Fótbolti

Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marc Guehi var mjög öflugur í vörn Crystal Palace á móti Fredrikstad í kvöld.
Marc Guehi var mjög öflugur í vörn Crystal Palace á móti Fredrikstad í kvöld. EPA/ANDY RAIN

Ensku bikarmeistararnir í Crystal Palace tryggðu sér í kvöld sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en það var ekki mikið upp á að hlaupa.

Palace gerði markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti norska félaginu Fredrikstad en leikurinn fór fram í Noregi.

Palace fóru því áfram á einu markinu sem var skorað í báðum þessum leikjum en það skoraði Jean-Philippe Mateta í fyrri leiknum.

Palace menn fóru reyndar illa með færin í fyrri leiknum á Selhurst Park en leikurinn í kvöld var mun jafnari. Palace liðið fékk þó tvö bestu færin í leiknum.

Leikurinn í kvöld var hins vegar afar lítið fyrir augað en það skiptir stuðningsmenn Crystal Palace engu máli því liðið er nú í fyrsta sinn með í aðalhluta í Evrópukeppni.

Guðmundur Þórarinsson og félagar í FC Noah eru líka komnir áfram en þeir slógu út slóvenska liðið Olimpija Ljubljana. Noah vann seinni leikinn 3-2 og þar með 7-3 samanlagt. Guðmundur sat allan tímann á bekknum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×