Hildur segir af sér til að forðast átök Agnar Már Másson skrifar 29. ágúst 2025 20:12 Hildur Sverrisdóttir hefur verið þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins síðan í nóvember 2023, þegar Óli Björn Kárason hætti. Vísir/Ívar Fannar Hildur Sverrisdóttir hefur sagt af sér sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Segist hún gera þetta til að forðast átök, þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins muni tilnefna annan þingmann sem formann þingflokks. Hildur heldur samt áfram sem þingmaður flokksins. Hildur greinir frá þessu á Facebook og segir að Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, muni leggja til nýjan þingflokksformann eins og til hafi staðið. Hildur var yfirlýstur stuðningsmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvíginu á landsfundi flokksins í febrúar. Hildur kveðst hafa fengið hvatningar frá þingmönnum um að halda áfram og segist þakklát fyrir það. „[Ég] er þeirrar skoðunar að engum sé greiði gerður með því að etja þingflokknum út í átök á borð við slíka atkvæðagreiðslu,“ skrifar Hildur. „Ég hef því ákveðið að hætta sem formaður þingflokksins áður en til hennar kemur.“ Segir hún það hafa mikinn heiður að gegna hlutverki þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún tók við þegar Óli Björn Kárason sagði af sér sem þingflokksformaður í nóvember 2023. „Verkefnin voru oft krefjandi og sérstaklega á nýliðnum átakavetri en ég geng stolt frá mínum verkum og veit að þau vann ég öll af heilindum. Ég er aldeilis ekki hætt í þingstörfunum og hlakka til að vinna áfram landinu og flokknum mínum til heilla.“ Lítið hefur lést á róðri Sjálfstæðisflokksins eftir landsfund í febrúar, þegar Guðrún bar sigur af býtum í formannaeinvígi gegn Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu. Margir hafa skrifað ummæli undir færslu Hildar, þar á meðal Áslaug Arna sem segir um stuðningskonu sína: „Frábær stjórnmálamaður og einstakur þingflokksformaður í krefjandi aðstæðum. Takk fyrir samstarfið og hugrekkið.“ Jón Gunnarsson þingmaður skrifar að Hildur muni „leika stórt hlutverk áfram í okkar þingflokki.“ Frétt hefur verið uppfærð. Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hildur greinir frá þessu á Facebook og segir að Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, muni leggja til nýjan þingflokksformann eins og til hafi staðið. Hildur var yfirlýstur stuðningsmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvíginu á landsfundi flokksins í febrúar. Hildur kveðst hafa fengið hvatningar frá þingmönnum um að halda áfram og segist þakklát fyrir það. „[Ég] er þeirrar skoðunar að engum sé greiði gerður með því að etja þingflokknum út í átök á borð við slíka atkvæðagreiðslu,“ skrifar Hildur. „Ég hef því ákveðið að hætta sem formaður þingflokksins áður en til hennar kemur.“ Segir hún það hafa mikinn heiður að gegna hlutverki þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún tók við þegar Óli Björn Kárason sagði af sér sem þingflokksformaður í nóvember 2023. „Verkefnin voru oft krefjandi og sérstaklega á nýliðnum átakavetri en ég geng stolt frá mínum verkum og veit að þau vann ég öll af heilindum. Ég er aldeilis ekki hætt í þingstörfunum og hlakka til að vinna áfram landinu og flokknum mínum til heilla.“ Lítið hefur lést á róðri Sjálfstæðisflokksins eftir landsfund í febrúar, þegar Guðrún bar sigur af býtum í formannaeinvígi gegn Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu. Margir hafa skrifað ummæli undir færslu Hildar, þar á meðal Áslaug Arna sem segir um stuðningskonu sína: „Frábær stjórnmálamaður og einstakur þingflokksformaður í krefjandi aðstæðum. Takk fyrir samstarfið og hugrekkið.“ Jón Gunnarsson þingmaður skrifar að Hildur muni „leika stórt hlutverk áfram í okkar þingflokki.“ Frétt hefur verið uppfærð.
Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira