Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. ágúst 2025 11:28 Stefán Blackburn mætir í dómssal í Héraðsdómi Suðurlands. Með honum stendur Páll Kristjánsson verjandi hans. Vísir/Anton Brink „Það eina sem gerðist þarna var að þarna hitti maður sem var að fara fremja glæp mann sem var í glæpum,“ sagði Stefán Blackburn í aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða sem hófst í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Stefán gaf fyrstu skýrslu málsins í morgun og viðurkenndi fyrir dómi að miklu leyti það sem hann er ákærður fyrir. Hann sagði þó að hann hefði aldrei grunað að brotaþoli málsins, sem lést, væri í lífshættu. „Ef þú vilt fá hreinskilnislegt svar, þá finnst mér gríðarlega sorglegt hvernig fór. Bæði fyrir aðstandendur hins látna og sakborninga í þessu máli. Það er aldrei í lagi að taka líf neins á neinum tímapunkti,“ sagði Stefán. Fimm eru ákærð í málinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þau verða ekki nafngreind að svo stöddu. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Þröng á þingi Ansi þröngt er í litlum sal Héraðsdóms Suðurlands þar sem aðalmeðferðin fer fram. Öll sæti salarins, sem eru ellefu talsins, sem jafnan eru ætluð þeim sem fylgjast með þinghaldi voru tekin frá fyrir aðila málsins, það er að segja sakborningana, og lögreglumenn sem fylgdu þeim til aðalmeðferðar. Fjölmiðlafólk og aðrir sem eru viðstaddir hafa þurft að bera sæti frá göngum dómstólsins inn í dómsalinn, og lögmenn hafa grínast með að einu lausu sætin séu sæti sem ætluð eru dómurum við réttinn. Dómarinn tjáði sakborningunum þremur að þeir hefðu stöðu ákærða strax í upphafi þinghalds, og að þeim væri ekki skylt að tjá sig að nokkru leyti. Eftir að dómari hafði farið yfir nokkur skjöl í málinu hófust skýrslutökur yfir hinum ákærðu. Breyttu afstöðu sinni Í upphafi þinghaldsins kynntu verjendur Stefáns og Lúkasar Geirs að þeir hefðu breytt afstöðu sinni til ákærunnar. Þeir höfðu áður neitað sök en játa nú frelsissviptingu og rán, en ekki að hafa framið manndráp. Þá viðurkenndi Stefán jafnframt tilraun til fjárkúgunar gagnvart ekkju Hjörleifs. Það gerði Lúkas hins vegar ekki. Töluðu um lífið og tilveruna á leiðinni Stefán Blackburn lýsti því fyrir dómi að Lúkas hefði haft samband við hann og boðið honum að taka þátt í verkefni sem myndi felast í að fjárkúga barnaníðing. Um væri að ræða verkefni úti á landi og Lúkas beðið Stefán um að keyra sig. Þetta kvöld hefði Stefán farið í „smá undirbúningsvinnu“, sem hafi falist í að ná í lambhúshettur og falskar bílnúmeraplötur. Síðan hafi þeir tveir lagt af stað á Teslunni hans Stefáns, keyrt austur fyrir fjall að Þorlákshöfn. Að sögn Lúkasar voru þeir orðnir of seinir, líklega vissi maðurinn sem þeir ætluðu að fjárkúga eitthvað af þessu. „Á leiðinni vorum við að tala um lífið og tilveruna. Við vorum bara að hlusta á tónlist. Við vorum ekki að fara neitt sérstaklega yfir þetta.“ Þegar þeir hafi verið komnir til Þorlákshafnar hafi Lúkas sett sig í samband við einhvern einstakling í Þorlákshöfn. Síðan hafi þeir séð Hjörleif ganga milli húsa og tekið hann upp í bílinn, og Stefán læst bílnum. Gáfu tvo valkosti Að sögn Stefáns báru þeir undir Hjörleif að hann hefði verið í einhverjum samskiptum við ólögráða stelpur, og þeir hafi gefið honum tvo valkosti. Annað hvort yrði þetta gert opinbert og hann niðurlægður, eða hann myndi borga sig út úr þessu. „Ég fer að pressa á hann, að hann þurfi bara að borga annars fari þetta á netið,“ sagði Stefán. Stefán segir að Hjörleifur hafi gengist við ásökunum þeirra. „Hann viðurkenndi að hann hefði skitið upp á bak.“ Hjörleifur hafi hins vegar ekki sagst vitað lykilorðið á heimabankann sinn, en sagði konuna sína vita það. Skelkaðir vegna jeppa Á þessum tímapunkti voru þeir, að sögn Stefáns, í bílnum á bryggjunni við Þorlákshöfn. Þeir hafi séð jeppa skammt frá þeim og Stefán orðið sannfærður um að þarna væri einhver sem væri tengdur Hjörleifi. Lúkas Geir Ingvarsson mætir í fylgd í dómssal en hann sætir gæsluvarðhaldi.Vísir/Anton Brink „Þetta var á holóttum malarvegi og bíllinn kom bara á þannig ferð inn á malarveginn að framljósin hoppuðu. Við urðum smá smeykir og skelkaðir og stressaðir og aðstæðurnar strax þarna komnar út úr böndunum,“ sagði Stefán. „Ég fann enga lausn aðra en að bruna út úr bænum.“ „Strax komið þvílíkt panikk ástand“ Þeir hafi sett stefnuna úr Þorlákshöfn og sett svartan nælonpoka yfir höfuðið á Hjörleifi. „Ég vildi ekki að hann gæti kortlagt ferðir okkar og við setjum pokann yfir hausinn á honum.“ Þá hafi Stefán orðið þess var að Teslan væri að verða rafmagnslaus, og hann hafi ekki viljað hlaða hana í Hveragerði. Hann hafi séð að næsta hleðslustöð væri við Hellisheiðarvirkjun. „Það var strax komið þvílíkt panikk ástand í gang. Það átti í fyrsta lagi aldrei að fara út úr Þorlákshöfn og í öðru lagi vorum við komnir í aðstæður sem voru alls ekki planið.“ „Vorum ekkert að klára vakt í Krónunni“ Um það leyti hafi þeir haft samband við Matthías. Stefán sagði að hann væri vinur Lúkasar en sjálfur þekkti hann aðeins lauslega til hans. „Hann var það sem við kölluðum í okkar vinahóp svona tæknigæi. Ef það var eitthvað sem tengdist tölvum, vírum eða snúrum eða rafrænum peningum, þá var hann alltaf fyrsta símtal. Ég hringi þarna í hann og útskýri fyrir honum stöðuna,“ sagði Stefán. Bræðurnir Stefán Karl og Páll Kristjánssynir eru verjendur Lúkasar og Stefáns.Vísir/Anton Brink „Ég segi honum að taka með sér lambhúshettu, og græja hleðslulykil. Það var enginn vafi á því að hann vissi það að við vorum ekkert að klára vakt í Krónunni.“ Stefán lýsti hugarástandi sínu þarna á þann hátt að hefði verið í mikilli neyslu á þessum tímapunkti og átt erfitt með að hugsa um einn hlut í einu. Fóru í iðnaðarbil á Esjumelum Matthías hefði komið á vettvanginn og þeir farið yfir stöðuna sem upp var komin. Hjörleifur hefði áfram bent á eiginkonu sína. Stefán hafi því ákveðið að hringja í konuna. „Ég segi bara maðurinn þinn er kominn í bölvað vesen, eitthvað perrastand,“ sagði hann. „Hennar fyrstu viðbrögð voru bara: „Já, gott á þig.“ Þetta ýtti rosalega mikið undir það að þessi maður væri alveg jafn mikið að brjóta lögin og ég. Eða hann ætlaði allavega að gera það.“ Þeir hafi þá ákveðið að færa Hjörleif í bíl Matthíasar, af tegundinni Volkswagen Golf. Stefán hafi vitað af iðnaðarbili við Esjumela í Mosfellsbæ þar sem alltaf væri opin rennihurð og þeir farið þangað. Stefán lýsti rýminu sem frekar þröngu, og að ákvörðun um að fara þangað hafi byggt á miklu pati, og hálfgerðu panic-ástandi. Komst inn í heimabankann Stefán lýsti því að hann hefði komið höndum yfir veski Hjörleifs, þar sem hann hafi fundið miða með ýmsum tölustöfum og stuttum orðum. Hann hafi að endingu komist inn í símann, síðan í heimabanka Hjörleifs, og hafi gert fjölmargar tilraunir til að millifæra fjármuni þaðan. Það hafi hins vegar ekki gengið. Héraðsdómur Suðurlands er í Miðgarði við Austurveg á Selfossi.Vísir/anton Brink Stefán sagði þá að þegar á þessu stóð hafi hann farið inn og út úr iðnaðarbilinu og inn í annað sambærilegt rými, meðal annars til þess að ræða við Lúkas í hinu rýminu, eða fá sér fíkniefni. „Ég ætla að brjóta á honum höndina“ Á einum tímapunkti segist Stefán hafa komið að Matthíasi þar sem hann hafi slegið Hjörleif í annað hvort hnéð eða handlegginn, þar sem Hjörleifur hafi setið með höndina í kjöltu sér. Stefán sagðist hafa tekið tjakkinn af Matthíasi og sagt: „Engin vopn“. Það hafi hann gert því hann vissi að sakamál þar sem bareflum væri beitt gætu farið verr en önnur. Þá lýsti hann því að Hjörleifur hafi harkað allt ofbeldið af sér fram að þessu, og að hann hefði raunar aldrei séð neinn harka jafn mikið af sér. „Ég tók bara ákvörðun: Ég ætla að brjóta á honum höndina. Ef hann gefst ekki upp eftir það þá veit hann ekki lykilorðið,“ sagði Stefán, og lýsti því í kjölfarið að hafa brotið handlegg Hjörleifs með því að leggja hann yfir hnéð á sér og þrýsta niður með handafli. „Hann gaf ekkert upp þá, og þá vissi ég að hann vissi ekki lykilorðið.“ Vildu að Hjörleifur myndi finnast fljótt Við þetta sagði Stefán að hann hefði tjáð Lúkasi og Matthíasi að þeir yrðu að skilja Hjörleif einhvers staðar eftir. Hann hafi afráðið að best væri að skilja hann eftir á fjölförnum stað, þar sem stutt væri í að hann myndi finnast. Hann sagðist hafa haldið mikið til í Bryggjuhverfinu dagana á undan, og vitað að á morgnana væri mikil umferð á göngustígnum þar sem Hjörleifur fannst að endingu. Í framburði sínum sagðist hann þó hafa haldið að klukkan væri nær sjö að morgni, en hann hafi verið skilinn eftir á göngustígnum á þriðja tímanum að næturlagi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi átján ára karlmanns sem er ákærður fyrir fjárdrátt.vísir/Anton Brink Stefán lýsir því að Matthías hafi keyrt bíl sinn í Gufunes, þar sem Hjörleifur og Lúkas sátu í aftursætinu. Stefán hafi svo elt þá á Teslunni. Við komuna í Gufunes hafi Stefán farið yfir í bíl Matthíasar, og þremenningarnir ekið með Hjörleif inn göngustíginn. Áður en þeir hafi skilið Hjörleif eftir hafi hann fengið þá hugmynd að ná í nýtt bankaapp í síma hans, þar sem hann hefði þegar komist yfir lykilorðið að rafrænum skilríkjum hans. Hann lýsti því fyrir dómi að Matthías hefði séð um það. Á nokkrum mínútum hafi honum tekist að ná í nýtt app, stofna reikning og sækja um lán á nokkrum mínútum. „Þarna skilja leiðir“ Eftir það hafi þeir lagt Hjörleif niður í stígkantinum, eftir að hafa klætt hann úr fötunum. Stefán sagði þá hafa gert það til að koma í veg fyrir að lífsýni úr þremenningunum myndu finnast á fatnaði Hjörleifs. Matthías hafi í kjölfarið fengið það verkefni að koma fjármununum í rafræna mynt, en hann hafi farið heim til vinkonu sinnar til að skipta um föt. „Þarna skilja leiðir,“ sagði Stefán eftir að hafa farið yfir málið í nokkuð frjálsri frásögn. Kannaðist ekkert við hvítt band Eftir þetta beindi saksóknari nokkrum spurningum til Stefáns til að varpa betra ljósi á málavexti. Hann spurði hann meðal annars hvort eitthvert ofbeldi hefði átt sér stað í Teslu Stefáns, sem var bíllinn sem Stefán og Lúkas notuðu til að sækja Hjörleif. Stefán sagði Lúkas hafa slegið nokkrum sinnum til Hjörleifs, en sjálfur hafi hann verið að einbeita sér að akstrinum. Hann sagði þó að allir hefðu þremenningarnir á einhverjum tímapunkti beitt Hjörleif ofbeldi. Hjörleifur Haukur fannst afar illa haldinn á göngustíg í Gufunesi klukka hálf átta að morgni. Hann var látinn hálfum öðrum tíma síðar.Vísir/Anton Brink Saksóknari spurði Stefán meðal annars út í hvítt band sem hafði fundist í iðnaðarbilinu á Esjumelum. Stefán kvaðst ekki kannast við það og sagði það vera einhverja vitleysu. Saksóknari upplýsti þá að blóð hefði fundist á bandinu, en Stefán sagði að Hjörleifur hefði á engum tímapunkti verið bundinn eða benslaður. Komnir í „skítastöðu“ Stefán sagði ítrekað að hann hafi aldrei langað til að beita Hjörleif ofbeldi, heldur hafi hann aðeins verið á höttunum eftir peningum. Þremenningarnir hafi hins vegar verið komnir í „skítastöðu“ og verið búnir að missa stjórn á aðstæðum. Ekkert ofbeldi hafi átt sér stað þegar í Gufunes hafi verið komið. „Það eina sem gerðist þarna var að þarna hitti maður sem var að fara fremja glæp mann sem var í glæpum,“ sagði Stefán. Fyrsti valkostur hafi verið að fá peninga út úr Hjörleifi, og ekkert annað. Stefán var einnig spurður út í blóð sem fannst í skottinu á bíl hans. Hann sagðist ekki gera sér grein fyrir því hvernig það væri til komið, en mögulegt sé að hann hafi sett föt Hjörleifs í skottið, og þannig hafi blóð færst úr fötunum yfir í bílinn. Fötunum hafi hann svo hent í ruslatunnu í Hlíðahverfi í Reykjavík. Kannaðist ekki við neina tösku Saksóknari spurði Stefán einnig út í íþróttatösku sem fannst við rannsókn málsins, og hafði verið kveikt í. Þar hafi fundist rauð úlpa með lífsýni úr Lúkasi, en Stefán kvaðst ekkert kannast við hana. Stefán Blackburn á að baki nokkurn sakarferil. Mesta athygli vakti þátttaka hans í Stokkseyrarmálinu svokallaða fyrir um áratug.Vísir/Anton Brink „Ég kveikti ekki í henni sjálfur ef þú meinar það. Man ekki eftir að hafa beðið neinn um að kveikja í henni eða rétt einhverjum töskuna,“ sagði Stefán. Taldi Hjörleif aldrei í lífshættu Stefán sagði að honum hefði aldrei komið til hugar að Hjörleifur væri í lífshættu, þótt hann væri sannarlega illa leikinn. Hann hafi verið handleggsbrotinn og mögulega fótbrotinn, en aldrei í lífshættu. Hann sagði sorglegt hvernig málið hefði farið, bæði fyrir aðstandendur Hjörleifs en einnig fyrir sakborninga í málinu. „Það er aldrei í lagi að taka líf neins, á neinum tímapunkti.“ Matthías hafi getað hætt við hvenær sem er Þáttur Matthíasar var stór hluti af því sem saksóknari spurði um. Stefán sagði Matthías hafa beitt ofbeldi, lagt fram þekkingu og tekið virkan þátt. Hann hafi ekki beitt ofbeldi eftir skipunum frá sér eða Lúkasi. „Ég vildi óska þess að svona ungur maður væri ekki flæktur inn í svona alvarlegt og flókið mál,“ sagði Stefán. Matthías hefði hins vegar getað gengið frá borði á hvaða tímapunkti sem væri. Matthías Björn sætir gæsluvarðhaldi og kom því í fylgd fangavarða í héraðsdóm í morgun.Vísir/Anton Brink Hann sagðist hafa haft orð á því við lögmann sinn að hann hefði sjálfur flækst inn í glæpi á unga aldri, og vissi hversu alvarlegar afleiðingar það hefði. „Ég vona að við séum ekki að búa til nýjan mig,“ sagðist Stefán hafa sagt við lögmann sinn um það. Hafi verið í stuttri neyslu Stefán sagði að í aðdraganda málsins hefði hann verið búinn að koma lífi sínu á réttan kjöl. Hann væri giftur með börn, búinn að vera edrú í átta ár, fastráðinn sem sjómaður og hefði þar á undan verið í málningarvinnu. Síðan hefði komið stutt skeið þar sem hann var aftur í neyslu. „Þetta hefur haft gríðarlega þung áhrif á mig og mitt fólk. Ég á stóra fjölskyldu og var búinn að koma lífi mínu vel fyrir. Þetta er bara harmleikur. Það átti aldrei neinn að deyja.” Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Lögreglumál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Stefán gaf fyrstu skýrslu málsins í morgun og viðurkenndi fyrir dómi að miklu leyti það sem hann er ákærður fyrir. Hann sagði þó að hann hefði aldrei grunað að brotaþoli málsins, sem lést, væri í lífshættu. „Ef þú vilt fá hreinskilnislegt svar, þá finnst mér gríðarlega sorglegt hvernig fór. Bæði fyrir aðstandendur hins látna og sakborninga í þessu máli. Það er aldrei í lagi að taka líf neins á neinum tímapunkti,“ sagði Stefán. Fimm eru ákærð í málinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þau verða ekki nafngreind að svo stöddu. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Þröng á þingi Ansi þröngt er í litlum sal Héraðsdóms Suðurlands þar sem aðalmeðferðin fer fram. Öll sæti salarins, sem eru ellefu talsins, sem jafnan eru ætluð þeim sem fylgjast með þinghaldi voru tekin frá fyrir aðila málsins, það er að segja sakborningana, og lögreglumenn sem fylgdu þeim til aðalmeðferðar. Fjölmiðlafólk og aðrir sem eru viðstaddir hafa þurft að bera sæti frá göngum dómstólsins inn í dómsalinn, og lögmenn hafa grínast með að einu lausu sætin séu sæti sem ætluð eru dómurum við réttinn. Dómarinn tjáði sakborningunum þremur að þeir hefðu stöðu ákærða strax í upphafi þinghalds, og að þeim væri ekki skylt að tjá sig að nokkru leyti. Eftir að dómari hafði farið yfir nokkur skjöl í málinu hófust skýrslutökur yfir hinum ákærðu. Breyttu afstöðu sinni Í upphafi þinghaldsins kynntu verjendur Stefáns og Lúkasar Geirs að þeir hefðu breytt afstöðu sinni til ákærunnar. Þeir höfðu áður neitað sök en játa nú frelsissviptingu og rán, en ekki að hafa framið manndráp. Þá viðurkenndi Stefán jafnframt tilraun til fjárkúgunar gagnvart ekkju Hjörleifs. Það gerði Lúkas hins vegar ekki. Töluðu um lífið og tilveruna á leiðinni Stefán Blackburn lýsti því fyrir dómi að Lúkas hefði haft samband við hann og boðið honum að taka þátt í verkefni sem myndi felast í að fjárkúga barnaníðing. Um væri að ræða verkefni úti á landi og Lúkas beðið Stefán um að keyra sig. Þetta kvöld hefði Stefán farið í „smá undirbúningsvinnu“, sem hafi falist í að ná í lambhúshettur og falskar bílnúmeraplötur. Síðan hafi þeir tveir lagt af stað á Teslunni hans Stefáns, keyrt austur fyrir fjall að Þorlákshöfn. Að sögn Lúkasar voru þeir orðnir of seinir, líklega vissi maðurinn sem þeir ætluðu að fjárkúga eitthvað af þessu. „Á leiðinni vorum við að tala um lífið og tilveruna. Við vorum bara að hlusta á tónlist. Við vorum ekki að fara neitt sérstaklega yfir þetta.“ Þegar þeir hafi verið komnir til Þorlákshafnar hafi Lúkas sett sig í samband við einhvern einstakling í Þorlákshöfn. Síðan hafi þeir séð Hjörleif ganga milli húsa og tekið hann upp í bílinn, og Stefán læst bílnum. Gáfu tvo valkosti Að sögn Stefáns báru þeir undir Hjörleif að hann hefði verið í einhverjum samskiptum við ólögráða stelpur, og þeir hafi gefið honum tvo valkosti. Annað hvort yrði þetta gert opinbert og hann niðurlægður, eða hann myndi borga sig út úr þessu. „Ég fer að pressa á hann, að hann þurfi bara að borga annars fari þetta á netið,“ sagði Stefán. Stefán segir að Hjörleifur hafi gengist við ásökunum þeirra. „Hann viðurkenndi að hann hefði skitið upp á bak.“ Hjörleifur hafi hins vegar ekki sagst vitað lykilorðið á heimabankann sinn, en sagði konuna sína vita það. Skelkaðir vegna jeppa Á þessum tímapunkti voru þeir, að sögn Stefáns, í bílnum á bryggjunni við Þorlákshöfn. Þeir hafi séð jeppa skammt frá þeim og Stefán orðið sannfærður um að þarna væri einhver sem væri tengdur Hjörleifi. Lúkas Geir Ingvarsson mætir í fylgd í dómssal en hann sætir gæsluvarðhaldi.Vísir/Anton Brink „Þetta var á holóttum malarvegi og bíllinn kom bara á þannig ferð inn á malarveginn að framljósin hoppuðu. Við urðum smá smeykir og skelkaðir og stressaðir og aðstæðurnar strax þarna komnar út úr böndunum,“ sagði Stefán. „Ég fann enga lausn aðra en að bruna út úr bænum.“ „Strax komið þvílíkt panikk ástand“ Þeir hafi sett stefnuna úr Þorlákshöfn og sett svartan nælonpoka yfir höfuðið á Hjörleifi. „Ég vildi ekki að hann gæti kortlagt ferðir okkar og við setjum pokann yfir hausinn á honum.“ Þá hafi Stefán orðið þess var að Teslan væri að verða rafmagnslaus, og hann hafi ekki viljað hlaða hana í Hveragerði. Hann hafi séð að næsta hleðslustöð væri við Hellisheiðarvirkjun. „Það var strax komið þvílíkt panikk ástand í gang. Það átti í fyrsta lagi aldrei að fara út úr Þorlákshöfn og í öðru lagi vorum við komnir í aðstæður sem voru alls ekki planið.“ „Vorum ekkert að klára vakt í Krónunni“ Um það leyti hafi þeir haft samband við Matthías. Stefán sagði að hann væri vinur Lúkasar en sjálfur þekkti hann aðeins lauslega til hans. „Hann var það sem við kölluðum í okkar vinahóp svona tæknigæi. Ef það var eitthvað sem tengdist tölvum, vírum eða snúrum eða rafrænum peningum, þá var hann alltaf fyrsta símtal. Ég hringi þarna í hann og útskýri fyrir honum stöðuna,“ sagði Stefán. Bræðurnir Stefán Karl og Páll Kristjánssynir eru verjendur Lúkasar og Stefáns.Vísir/Anton Brink „Ég segi honum að taka með sér lambhúshettu, og græja hleðslulykil. Það var enginn vafi á því að hann vissi það að við vorum ekkert að klára vakt í Krónunni.“ Stefán lýsti hugarástandi sínu þarna á þann hátt að hefði verið í mikilli neyslu á þessum tímapunkti og átt erfitt með að hugsa um einn hlut í einu. Fóru í iðnaðarbil á Esjumelum Matthías hefði komið á vettvanginn og þeir farið yfir stöðuna sem upp var komin. Hjörleifur hefði áfram bent á eiginkonu sína. Stefán hafi því ákveðið að hringja í konuna. „Ég segi bara maðurinn þinn er kominn í bölvað vesen, eitthvað perrastand,“ sagði hann. „Hennar fyrstu viðbrögð voru bara: „Já, gott á þig.“ Þetta ýtti rosalega mikið undir það að þessi maður væri alveg jafn mikið að brjóta lögin og ég. Eða hann ætlaði allavega að gera það.“ Þeir hafi þá ákveðið að færa Hjörleif í bíl Matthíasar, af tegundinni Volkswagen Golf. Stefán hafi vitað af iðnaðarbili við Esjumela í Mosfellsbæ þar sem alltaf væri opin rennihurð og þeir farið þangað. Stefán lýsti rýminu sem frekar þröngu, og að ákvörðun um að fara þangað hafi byggt á miklu pati, og hálfgerðu panic-ástandi. Komst inn í heimabankann Stefán lýsti því að hann hefði komið höndum yfir veski Hjörleifs, þar sem hann hafi fundið miða með ýmsum tölustöfum og stuttum orðum. Hann hafi að endingu komist inn í símann, síðan í heimabanka Hjörleifs, og hafi gert fjölmargar tilraunir til að millifæra fjármuni þaðan. Það hafi hins vegar ekki gengið. Héraðsdómur Suðurlands er í Miðgarði við Austurveg á Selfossi.Vísir/anton Brink Stefán sagði þá að þegar á þessu stóð hafi hann farið inn og út úr iðnaðarbilinu og inn í annað sambærilegt rými, meðal annars til þess að ræða við Lúkas í hinu rýminu, eða fá sér fíkniefni. „Ég ætla að brjóta á honum höndina“ Á einum tímapunkti segist Stefán hafa komið að Matthíasi þar sem hann hafi slegið Hjörleif í annað hvort hnéð eða handlegginn, þar sem Hjörleifur hafi setið með höndina í kjöltu sér. Stefán sagðist hafa tekið tjakkinn af Matthíasi og sagt: „Engin vopn“. Það hafi hann gert því hann vissi að sakamál þar sem bareflum væri beitt gætu farið verr en önnur. Þá lýsti hann því að Hjörleifur hafi harkað allt ofbeldið af sér fram að þessu, og að hann hefði raunar aldrei séð neinn harka jafn mikið af sér. „Ég tók bara ákvörðun: Ég ætla að brjóta á honum höndina. Ef hann gefst ekki upp eftir það þá veit hann ekki lykilorðið,“ sagði Stefán, og lýsti því í kjölfarið að hafa brotið handlegg Hjörleifs með því að leggja hann yfir hnéð á sér og þrýsta niður með handafli. „Hann gaf ekkert upp þá, og þá vissi ég að hann vissi ekki lykilorðið.“ Vildu að Hjörleifur myndi finnast fljótt Við þetta sagði Stefán að hann hefði tjáð Lúkasi og Matthíasi að þeir yrðu að skilja Hjörleif einhvers staðar eftir. Hann hafi afráðið að best væri að skilja hann eftir á fjölförnum stað, þar sem stutt væri í að hann myndi finnast. Hann sagðist hafa haldið mikið til í Bryggjuhverfinu dagana á undan, og vitað að á morgnana væri mikil umferð á göngustígnum þar sem Hjörleifur fannst að endingu. Í framburði sínum sagðist hann þó hafa haldið að klukkan væri nær sjö að morgni, en hann hafi verið skilinn eftir á göngustígnum á þriðja tímanum að næturlagi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi átján ára karlmanns sem er ákærður fyrir fjárdrátt.vísir/Anton Brink Stefán lýsir því að Matthías hafi keyrt bíl sinn í Gufunes, þar sem Hjörleifur og Lúkas sátu í aftursætinu. Stefán hafi svo elt þá á Teslunni. Við komuna í Gufunes hafi Stefán farið yfir í bíl Matthíasar, og þremenningarnir ekið með Hjörleif inn göngustíginn. Áður en þeir hafi skilið Hjörleif eftir hafi hann fengið þá hugmynd að ná í nýtt bankaapp í síma hans, þar sem hann hefði þegar komist yfir lykilorðið að rafrænum skilríkjum hans. Hann lýsti því fyrir dómi að Matthías hefði séð um það. Á nokkrum mínútum hafi honum tekist að ná í nýtt app, stofna reikning og sækja um lán á nokkrum mínútum. „Þarna skilja leiðir“ Eftir það hafi þeir lagt Hjörleif niður í stígkantinum, eftir að hafa klætt hann úr fötunum. Stefán sagði þá hafa gert það til að koma í veg fyrir að lífsýni úr þremenningunum myndu finnast á fatnaði Hjörleifs. Matthías hafi í kjölfarið fengið það verkefni að koma fjármununum í rafræna mynt, en hann hafi farið heim til vinkonu sinnar til að skipta um föt. „Þarna skilja leiðir,“ sagði Stefán eftir að hafa farið yfir málið í nokkuð frjálsri frásögn. Kannaðist ekkert við hvítt band Eftir þetta beindi saksóknari nokkrum spurningum til Stefáns til að varpa betra ljósi á málavexti. Hann spurði hann meðal annars hvort eitthvert ofbeldi hefði átt sér stað í Teslu Stefáns, sem var bíllinn sem Stefán og Lúkas notuðu til að sækja Hjörleif. Stefán sagði Lúkas hafa slegið nokkrum sinnum til Hjörleifs, en sjálfur hafi hann verið að einbeita sér að akstrinum. Hann sagði þó að allir hefðu þremenningarnir á einhverjum tímapunkti beitt Hjörleif ofbeldi. Hjörleifur Haukur fannst afar illa haldinn á göngustíg í Gufunesi klukka hálf átta að morgni. Hann var látinn hálfum öðrum tíma síðar.Vísir/Anton Brink Saksóknari spurði Stefán meðal annars út í hvítt band sem hafði fundist í iðnaðarbilinu á Esjumelum. Stefán kvaðst ekki kannast við það og sagði það vera einhverja vitleysu. Saksóknari upplýsti þá að blóð hefði fundist á bandinu, en Stefán sagði að Hjörleifur hefði á engum tímapunkti verið bundinn eða benslaður. Komnir í „skítastöðu“ Stefán sagði ítrekað að hann hafi aldrei langað til að beita Hjörleif ofbeldi, heldur hafi hann aðeins verið á höttunum eftir peningum. Þremenningarnir hafi hins vegar verið komnir í „skítastöðu“ og verið búnir að missa stjórn á aðstæðum. Ekkert ofbeldi hafi átt sér stað þegar í Gufunes hafi verið komið. „Það eina sem gerðist þarna var að þarna hitti maður sem var að fara fremja glæp mann sem var í glæpum,“ sagði Stefán. Fyrsti valkostur hafi verið að fá peninga út úr Hjörleifi, og ekkert annað. Stefán var einnig spurður út í blóð sem fannst í skottinu á bíl hans. Hann sagðist ekki gera sér grein fyrir því hvernig það væri til komið, en mögulegt sé að hann hafi sett föt Hjörleifs í skottið, og þannig hafi blóð færst úr fötunum yfir í bílinn. Fötunum hafi hann svo hent í ruslatunnu í Hlíðahverfi í Reykjavík. Kannaðist ekki við neina tösku Saksóknari spurði Stefán einnig út í íþróttatösku sem fannst við rannsókn málsins, og hafði verið kveikt í. Þar hafi fundist rauð úlpa með lífsýni úr Lúkasi, en Stefán kvaðst ekkert kannast við hana. Stefán Blackburn á að baki nokkurn sakarferil. Mesta athygli vakti þátttaka hans í Stokkseyrarmálinu svokallaða fyrir um áratug.Vísir/Anton Brink „Ég kveikti ekki í henni sjálfur ef þú meinar það. Man ekki eftir að hafa beðið neinn um að kveikja í henni eða rétt einhverjum töskuna,“ sagði Stefán. Taldi Hjörleif aldrei í lífshættu Stefán sagði að honum hefði aldrei komið til hugar að Hjörleifur væri í lífshættu, þótt hann væri sannarlega illa leikinn. Hann hafi verið handleggsbrotinn og mögulega fótbrotinn, en aldrei í lífshættu. Hann sagði sorglegt hvernig málið hefði farið, bæði fyrir aðstandendur Hjörleifs en einnig fyrir sakborninga í málinu. „Það er aldrei í lagi að taka líf neins, á neinum tímapunkti.“ Matthías hafi getað hætt við hvenær sem er Þáttur Matthíasar var stór hluti af því sem saksóknari spurði um. Stefán sagði Matthías hafa beitt ofbeldi, lagt fram þekkingu og tekið virkan þátt. Hann hafi ekki beitt ofbeldi eftir skipunum frá sér eða Lúkasi. „Ég vildi óska þess að svona ungur maður væri ekki flæktur inn í svona alvarlegt og flókið mál,“ sagði Stefán. Matthías hefði hins vegar getað gengið frá borði á hvaða tímapunkti sem væri. Matthías Björn sætir gæsluvarðhaldi og kom því í fylgd fangavarða í héraðsdóm í morgun.Vísir/Anton Brink Hann sagðist hafa haft orð á því við lögmann sinn að hann hefði sjálfur flækst inn í glæpi á unga aldri, og vissi hversu alvarlegar afleiðingar það hefði. „Ég vona að við séum ekki að búa til nýjan mig,“ sagðist Stefán hafa sagt við lögmann sinn um það. Hafi verið í stuttri neyslu Stefán sagði að í aðdraganda málsins hefði hann verið búinn að koma lífi sínu á réttan kjöl. Hann væri giftur með börn, búinn að vera edrú í átta ár, fastráðinn sem sjómaður og hefði þar á undan verið í málningarvinnu. Síðan hefði komið stutt skeið þar sem hann var aftur í neyslu. „Þetta hefur haft gríðarlega þung áhrif á mig og mitt fólk. Ég á stóra fjölskyldu og var búinn að koma lífi mínu vel fyrir. Þetta er bara harmleikur. Það átti aldrei neinn að deyja.”
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Lögreglumál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira