Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Bjarki Sigurðsson og Agnar Már Másson skrifa 30. ágúst 2025 21:28 Fyrir miðju má sjá nýjan „fyrirliða þingflokksins“, eins og Guðrún kýs að kalla Ólaf enda er hann gömul knattspyrnukempa. Með þeim er Villhjálmur Árnason, sem heldur áfram sem varaformaður þingflokksins. Facebook/Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn skipti um þingflokksformann í dag. Formaður flokksins segir breytinguna ekki tengjast ólíkum fylkingum innan flokksins. Nýi þingflokksformaðurinn telur að þjóðin sé orðin þreytt á málþófi. Hildur Sverrisdóttir hafði gegnt embætti þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún var kjörin í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Bjarna í mars og hefur síðustu mánuði stokkað upp innan Valhallar og meðal annars ráðið nýjan framkvæmdastjóra. Í gær tilkynnti Hildur að hún væri hætt sem þingflokksformaður þar sem leggja ætti fyrir flokkinn tillögu um nýjan formann á þingflokksfundi í dag. Hún vildi ekki etja þingflokknum út í átök á borð við atkvæðagreiðslu um nýjan formann og því steig hún til hliðar. „Nýrri forystu fylgja alltaf einhverjar breytingar,“ segir Guðrún í kvöldfréttum Sýnar og bendir á að flokkurinn sé nú í stjórnarandstöðu og sé enn að feta sig inn í það nýja hlutverk. Nýr þingflokksformaður er fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, Ólafur Adolfsson, en breytingin var samþykkt einróma. „Þetta verður mikil vinna, ég veit það, og vandasöm,“ segir Ólafur. „En þetta leggst vel í mig.“ Hvað hefur þú fram að færa sem nýr þingflokksformaður? „Ég er lausnamiðaður. Þannig að ég vonast eftir því að við náum samtali um að hefja þingið aðeins upp og við horfum til þess að tala kurteisislega til hver annars og taka betra tillit til hvor annars, og auðvitað að rökræða málin,“ svarar þingflokksformaðurinn og bætir við: „Ég held að íslenska þjóðin sé alla vegana orðin þreytt á málþófi í bili,“ bætir hann við og vísar þar væntanlega í málþóf minnihlutans í veiðigjaldaumræðunni á síðasta þingi. Oft er rætt að Sjálfstæðisflokkurinn skiptist í tvo arma, og að Hildur tilheyri ekki sama armi og Guðrún og Ólafur. Guðrún segir það rangt og ekki tengjast breytingunni. „Ég er ekki tengd neinni fylkingu og ég held að Hildur sé það ekki heldur,“ segir Guðrún en nýi þingflokksformaðurinn var meðal dyggustu stuðningsmanna hennar í prófkjörinu. Auk þess er hann góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til áratuga og almennt þykir Guðrún hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu. „Þetta var niðurstaða mín, meðal annars vegna þess að Ólafur er vel tengdur á sveitarstjórnarstiginu,“ útskýrir Guðrún. Þá bendir hún á að Ólafur sé gömul fótboltakempa. „Hann verður núna fyrirliði okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og hann er vanur því hlutverki því að hann hefur verið fyrirliði í fótbolta því að hann kann það mjög vel og kann að leiða hóp til sigurs.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. 30. ágúst 2025 12:45 Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019. 20. apríl 2021 15:32 Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 30. ágúst 2025 06:18 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir hafði gegnt embætti þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún var kjörin í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Bjarna í mars og hefur síðustu mánuði stokkað upp innan Valhallar og meðal annars ráðið nýjan framkvæmdastjóra. Í gær tilkynnti Hildur að hún væri hætt sem þingflokksformaður þar sem leggja ætti fyrir flokkinn tillögu um nýjan formann á þingflokksfundi í dag. Hún vildi ekki etja þingflokknum út í átök á borð við atkvæðagreiðslu um nýjan formann og því steig hún til hliðar. „Nýrri forystu fylgja alltaf einhverjar breytingar,“ segir Guðrún í kvöldfréttum Sýnar og bendir á að flokkurinn sé nú í stjórnarandstöðu og sé enn að feta sig inn í það nýja hlutverk. Nýr þingflokksformaður er fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, Ólafur Adolfsson, en breytingin var samþykkt einróma. „Þetta verður mikil vinna, ég veit það, og vandasöm,“ segir Ólafur. „En þetta leggst vel í mig.“ Hvað hefur þú fram að færa sem nýr þingflokksformaður? „Ég er lausnamiðaður. Þannig að ég vonast eftir því að við náum samtali um að hefja þingið aðeins upp og við horfum til þess að tala kurteisislega til hver annars og taka betra tillit til hvor annars, og auðvitað að rökræða málin,“ svarar þingflokksformaðurinn og bætir við: „Ég held að íslenska þjóðin sé alla vegana orðin þreytt á málþófi í bili,“ bætir hann við og vísar þar væntanlega í málþóf minnihlutans í veiðigjaldaumræðunni á síðasta þingi. Oft er rætt að Sjálfstæðisflokkurinn skiptist í tvo arma, og að Hildur tilheyri ekki sama armi og Guðrún og Ólafur. Guðrún segir það rangt og ekki tengjast breytingunni. „Ég er ekki tengd neinni fylkingu og ég held að Hildur sé það ekki heldur,“ segir Guðrún en nýi þingflokksformaðurinn var meðal dyggustu stuðningsmanna hennar í prófkjörinu. Auk þess er hann góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til áratuga og almennt þykir Guðrún hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu. „Þetta var niðurstaða mín, meðal annars vegna þess að Ólafur er vel tengdur á sveitarstjórnarstiginu,“ útskýrir Guðrún. Þá bendir hún á að Ólafur sé gömul fótboltakempa. „Hann verður núna fyrirliði okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og hann er vanur því hlutverki því að hann hefur verið fyrirliði í fótbolta því að hann kann það mjög vel og kann að leiða hóp til sigurs.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. 30. ágúst 2025 12:45 Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019. 20. apríl 2021 15:32 Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 30. ágúst 2025 06:18 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. 30. ágúst 2025 12:45
Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019. 20. apríl 2021 15:32
Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 30. ágúst 2025 06:18