Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Hjörvar Ólafsson skrifar 28. ágúst 2025 19:48 vísir/Anton FH nældi sér í þrjú mikilvæg stig í baráttu sinni við Þrótt um annað sætið í Bestu-deild kvenna í fótbolta þegar liðin áttust við í 15. umferð deildarinnar á Kaplakrikavelli í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 3-0 FH í vil. Liðin sátu í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn en FH var í öðru sæti með 32 sæti og Þróttur í því þriðja með 29 stig. Því var um mikilvægan leik að ræða í baráttunni um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. FH var heilt yfir sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fengu fleiri færi til þess að brjóta ísinn. Maya Lauren Hansen átti til að mynda skot í þverslána og Elísa Lana Sigurjónsdóttir átti skot sem var bjargað á línu. Það var svo Thelma Lóa Hermannsdóttir sem náði forystunni fyrir FH með marki sínu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Arna Eiríksdóttir átti þá langa stungusendingu úr hjarta varnarinnar hjá FH. Thelma Lóa lyfti boltanum snyrtilega yfir Mollee Swift í marki Þróttar og staðan 1-0 heimakonum í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Þróttarar komu af meiri krafti inn í seinni hálfleikinn og Unnur Dóra Bergsdóttir fékk fínt færi til þess að jafna metin fyrir gestina en skot hennar fór yfir markið og í þaknetið. Maya Hansen fékk svo gott færi til þess að tvöfalda forskot FH um miðjan seinni háfleik þegar hún komst inn í sendingu til baka á Mollee en skot hennar fór hárfínt framhjá stönginni. Katla María Þórðardóttir kom FH í 2-0 þegar hún skoraði með hnitmiðuðum skalla rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir átti þá góða hornspyrnu og Katla María skallaði boltann í netið á fjærstönginni. Berglind Freyja Hlynsdóttir innsiglaði svo sigur FH með marki rétt fyrir lok venjulegs leiktíma en hún skoraði skömmu eftir að hún kom inná sem varamaður. Eftir þennan sigur er FH með 35 stig í öðru sæti og er fimm stigum frá Breiðabliki sem trónir á toppi deildarinnar. FH Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna
FH nældi sér í þrjú mikilvæg stig í baráttu sinni við Þrótt um annað sætið í Bestu-deild kvenna í fótbolta þegar liðin áttust við í 15. umferð deildarinnar á Kaplakrikavelli í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 3-0 FH í vil. Liðin sátu í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn en FH var í öðru sæti með 32 sæti og Þróttur í því þriðja með 29 stig. Því var um mikilvægan leik að ræða í baráttunni um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. FH var heilt yfir sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fengu fleiri færi til þess að brjóta ísinn. Maya Lauren Hansen átti til að mynda skot í þverslána og Elísa Lana Sigurjónsdóttir átti skot sem var bjargað á línu. Það var svo Thelma Lóa Hermannsdóttir sem náði forystunni fyrir FH með marki sínu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Arna Eiríksdóttir átti þá langa stungusendingu úr hjarta varnarinnar hjá FH. Thelma Lóa lyfti boltanum snyrtilega yfir Mollee Swift í marki Þróttar og staðan 1-0 heimakonum í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Þróttarar komu af meiri krafti inn í seinni hálfleikinn og Unnur Dóra Bergsdóttir fékk fínt færi til þess að jafna metin fyrir gestina en skot hennar fór yfir markið og í þaknetið. Maya Hansen fékk svo gott færi til þess að tvöfalda forskot FH um miðjan seinni háfleik þegar hún komst inn í sendingu til baka á Mollee en skot hennar fór hárfínt framhjá stönginni. Katla María Þórðardóttir kom FH í 2-0 þegar hún skoraði með hnitmiðuðum skalla rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir átti þá góða hornspyrnu og Katla María skallaði boltann í netið á fjærstönginni. Berglind Freyja Hlynsdóttir innsiglaði svo sigur FH með marki rétt fyrir lok venjulegs leiktíma en hún skoraði skömmu eftir að hún kom inná sem varamaður. Eftir þennan sigur er FH með 35 stig í öðru sæti og er fimm stigum frá Breiðabliki sem trónir á toppi deildarinnar.