Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. ágúst 2025 11:00 Arnar setur stefnuna að sjálfsögðu á fyrsta sætið en annað sætið er raunhæfara. Hann segir fyrsta leik undankeppninnar gríðarlega mikilvægan. vísir / sigurjón Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að hefja undankeppni fyrir HM 2026 og landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir raunhæft markmið að ná öðru sætinu í riðlinum með Frakklandi, Úkraínu og Aserbaísjan. Efsta lið riðilsins tryggir sér beint sæti á HM og annað sætið fer í umspil en hin tvö liðin verða eftir. „Raunhæft, þá met ég góðan möguleika á því að komast í umspilið. Ég held að það sé ekki raunhæft, en að sjálfsögðu kýlum við á það, að fara í fyrsta sætið“ segir Arnar og leggur áherslu á mikilvægi leikjanna gegn Aserbaísjan og Úkraínu. „Við verðum að halda okkur inni í þessari keppni með því að sýna góða leiki og ég held að við verðum að setja pressu á okkur og gera þá kröfu að vinna Aserbaísjan [í fyrsta leik] hérna heima. Leikirnir á móti Aserbaísjan og Úkraínu, það eru leikirnir sem munu fara langt með að ákveða hvort við ætlum að gera okkur gildandi eða ekki í þessari keppni“ segir Arnar og biðlar til stuðningsmanna að fjölmenna á hans fyrsta heimaleik. „Í guðanna bænum, föstudagskvöld á Laugardalsvelli, það gerist ekki betra.“ Fjórar breytingar á hópnum Fjórar breytingar voru gerðar á leikmannahópnum frá því í síðasta landsliðsverkefni, æfingaleikjum gegn Skotlandi og Norður-Írlandi í sumar, en Arnar segir valið hafa verið erfitt og margir leikmenn hafi komið til greina. „Því miður eru bara 24 leikmenn valdir en ég er mjög sáttur við hópinn, mér finnst hann mjög flottur og ferskur. Ég held að stuðningsmenn Íslands séu spenntir fyrir honum.“ Arnar kynnti leikmannahópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í gær. vísir / sigurjón Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson snýr aftur í hópinn eftir að hafa glímt við meiðsli í sumar. 99 landsleikja maðurinn Jóhann Berg Guðmundsson mun þurfa að bíða enn lengur eftir sínum hundraðasta landsleik þar sem hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum. Tveir nýliðar verða svo vígðir inn í hópinn þegar hann kemur saman í byrjun september, annars vegar Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og leikmaður Malmö og hins vegar Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Lech Poznan. „Þeir eru að spila gríðarlega öflugan fótbolta með gríðarlega öflugum liðum, sem gera miklar kröfur, bæði topplið í sínum löndum. Það þarf sterk bein og sterka karaktera til að þola að spila undir merkjum þessara liða, þannig að þeir eru ekki í þessum hóp af því þeir eru ungir og efnilegir, heldur af því að þeir eru góðir.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
Efsta lið riðilsins tryggir sér beint sæti á HM og annað sætið fer í umspil en hin tvö liðin verða eftir. „Raunhæft, þá met ég góðan möguleika á því að komast í umspilið. Ég held að það sé ekki raunhæft, en að sjálfsögðu kýlum við á það, að fara í fyrsta sætið“ segir Arnar og leggur áherslu á mikilvægi leikjanna gegn Aserbaísjan og Úkraínu. „Við verðum að halda okkur inni í þessari keppni með því að sýna góða leiki og ég held að við verðum að setja pressu á okkur og gera þá kröfu að vinna Aserbaísjan [í fyrsta leik] hérna heima. Leikirnir á móti Aserbaísjan og Úkraínu, það eru leikirnir sem munu fara langt með að ákveða hvort við ætlum að gera okkur gildandi eða ekki í þessari keppni“ segir Arnar og biðlar til stuðningsmanna að fjölmenna á hans fyrsta heimaleik. „Í guðanna bænum, föstudagskvöld á Laugardalsvelli, það gerist ekki betra.“ Fjórar breytingar á hópnum Fjórar breytingar voru gerðar á leikmannahópnum frá því í síðasta landsliðsverkefni, æfingaleikjum gegn Skotlandi og Norður-Írlandi í sumar, en Arnar segir valið hafa verið erfitt og margir leikmenn hafi komið til greina. „Því miður eru bara 24 leikmenn valdir en ég er mjög sáttur við hópinn, mér finnst hann mjög flottur og ferskur. Ég held að stuðningsmenn Íslands séu spenntir fyrir honum.“ Arnar kynnti leikmannahópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í gær. vísir / sigurjón Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson snýr aftur í hópinn eftir að hafa glímt við meiðsli í sumar. 99 landsleikja maðurinn Jóhann Berg Guðmundsson mun þurfa að bíða enn lengur eftir sínum hundraðasta landsleik þar sem hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum. Tveir nýliðar verða svo vígðir inn í hópinn þegar hann kemur saman í byrjun september, annars vegar Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og leikmaður Malmö og hins vegar Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Lech Poznan. „Þeir eru að spila gríðarlega öflugan fótbolta með gríðarlega öflugum liðum, sem gera miklar kröfur, bæði topplið í sínum löndum. Það þarf sterk bein og sterka karaktera til að þola að spila undir merkjum þessara liða, þannig að þeir eru ekki í þessum hóp af því þeir eru ungir og efnilegir, heldur af því að þeir eru góðir.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira