Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. ágúst 2025 11:00 Arnar setur stefnuna að sjálfsögðu á fyrsta sætið en annað sætið er raunhæfara. Hann segir fyrsta leik undankeppninnar gríðarlega mikilvægan. vísir / sigurjón Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að hefja undankeppni fyrir HM 2026 og landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir raunhæft markmið að ná öðru sætinu í riðlinum með Frakklandi, Úkraínu og Aserbaísjan. Efsta lið riðilsins tryggir sér beint sæti á HM og annað sætið fer í umspil en hin tvö liðin verða eftir. „Raunhæft, þá met ég góðan möguleika á því að komast í umspilið. Ég held að það sé ekki raunhæft, en að sjálfsögðu kýlum við á það, að fara í fyrsta sætið“ segir Arnar og leggur áherslu á mikilvægi leikjanna gegn Aserbaísjan og Úkraínu. „Við verðum að halda okkur inni í þessari keppni með því að sýna góða leiki og ég held að við verðum að setja pressu á okkur og gera þá kröfu að vinna Aserbaísjan [í fyrsta leik] hérna heima. Leikirnir á móti Aserbaísjan og Úkraínu, það eru leikirnir sem munu fara langt með að ákveða hvort við ætlum að gera okkur gildandi eða ekki í þessari keppni“ segir Arnar og biðlar til stuðningsmanna að fjölmenna á hans fyrsta heimaleik. „Í guðanna bænum, föstudagskvöld á Laugardalsvelli, það gerist ekki betra.“ Fjórar breytingar á hópnum Fjórar breytingar voru gerðar á leikmannahópnum frá því í síðasta landsliðsverkefni, æfingaleikjum gegn Skotlandi og Norður-Írlandi í sumar, en Arnar segir valið hafa verið erfitt og margir leikmenn hafi komið til greina. „Því miður eru bara 24 leikmenn valdir en ég er mjög sáttur við hópinn, mér finnst hann mjög flottur og ferskur. Ég held að stuðningsmenn Íslands séu spenntir fyrir honum.“ Arnar kynnti leikmannahópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í gær. vísir / sigurjón Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson snýr aftur í hópinn eftir að hafa glímt við meiðsli í sumar. 99 landsleikja maðurinn Jóhann Berg Guðmundsson mun þurfa að bíða enn lengur eftir sínum hundraðasta landsleik þar sem hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum. Tveir nýliðar verða svo vígðir inn í hópinn þegar hann kemur saman í byrjun september, annars vegar Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og leikmaður Malmö og hins vegar Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Lech Poznan. „Þeir eru að spila gríðarlega öflugan fótbolta með gríðarlega öflugum liðum, sem gera miklar kröfur, bæði topplið í sínum löndum. Það þarf sterk bein og sterka karaktera til að þola að spila undir merkjum þessara liða, þannig að þeir eru ekki í þessum hóp af því þeir eru ungir og efnilegir, heldur af því að þeir eru góðir.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Efsta lið riðilsins tryggir sér beint sæti á HM og annað sætið fer í umspil en hin tvö liðin verða eftir. „Raunhæft, þá met ég góðan möguleika á því að komast í umspilið. Ég held að það sé ekki raunhæft, en að sjálfsögðu kýlum við á það, að fara í fyrsta sætið“ segir Arnar og leggur áherslu á mikilvægi leikjanna gegn Aserbaísjan og Úkraínu. „Við verðum að halda okkur inni í þessari keppni með því að sýna góða leiki og ég held að við verðum að setja pressu á okkur og gera þá kröfu að vinna Aserbaísjan [í fyrsta leik] hérna heima. Leikirnir á móti Aserbaísjan og Úkraínu, það eru leikirnir sem munu fara langt með að ákveða hvort við ætlum að gera okkur gildandi eða ekki í þessari keppni“ segir Arnar og biðlar til stuðningsmanna að fjölmenna á hans fyrsta heimaleik. „Í guðanna bænum, föstudagskvöld á Laugardalsvelli, það gerist ekki betra.“ Fjórar breytingar á hópnum Fjórar breytingar voru gerðar á leikmannahópnum frá því í síðasta landsliðsverkefni, æfingaleikjum gegn Skotlandi og Norður-Írlandi í sumar, en Arnar segir valið hafa verið erfitt og margir leikmenn hafi komið til greina. „Því miður eru bara 24 leikmenn valdir en ég er mjög sáttur við hópinn, mér finnst hann mjög flottur og ferskur. Ég held að stuðningsmenn Íslands séu spenntir fyrir honum.“ Arnar kynnti leikmannahópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í gær. vísir / sigurjón Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson snýr aftur í hópinn eftir að hafa glímt við meiðsli í sumar. 99 landsleikja maðurinn Jóhann Berg Guðmundsson mun þurfa að bíða enn lengur eftir sínum hundraðasta landsleik þar sem hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum. Tveir nýliðar verða svo vígðir inn í hópinn þegar hann kemur saman í byrjun september, annars vegar Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og leikmaður Malmö og hins vegar Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Lech Poznan. „Þeir eru að spila gríðarlega öflugan fótbolta með gríðarlega öflugum liðum, sem gera miklar kröfur, bæði topplið í sínum löndum. Það þarf sterk bein og sterka karaktera til að þola að spila undir merkjum þessara liða, þannig að þeir eru ekki í þessum hóp af því þeir eru ungir og efnilegir, heldur af því að þeir eru góðir.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira