Innlent

Fundu ríf­lega tuttugu lítra af brenni­steins­sýru í Gnoðarvogi

Agnar Már Másson skrifar
Ekki liggur fyrir hvað sakborningurinn ætlaði sér að gera með vökvann en efnið getur verið notað í fíkniefnaframleiðslu og jafnvel sýruárásir.
Ekki liggur fyrir hvað sakborningurinn ætlaði sér að gera með vökvann en efnið getur verið notað í fíkniefnaframleiðslu og jafnvel sýruárásir. Aðsend

Lögregla lagði í síðustu viku hald á tuttugu til þrjátíu lítra af brennisteinssýru við húsleit í íbúðahúsnæði í Gnoðarvogi. 

Elín Agnes Eide Kristínardóttir yfirlögregluþjónn segir þetta í samtali við Vísi. Amfetamín og kannabisefni hafi einnig fundist auk lítils magns amfetamínvökva.

Yfirlögregluþjónninn segir að íslenskur karlmaður á fertugsaldri hafi einn réttarstöðu sakbornings eftir að lögregla réðst í húsleit og handtók fjóra í Gnoðarvogi 44 síðasta miðvikudag. 

Frá aðgerðum lögreglu í síðustu viku.Aðsend

Sakborningurinn hafi nú verið látinn laus.

Elín Agnes segir að lögregla hafi fundið á þriðja tug lítra af vökva sem reyndist vera brennisteinssýra eftir að vísindamenn Háskóla Íslands rannsökuðu efnið.

Hún kveðst ekki vilja „fabúlera“ um það sem sakborningurinn hafi ætlað sér að gera með þessa sýru en almennt sé fólk ekki með svo mikið magn af slíku í heimahúsi. 

Brennisteinssýra hefur oft verið notuð í sýruárásir en efnið er afar ertandi.  Þá getur brennisteinssýra einnig verið notuð til iðnaðar á fíkniefnum, meðal annars á methamfetamíni, amfetamíni, kókaíni og MDMA. 


Tengdar fréttir

Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi

Fjórir voru handteknir í tengslum við aðgerðir lögreglu í Gnoðarvogi í gærkvöldi. Þremur var sleppt stuttu seinna en skýrsla tekin af einum, sem var síðan látinn laus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×