Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. ágúst 2025 21:03 Stefán Blackburn er einn þriggja sakborninga sem ákærður er fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í Gufunesmálinu. Vísir/Anton Brink Karl og kona, sem eru talin hafa brennt íþróttatösku sem innihélt sönnunargögn í Gufunesmálinu svokallaða, báru vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Svo virðist sem grunur sé um að þau hafi tekið við töskunni frá Stefáni Blackburn, einum sakborningi málsins. Fimm eru ákærð í málinu. Það eru þeir Stefán, sem er 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Umrædd taska var einnig til umfjöllunar í þinghaldi málsins í gær. Fram kom að þegar hún fannst hafi verið búið var að kveikja í henni, en þrátt fyrir það hafi fundist leifar af úlpu með lífsýni úr Lúkasi. Stefán var spurður hvort hann hafi komið að því að brenna töskuna. „Ekki svo ég muni. Ég kveikti ekki í henni sjálfur, ef þú meinar það. Ég man ekki eftir að hafa beðið neinn um að kveikja í henni eða rétt einhverjum töskuna.“ Mundi bara eftir annarri tösku Tvö vitni, karl og kona, voru spurð út í töskuna við aðalmeðferðina í dag. Brunaleifarnar munu hafa fundist skammt frá heimili konunnar í Reykjavík. Fyrir dómi sagðist hún þó ekki muna hvort hún hefði verið heima hjá sér um það leyti sem atburðir Gufunesmálsins og eftirmálar þess hefðu átt sér stað. Hún hefði dvalið mikið í Hafnarfirði á þeim tíma. Konan sagðist ekki kannast við að hafa tekið við töskunni frá Stefáni, eða þá brennt hana að hans beiðni. Hún mundi einungis eftir tösku sem hún hefði fengið frá öðrum manni, ótengda þessari. Sagðist hafa verið í tómu tjóni Maðurinn gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað íklæddur Manchester United-treyju. Hann minnti að hann hefði verið með konunni heima hjá henni um þetta leyti, daginn eftir að atburðir Gufunesmálsins áttu sér stað. Hann sagðist þó muna afar lítið. „Ég var búinn að vera í tómu tjóni þarna í lengri tíma,“ sagði hann og bætti við að hann væri nýkominn úr meðferð. „Þetta gæti alveg hafa gerst“ Borin var undir hann lögregluskýrsla sem hann hafði gefið hjá lögreglu um þennan bruna. Þar sagði hann að þetta kvöld hefðu þau tvö setið heima hjá henni og fengið sér bjór. Um eittleytið um nóttina hefði konan tekið svarta og gráa íþróttastöku. Í henni hafi verið úlpa, hvít, svört og rauð á litinn, og blóðug föt af Stefáni Blackburn, sem hafi komið með töskuna þarna áður. Konan hafi farið með honum og töskunni að Tangarbryggju. Þar hafi hún tekið upp bensínbrúsa og kveikt í töskunni. Maðurinn sagðist ekki muna eftir þessu núna. „Ertu að segja mér að þú munir þetta ekki?“ spurði Karl Ingi Vilbergsson saksóknari málsins. „Þetta gæti alveg hafa gerst,“ svaraði hann. Dómarinn spurði hann þá hvort hann hefði sagt satt í skýrslutöku hjá lögreglu, og hann sagði svo vera. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Ölfus Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Sjá meira
Fimm eru ákærð í málinu. Það eru þeir Stefán, sem er 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Umrædd taska var einnig til umfjöllunar í þinghaldi málsins í gær. Fram kom að þegar hún fannst hafi verið búið var að kveikja í henni, en þrátt fyrir það hafi fundist leifar af úlpu með lífsýni úr Lúkasi. Stefán var spurður hvort hann hafi komið að því að brenna töskuna. „Ekki svo ég muni. Ég kveikti ekki í henni sjálfur, ef þú meinar það. Ég man ekki eftir að hafa beðið neinn um að kveikja í henni eða rétt einhverjum töskuna.“ Mundi bara eftir annarri tösku Tvö vitni, karl og kona, voru spurð út í töskuna við aðalmeðferðina í dag. Brunaleifarnar munu hafa fundist skammt frá heimili konunnar í Reykjavík. Fyrir dómi sagðist hún þó ekki muna hvort hún hefði verið heima hjá sér um það leyti sem atburðir Gufunesmálsins og eftirmálar þess hefðu átt sér stað. Hún hefði dvalið mikið í Hafnarfirði á þeim tíma. Konan sagðist ekki kannast við að hafa tekið við töskunni frá Stefáni, eða þá brennt hana að hans beiðni. Hún mundi einungis eftir tösku sem hún hefði fengið frá öðrum manni, ótengda þessari. Sagðist hafa verið í tómu tjóni Maðurinn gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað íklæddur Manchester United-treyju. Hann minnti að hann hefði verið með konunni heima hjá henni um þetta leyti, daginn eftir að atburðir Gufunesmálsins áttu sér stað. Hann sagðist þó muna afar lítið. „Ég var búinn að vera í tómu tjóni þarna í lengri tíma,“ sagði hann og bætti við að hann væri nýkominn úr meðferð. „Þetta gæti alveg hafa gerst“ Borin var undir hann lögregluskýrsla sem hann hafði gefið hjá lögreglu um þennan bruna. Þar sagði hann að þetta kvöld hefðu þau tvö setið heima hjá henni og fengið sér bjór. Um eittleytið um nóttina hefði konan tekið svarta og gráa íþróttastöku. Í henni hafi verið úlpa, hvít, svört og rauð á litinn, og blóðug föt af Stefáni Blackburn, sem hafi komið með töskuna þarna áður. Konan hafi farið með honum og töskunni að Tangarbryggju. Þar hafi hún tekið upp bensínbrúsa og kveikt í töskunni. Maðurinn sagðist ekki muna eftir þessu núna. „Ertu að segja mér að þú munir þetta ekki?“ spurði Karl Ingi Vilbergsson saksóknari málsins. „Þetta gæti alveg hafa gerst,“ svaraði hann. Dómarinn spurði hann þá hvort hann hefði sagt satt í skýrslutöku hjá lögreglu, og hann sagði svo vera.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Ölfus Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Sjá meira