Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2025 10:32 Fjárfestatengsl (e. investor relations) eru samheiti yfir aðferðir sem fyrirtæki nota til að byggja upp traust og skýra framtíðarsýn sína fyrir fjárfestum. Meðal þess sem fjárfestatenglar þurfa að huga að er seljanleiki (e. liquidity), þ.e. hversu auðvelt er að kaupa eða selja hlutabréf með litlum tilkostnaði. Góður seljanleiki getur skipt fjárfesta miklu máli og jafnvel leitt til hærra hlutabréfaverðs[1]. Flestir fjárfestatenglar leitast við að laða að öfluga langtímafjárfesta. En án skammtímafjárfesta verður takmarkaður seljanleiki – sem getur jafnvel verið fráhrindandi fyrir langtímafjárfesta. Fjárfestatengsl snúast því m.a. um að finna rétta jafnvægið í hluthafahópnum: trausta langtímafjárfesta (t.d. lífeyrissjóði) í bland við annars konar fjárfesta sem styðja við seljanleika og verðmyndun (t.d. almenning eða verðbréfasjóði). Öflugri markaður leiðir til aukinnar hagsældar En hvernig koma fjárfestatengsl stjórnvöldum við? Fyrir utan að sinna eigin fjárfestatengslum vegna fjármögnunar ríkissjóðs (sem væri efni í aðra grein) þá geta stjórnvöld haft heilmikil áhrif á fjárfestingar á hlutabréfamarkaðnum með lagasetningu. Stjórnvöld þurfa því stundum að setja sig í spor fjárfestatengla fyrir markaðinn í heild sinni til að finna rétta jafnvægið. Í dag erum við með afar öfluga langtímafjárfesta í lífeyrissjóðunum, en þeim fylgir eðli málsins samkvæmt ekki mikill seljanleiki. Þó seljanleiki á íslenska markaðnum sé mun betri en margir vilja meina vantar engu að síður fleiri og fjölbreyttari fjárfesta til að bæta skoðanaskipti og auka gæði markaðarins. Rannsóknir benda til þess að öflugri markaður geti leitt til aukinnar hagsældar, svo það er til mikils að vinna.[2] Skattalegir hvatar jafna tækifæri fólks til fjárfestinga Fjárfestatenglar myndu sjá mikil tækifæri í þessari stöðu. Það er vel þekkt að þátttaka almennings getur aukið seljanleika og gæði hlutabréfamarkaða[3]. Stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir nýlegt útboð á hlutum í Íslandsbanka, þar sem fjölmargir einstaklingar tóku sitt fyrsta skef í fjárfestingum, en betur má ef duga skal. Norðurlandaþjóðirnar og Bretar hafa t.d. innleitt ákveðna skattalega hvata til fjárfestinga almennings í hlutabréfum, m.a. með það í huga að jafna tækifæri til fjárfestinga og bæta samkeppnishæfi – og við ættum síst af öllu að vera eftirbátar þeirra á því sviði. Einnig mætti skoða leiðir til að efla beina þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði með því að draga úr vægi lífeyrissjóða í ævisparnaði án þess að minnka heildarsparnað, til dæmis með auknu frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar eða öðrum sparnaðarleiðum utan lífeyriskerfisins. Loks mætti einfalda erlendum fjárfestum að eiga viðskipti með minniháttar breytingum á skattkerfinu, heimila verðbréfalán lífeyrissjóða og efla hlutverk banka sem viðskiptavaka. Útfærslurnar skipta minna máli en viljinn til úrbóta. Rétt eins og fjárfestatenglar ættu stjórnvöld að spyrja sig: Hvernig getum við skapað umhverfi sem laðar að fleiri og fjölbreyttari fjárfesta – og þannig stuðlað að bættum seljanleika, öflugri markaði og auknum hagvexti? Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. [1] Sjá t.d. Kumar, G. og Misra, A. K. (2015). Closer view at the stock market liquidity: A literature review. [2] Sjá t.d. Demir (2025). The role of stock markets in economic growth: Empirical evidence from panel data analysis. [3] Sjá t.d. Abudy (2020). Retail Investors’ Trading and Stock Market Liquidity. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjárfestatengsl (e. investor relations) eru samheiti yfir aðferðir sem fyrirtæki nota til að byggja upp traust og skýra framtíðarsýn sína fyrir fjárfestum. Meðal þess sem fjárfestatenglar þurfa að huga að er seljanleiki (e. liquidity), þ.e. hversu auðvelt er að kaupa eða selja hlutabréf með litlum tilkostnaði. Góður seljanleiki getur skipt fjárfesta miklu máli og jafnvel leitt til hærra hlutabréfaverðs[1]. Flestir fjárfestatenglar leitast við að laða að öfluga langtímafjárfesta. En án skammtímafjárfesta verður takmarkaður seljanleiki – sem getur jafnvel verið fráhrindandi fyrir langtímafjárfesta. Fjárfestatengsl snúast því m.a. um að finna rétta jafnvægið í hluthafahópnum: trausta langtímafjárfesta (t.d. lífeyrissjóði) í bland við annars konar fjárfesta sem styðja við seljanleika og verðmyndun (t.d. almenning eða verðbréfasjóði). Öflugri markaður leiðir til aukinnar hagsældar En hvernig koma fjárfestatengsl stjórnvöldum við? Fyrir utan að sinna eigin fjárfestatengslum vegna fjármögnunar ríkissjóðs (sem væri efni í aðra grein) þá geta stjórnvöld haft heilmikil áhrif á fjárfestingar á hlutabréfamarkaðnum með lagasetningu. Stjórnvöld þurfa því stundum að setja sig í spor fjárfestatengla fyrir markaðinn í heild sinni til að finna rétta jafnvægið. Í dag erum við með afar öfluga langtímafjárfesta í lífeyrissjóðunum, en þeim fylgir eðli málsins samkvæmt ekki mikill seljanleiki. Þó seljanleiki á íslenska markaðnum sé mun betri en margir vilja meina vantar engu að síður fleiri og fjölbreyttari fjárfesta til að bæta skoðanaskipti og auka gæði markaðarins. Rannsóknir benda til þess að öflugri markaður geti leitt til aukinnar hagsældar, svo það er til mikils að vinna.[2] Skattalegir hvatar jafna tækifæri fólks til fjárfestinga Fjárfestatenglar myndu sjá mikil tækifæri í þessari stöðu. Það er vel þekkt að þátttaka almennings getur aukið seljanleika og gæði hlutabréfamarkaða[3]. Stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir nýlegt útboð á hlutum í Íslandsbanka, þar sem fjölmargir einstaklingar tóku sitt fyrsta skef í fjárfestingum, en betur má ef duga skal. Norðurlandaþjóðirnar og Bretar hafa t.d. innleitt ákveðna skattalega hvata til fjárfestinga almennings í hlutabréfum, m.a. með það í huga að jafna tækifæri til fjárfestinga og bæta samkeppnishæfi – og við ættum síst af öllu að vera eftirbátar þeirra á því sviði. Einnig mætti skoða leiðir til að efla beina þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði með því að draga úr vægi lífeyrissjóða í ævisparnaði án þess að minnka heildarsparnað, til dæmis með auknu frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar eða öðrum sparnaðarleiðum utan lífeyriskerfisins. Loks mætti einfalda erlendum fjárfestum að eiga viðskipti með minniháttar breytingum á skattkerfinu, heimila verðbréfalán lífeyrissjóða og efla hlutverk banka sem viðskiptavaka. Útfærslurnar skipta minna máli en viljinn til úrbóta. Rétt eins og fjárfestatenglar ættu stjórnvöld að spyrja sig: Hvernig getum við skapað umhverfi sem laðar að fleiri og fjölbreyttari fjárfesta – og þannig stuðlað að bættum seljanleika, öflugri markaði og auknum hagvexti? Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. [1] Sjá t.d. Kumar, G. og Misra, A. K. (2015). Closer view at the stock market liquidity: A literature review. [2] Sjá t.d. Demir (2025). The role of stock markets in economic growth: Empirical evidence from panel data analysis. [3] Sjá t.d. Abudy (2020). Retail Investors’ Trading and Stock Market Liquidity.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar