Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar 25. ágúst 2025 07:01 Það eiga að vera sjálfsögð réttindi ungs fólks á Íslandi að geta komið sér þaki yfir höfuðið. Það eru liðin fjögur ár síðan þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Tilgáta-tilraun-niðurstaða Allir vísindamenn vita að tilgátu fylgir tilraun. Ef tilraunin er endurtekin aftur og aftur og niðurstaðan verður sú hin sama aftur og aftur er talað um að tilgátan sé meðtekin. Raunvísindi og félagsvísindi vinna oftast mjög vel saman og mikilvægt er að báðar fræðigreinar fái að blómstra. Í raunvísindum er oftar auðveldara að túlka niðurstöður tilrauna heldur en í félagsvísindum og því er talað um raunvísindi sem „akkúrat“ vísindi. Hagfræði myndu flestir flokka undir sambland af raun- og félagsvísindum. Því getur verið vandasamt að túlka niðurstöður tilrauna í hagfræði sem „akkúrat“ meðteknar. Af þeim sökum þarf að spyrja þeirrar spurningar; hvort tilgátan um að háir vextir dragi úr þenslu í hagkerfi Íslands og minnki verðbólgu sé meðtekin ? Og það sem meira er, það verður að tímasetja hvað tilraunin á að standa lengi yfir. Ef tilraunin er ekki tímasett þá getur langavitleysan haldið áfram út í hið óendanlega og slíkt skapar hræðilega óvissu í hagkerfi Íslands, öllum til óheilla, bæði þeim sem eiga peninga og skulda. Núna hefur hávaxta-tilraun Seðlabankastjóra og peningastefnunefndar S.Í. staðið yfir á fjórða ár. Því miður sér ekki fyrir endann á hávaxtastefnunni og Seðlabankastjóri getur ekki einu sinni tímasett hvenær þessari misheppnuðu tilraun lýkur og biður almenning að sýna þolinmæði! Háir vextir fóðra/næra verðbólgu á a.m.k. þrjá vegu. 1) Verðmætasköpun Sjávarútvegur, ferðamannaiðnaður/ferðaútvegur, lyfjaiðnaður, landbúnaður og margt fleira skapa verðmæti fyrir Ísland með framleiðni. Hins vegar skapa háir vextir EKKI sambærileg verðmæti. Með háum vöxtum verður stórkostleg tilfærsla á peningum frá þeim sem skulda til þeirra sem eiga pening, í gegnum vaxtatekjur. Það er engin framleiðni og lítil sem engin verðmætasköpun á bak við þessa peninga. Á mannamáli þýðir þetta peningaprentun á ónýtum íslenskum krónum sem næra verðbólguna. 2) Skuldir í íslenskum krónum Ríki, sveitarfélög, lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklingar sem skulda í íslenskum krónum eiga fáa aðra kosti í hávaxtaumhverfi en að hækka ráðstöfunartekjur sínar til að geta greitt af lánum sínum. Því þarf að hækka gjaldskrár og hækka laun til að borga af lánum sem bera okurvexti. Skattar þurfa að hækka, gjaldskrár leikskóla þurfa að hækka, neysluvara þarf að hækka, íbúðir hækka í verði. Hver kannast ekki við upptalninguna ? Allar þessar hækkanir næra verðbólguna. 3) Verðtrygging-verðtryggð lán Í hávaxtaumhverfi eru margir ungir lántakendur hreinlega þvingaðir til að taka verðtryggð lán sem á mannamáli kallast að herða í hengingarólinni. Verðtryggð lán næra verðbólguna. Ég skora á þá sem vilja fræðast um hvernig verðtrygging nærir verðbólguna að lesa sjö greinar eftir Örn Karlsson sem birtust hér í „Skoðun“ á „visir.is“ dagana 5. og 19. september 2023, 16. og 27. nóvember 2023, 22. ágúst 2024, 27. desember 2024 og 8. febrúar 2025. Tilgáta meðtekin Tilraun með ótímasettri niðurstöðu hefur núna verið stunduð á fjórða ár af Seðlabankastjóra og peningastefnunefnd S.Í. Ef tilgáta er lögð fram um að háir vextir dragi úr verðbólgu og þenslu í hagkerfi og niðurstaða tilraunarinnar sýnir fram á að verðbólga lækkar lítið sem ekkert og þensla í hagkerfi minnkar lítið sem ekkert þarf að leggja fram aðra tilgátu og framkvæma aðra tilraun. Börnin mín og makar þeirra sem eru að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið eru ekki að valda þenslu í hagkerfinu, né bera ábyrgð á gengdarlausri verðbólgu sem hrjáir hagkerfið. Börnin mín og makar þeirra sem núna berjast í bökkum við að greiða okurvexti af lánum vegna íbúðarkaupa eiga ekki að vera notuð áfram í misheppnaðri tilraun Seðlabankastjóra og annarra í peningastefnunefnd S.Í. Kosin hefur verið ný stjórn Seðlabanka Íslands. Það er kominn tími til að ný stjórn S.