Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 22:11 Hér má sjá Hermann Göring yfirgefa listaverkasölu Goudstikker eftir að sá síðarnefndi flúði borgina. EPA Málverk sem nasistar stálu af listaverkasala af gyðingsættum í Hollandi fannst áttatíu árum síðar á ljósmynd í fasteignaauglýsingu í Argentínu. Verkið hafði þá ferðast á milli landa og er nú talið vera í eigu dætra embættismanns nasista. Málverkið Fra' Galgario, málað af Giuseppe Ghislandi, var í eigu listaverkasalans Jacques Goudstikker. Hann var búsettur í Amsterdam en flúði þaðan í maí 1940 þegar nasistar Þýskalands nálguðust borgina. Hann fór um borð í skip en lést þar eftir að hafa fallið í lest skipsins og hálsbrotnað. Goudstikker átti yfir ellefu hundruð málverk en eftir flótta hans keypti Hermann Göring, einn æðsti maður Þriðja ríkisins, þau á afar lágu verði. Eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar var einhverjum verkum skilað til Hollendinga og voru þau til sýnis á Rijkmuseum. Marei von Saher, tengdadóttir Goudstikker, fékk síðan verkin en hún var eini erfingi hans á lífi. Umrætt verk var ekki þar á meðal. Það var hollenska dagblaðið AD sem uppljóstraði hvað hafði orðið um málverkið, en það var merkt sem óskilað í gagnagrunni hollenska menningarráðuneytisins. Í frétt þeirra segir að samkvæmt skjölum frá stríðsárunum var verkið í eigu Friedrich Kadgien, embættismanns nasista. Hann hefði flúið til Sviss árið 1945, síðan Brasilíu og að lokum til Argentínu þar sem hann lést árið 1978. Blaðamenn AD hefðu ítrekað reynt að ná sambandi við dætur Kadgien, en þær hefðu aldrei svarað. Að lokum fór Peter Schouten, blaðamaður AD, til Argentínu og heimsótti dæturnar. Þær komu ekki til dyra en þar kom Schouten auga á merkingu sem gaf til kynna að húsið væri til sölu. Eftir að hafa flett í gegnum ljósmyndir af húsinu sáu blaðamenn blaðsins að þar héngi málverkið uppi á vegg. Vitnað er í fræðimenn í listasögu sem telja að um sé að ræða hið raunverulega Fra' Galgario. Dæturnar sem eiga málverkið neita hins vegar að ræða við blaðamennina, greinir Guardian frá en þar má sjá mynd af umræddu málverki. Argentína Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Holland Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Málverkið Fra' Galgario, málað af Giuseppe Ghislandi, var í eigu listaverkasalans Jacques Goudstikker. Hann var búsettur í Amsterdam en flúði þaðan í maí 1940 þegar nasistar Þýskalands nálguðust borgina. Hann fór um borð í skip en lést þar eftir að hafa fallið í lest skipsins og hálsbrotnað. Goudstikker átti yfir ellefu hundruð málverk en eftir flótta hans keypti Hermann Göring, einn æðsti maður Þriðja ríkisins, þau á afar lágu verði. Eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar var einhverjum verkum skilað til Hollendinga og voru þau til sýnis á Rijkmuseum. Marei von Saher, tengdadóttir Goudstikker, fékk síðan verkin en hún var eini erfingi hans á lífi. Umrætt verk var ekki þar á meðal. Það var hollenska dagblaðið AD sem uppljóstraði hvað hafði orðið um málverkið, en það var merkt sem óskilað í gagnagrunni hollenska menningarráðuneytisins. Í frétt þeirra segir að samkvæmt skjölum frá stríðsárunum var verkið í eigu Friedrich Kadgien, embættismanns nasista. Hann hefði flúið til Sviss árið 1945, síðan Brasilíu og að lokum til Argentínu þar sem hann lést árið 1978. Blaðamenn AD hefðu ítrekað reynt að ná sambandi við dætur Kadgien, en þær hefðu aldrei svarað. Að lokum fór Peter Schouten, blaðamaður AD, til Argentínu og heimsótti dæturnar. Þær komu ekki til dyra en þar kom Schouten auga á merkingu sem gaf til kynna að húsið væri til sölu. Eftir að hafa flett í gegnum ljósmyndir af húsinu sáu blaðamenn blaðsins að þar héngi málverkið uppi á vegg. Vitnað er í fræðimenn í listasögu sem telja að um sé að ræða hið raunverulega Fra' Galgario. Dæturnar sem eiga málverkið neita hins vegar að ræða við blaðamennina, greinir Guardian frá en þar má sjá mynd af umræddu málverki.
Argentína Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Holland Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira