við áframhaldandi góðum samskiptum og samstarfi. Árni baðst undan viðtali vegna flutninganna
JBT Marel Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir Uppgjör JBTM yfir væntingum og stjórnendur birta afkomuspá vegna minni óvissu Afkoma JBT Marels á öðrum fjórðungi var yfir væntingum greinenda og aðlagaður rekstrarhagnaður hækkaði talsvert frá fyrstu þremur mánuðum ársins. Vegna minnkandi óvissu hafa stjórnendur félagsins treyst sér til að birta á nýjan leik afkomuspá fyrir árið 2025, en hækkandi tollar hafa þar lítilleg áhrif á afkomuna. 5. ágúst 2025 11:26 Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Alvotech hefur ráðið Lindu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Linda tekur við starfinu af Joel Morales sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech. 10. júlí 2025 09:11 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Uppgjör JBTM yfir væntingum og stjórnendur birta afkomuspá vegna minni óvissu Afkoma JBT Marels á öðrum fjórðungi var yfir væntingum greinenda og aðlagaður rekstrarhagnaður hækkaði talsvert frá fyrstu þremur mánuðum ársins. Vegna minnkandi óvissu hafa stjórnendur félagsins treyst sér til að birta á nýjan leik afkomuspá fyrir árið 2025, en hækkandi tollar hafa þar lítilleg áhrif á afkomuna. 5. ágúst 2025 11:26
Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Alvotech hefur ráðið Lindu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Linda tekur við starfinu af Joel Morales sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech. 10. júlí 2025 09:11