Í., sjái til þess að fundinn verði nýr Seðlabankastjóri og ný peningastefnunefnd verði skipuð. Það þarf að leggja fram nýja tilgátu. Börnin okkar allra sem erfa Ísland eiga betra skilið. Þessum hávaxtaskrípaleik sem hefur verið í gangi alltof lengi þarf að ljúka strax. Höfundur er faðir fjögurra barna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það eiga að vera sjálfsögð réttindi ungs fólks á Íslandi að geta komið sér þaki yfir höfuðið. Það eru liðin fjögur ár síðan þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Tilgáta-tilraun-niðurstaða Allir vísindamenn vita að tilgátu fylgir tilraun. Ef tilraunin er endurtekin aftur og aftur og niðurstaðan verður sú hin sama aftur og aftur er talað um að tilgátan sé meðtekin. Raunvísindi og félagsvísindi vinna oftast mjög vel saman og mikilvægt er að báðar fræðigreinar fái að blómstra. Í raunvísindum er oftar auðveldara að túlka niðurstöður tilrauna heldur en í félagsvísindum og því er talað um raunvísindi sem „akkúrat“ vísindi. Hagfræði myndu flestir flokka undir sambland af raun- og félagsvísindum. Því getur verið vandasamt að túlka niðurstöður tilrauna í hagfræði sem „akkúrat“ meðteknar. Af þeim sökum þarf að spyrja þeirrar spurningar; hvort tilgátan um að háir vextir dragi úr þenslu í hagkerfi Íslands og minnki verðbólgu sé meðtekin ? Og það sem meira er, það verður að tímasetja hvað tilraunin á að standa lengi yfir. Ef tilraunin er ekki tímasett þá getur langavitleysan haldið áfram út í hið óendanlega og slíkt skapar hræðilega óvissu í hagkerfi Íslands, öllum til óheilla, bæði þeim sem eiga peninga og skulda. Núna hefur hávaxta-tilraun Seðlabankastjóra og peningastefnunefndar S.Í. staðið yfir á fjórða ár. Því miður sér ekki fyrir endann á hávaxtastefnunni og Seðlabankastjóri getur ekki einu sinni tímasett hvenær þessari misheppnuðu tilraun lýkur og biður almenning að sýna þolinmæði! Háir vextir fóðra/næra verðbólgu á a.m.k. þrjá vegu. 1) Verðmætasköpun Sjávarútvegur, ferðamannaiðnaður/ferðaútvegur, lyfjaiðnaður, landbúnaður og margt fleira skapa verðmæti fyrir Ísland með framleiðni. Hins vegar skapa háir vextir EKKI sambærileg verðmæti. Með háum vöxtum verður stórkostleg tilfærsla á peningum frá þeim sem skulda til þeirra sem eiga pening, í gegnum vaxtatekjur. Það er engin framleiðni og lítil sem engin verðmætasköpun á bak við þessa peninga. Á mannamáli þýðir þetta peningaprentun á ónýtum íslenskum krónum sem næra verðbólguna. 2) Skuldir í íslenskum krónum Ríki, sveitarfélög, lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklingar sem skulda í íslenskum krónum eiga fáa aðra kosti í hávaxtaumhverfi en að hækka ráðstöfunartekjur sínar til að geta greitt af lánum sínum. Því þarf að hækka gjaldskrár og hækka laun til að borga af lánum sem bera okurvexti. Skattar þurfa að hækka, gjaldskrár leikskóla þurfa að hækka, neysluvara þarf að hækka, íbúðir hækka í verði. Hver kannast ekki við upptalninguna ? Allar þessar hækkanir næra verðbólguna. 3) Verðtrygging-verðtryggð lán Í hávaxtaumhverfi eru margir ungir lántakendur hreinlega þvingaðir til að taka verðtryggð lán sem á mannamáli kallast að herða í hengingarólinni. Verðtryggð lán næra verðbólguna. Ég skora á þá sem vilja fræðast um hvernig verðtrygging nærir verðbólguna að lesa sjö greinar eftir Örn Karlsson sem birtust hér í „Skoðun“ á „visir.is“ dagana 5. og 19. september 2023, 16. og 27. nóvember 2023, 22. ágúst 2024, 27. desember 2024 og 8. febrúar 2025. Tilgáta meðtekin Tilraun með ótímasettri niðurstöðu hefur núna verið stunduð á fjórða ár af Seðlabankastjóra og peningastefnunefnd S.Í. Ef tilgáta er lögð fram um að háir vextir dragi úr verðbólgu og þenslu í hagkerfi og niðurstaða tilraunarinnar sýnir fram á að verðbólga lækkar lítið sem ekkert og þensla í hagkerfi minnkar lítið sem ekkert þarf að leggja fram aðra tilgátu og framkvæma aðra tilraun. Börnin mín og makar þeirra sem eru að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið eru ekki að valda þenslu í hagkerfinu, né bera ábyrgð á gengdarlausri verðbólgu sem hrjáir hagkerfið. Börnin mín og makar þeirra sem núna berjast í bökkum við að greiða okurvexti af lánum vegna íbúðarkaupa eiga ekki að vera notuð áfram í misheppnaðri tilraun Seðlabankastjóra og annarra í peningastefnunefnd S.Í. Kosin hefur verið ný stjórn Seðlabanka Íslands. Það er kominn tími til að ný stjórn S.Í., sjái til þess að fundinn verði nýr Seðlabankastjóri og ný peningastefnunefnd verði skipuð. Það þarf að leggja fram nýja tilgátu. Börnin okkar allra sem erfa Ísland eiga betra skilið. Þessum hávaxtaskrípaleik sem hefur verið í gangi alltof lengi þarf að ljúka strax. Höfundur er faðir fjögurra barna
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar