Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 20:50 Varamaðurinn Tobias Thomsen innsiglaði sigurinn í San Marínó í kvöld. Vísir/Anton Breiðablik tryggði sér í kvöld sæti í aðalhluta Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Virtus úti í San Marínó. Blikar gætu hafa tryggt sér að minnsta kosti hálfan milljarð í kassann með þessum árangri en þeir unnu einvígið samanlagt 5-2. Kristófer Ingi Kristinsson fékk tækifærið í byrjunarliðinu og kom Blikum í 1-0 strax á sautjándu mínútu leiksins og Blikar því í góðum málum enda 3-1 yfir samanlagt. Virtus náði að jafna metin í 1-1 en missti fljótlega mann af velli. Blikar léku manni fleiri allan seinni hálfleikinn og Davíð Ingvarsson kom þeim aftur yfir á 59. mínútu. Varamaðurinn Tobias Thomsen innsiglaði svo sigurinn og sætið í Sambandsdeildinni með þriðja markinu á 77. mínútu. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik
Breiðablik tryggði sér í kvöld sæti í aðalhluta Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Virtus úti í San Marínó. Blikar gætu hafa tryggt sér að minnsta kosti hálfan milljarð í kassann með þessum árangri en þeir unnu einvígið samanlagt 5-2. Kristófer Ingi Kristinsson fékk tækifærið í byrjunarliðinu og kom Blikum í 1-0 strax á sautjándu mínútu leiksins og Blikar því í góðum málum enda 3-1 yfir samanlagt. Virtus náði að jafna metin í 1-1 en missti fljótlega mann af velli. Blikar léku manni fleiri allan seinni hálfleikinn og Davíð Ingvarsson kom þeim aftur yfir á 59. mínútu. Varamaðurinn Tobias Thomsen innsiglaði svo sigurinn og sætið í Sambandsdeildinni með þriðja markinu á 77. mínútu. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.