Sport

Risa­skipti í NFL: Launa­hæstur í sögunni fyrir utan leik­stjórn­endur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Micah Parsons er kominn til Green Bay Packers eftir fjögur ár hjá Dallas Cowboys.
Micah Parsons er kominn til Green Bay Packers eftir fjögur ár hjá Dallas Cowboys. getty/Stacy Revere

Dallas Cowboys hefur skipt Micah Parsons til Green Bay Packers viku áður en næsta tímabil í NFL hefst.

Parsons mun skrifa undir fjögurra ára samning við Packers sem færir honum 188 milljónir Bandaríkjadala í laun. Það gera rúmlega 23 milljarða íslenskra króna.

Hinn 26 ára Parsons verður launahæsti leikmaður í sögu NFL ef leikstjórnendur eru frátaldir.

Í staðinn fyrir Parsons fékk Cowboys Kenny Clark og tvo valrétti í 1. umferð nýliðavalsins.

Cowboys valdi Parsons með tólfta valrétti í nýliðavalinu 2021. Hann var valinn nýliði ársins 2021 af varnarmönnum.

Parsons var á lokaári samnings síns við Cowboys og viðræður um nýjan samning höfðu engu skilað. Í síðasta mánuði sagðist hann svo ekki lengur vilja spila fyrir Kúrekana.

Parsons og félagar í Packers mæta Detroit Lions í fyrsta leik sínum á komandi tímabili sunnudaginn 7. september.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×