Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 07:03 Kærustuparið Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Dagur Benediktsson eru líklega á leiðinni á Ólympíuleikana fyrir hönd Íslands. Skjámynd/@ruvithrottir Miklar líkur eru á því að kærustuparið Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Dagur Benediktsson muni bæði keppa fyrir hönd Íslands á Vetrarólympíuleikunum á Ítalíu í byrjun næsta árs. Leikarnir verða haldnir í Mílanó og Cortina d'Ampezzo í ítölsku Ölpunum frá 6. til 22. febrúar 2026. Hólmfríður Dóra og Dagur ræddu möguleikann á því að keppa saman á Ólympíuleikum í viðtali við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson í Ríkissjónvarpinu. Hólmfríður Dóra er 27 ára gömul (fædd 8. janúar 1998) en hefur reynslu af Ólympíuleikum því hún fór á sína fyrstu vetrarólympíuleika árið 2022 í Peking þar sem hún keppti í alpagreinum. Hún náði 32. sæti í risasvigi og 38. sæti í svigi. Dagur er líka 27 ára gamall (fæddur 17. júní 1998) en hann keppir í skíðagöngu en ekki í alpagreinum. Hann hefur keppt á Ólympíumóti ungmenna en aldrei á sjálfum Ólympíuleikunum. Það stefnir í það að það breytist í febrúar á næsta ári. Hólmfríður og Dagur segja frá þeirri óvenjulegu stöðu að vera bæði á leiðinni á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman. „Þetta yrði alveg stórt fyrir okkur bæði og skemmtileg saga til að segja en við fáum líklegast ekkert að upplifa þetta saman af því að við verðum í sitthvoru Ólympíuþorpinu,“ sagði Dagur. „Setningarathöfnin er í Mílanó en það verða litlar setningarathafnir í hverju þorpi. Við verðum því ekki einu sinni saman á setningarathöfninni held ég,“ sagði Hólmfríður Dóra. Þorkell spurði þeim finnist þau græða mikið á reynslu hvors annars. „Klárlega,“ sagði Hólmfríður. „Það hjálpar mikið að vera bæði að keppa á hæsta stigi því þótt við séum í sitthvorri skíðaíþróttinni þá sækjum við mikinn innblástur og hjálp til hvors annars,“ sagði Dagur. „Svo bara að búa saman, hugsa bæði vel um mataræðið, svefn og alla næringu. Hugsa vel um sig. Það hjálpar ótrúlega mikið,“ sagði Hólmfríður. Alpagreinarnar á Vetrarólympíuleikunum fara fram í Cortina d'Ampezzo en skíðagangan í Tesero. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Leikarnir verða haldnir í Mílanó og Cortina d'Ampezzo í ítölsku Ölpunum frá 6. til 22. febrúar 2026. Hólmfríður Dóra og Dagur ræddu möguleikann á því að keppa saman á Ólympíuleikum í viðtali við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson í Ríkissjónvarpinu. Hólmfríður Dóra er 27 ára gömul (fædd 8. janúar 1998) en hefur reynslu af Ólympíuleikum því hún fór á sína fyrstu vetrarólympíuleika árið 2022 í Peking þar sem hún keppti í alpagreinum. Hún náði 32. sæti í risasvigi og 38. sæti í svigi. Dagur er líka 27 ára gamall (fæddur 17. júní 1998) en hann keppir í skíðagöngu en ekki í alpagreinum. Hann hefur keppt á Ólympíumóti ungmenna en aldrei á sjálfum Ólympíuleikunum. Það stefnir í það að það breytist í febrúar á næsta ári. Hólmfríður og Dagur segja frá þeirri óvenjulegu stöðu að vera bæði á leiðinni á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman. „Þetta yrði alveg stórt fyrir okkur bæði og skemmtileg saga til að segja en við fáum líklegast ekkert að upplifa þetta saman af því að við verðum í sitthvoru Ólympíuþorpinu,“ sagði Dagur. „Setningarathöfnin er í Mílanó en það verða litlar setningarathafnir í hverju þorpi. Við verðum því ekki einu sinni saman á setningarathöfninni held ég,“ sagði Hólmfríður Dóra. Þorkell spurði þeim finnist þau græða mikið á reynslu hvors annars. „Klárlega,“ sagði Hólmfríður. „Það hjálpar mikið að vera bæði að keppa á hæsta stigi því þótt við séum í sitthvorri skíðaíþróttinni þá sækjum við mikinn innblástur og hjálp til hvors annars,“ sagði Dagur. „Svo bara að búa saman, hugsa bæði vel um mataræðið, svefn og alla næringu. Hugsa vel um sig. Það hjálpar ótrúlega mikið,“ sagði Hólmfríður. Alpagreinarnar á Vetrarólympíuleikunum fara fram í Cortina d'Ampezzo en skíðagangan í Tesero. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir)
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira