Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Bjarki Sigurðsson og Agnar Már Másson skrifa 30. ágúst 2025 21:28 Fyrir miðju má sjá nýjan „fyrirliða þingflokksins“, eins og Guðrún kýs að kalla Ólaf enda er hann gömul knattspyrnukempa. Með þeim er Villhjálmur Árnason, sem heldur áfram sem varaformaður þingflokksins. Facebook/Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn skipti um þingflokksformann í dag. Formaður flokksins segir breytinguna ekki tengjast ólíkum fylkingum innan flokksins. Nýi þingflokksformaðurinn telur að þjóðin sé orðin þreytt á málþófi. Hildur Sverrisdóttir hafði gegnt embætti þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún var kjörin í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Bjarna í mars og hefur síðustu mánuði stokkað upp innan Valhallar og meðal annars ráðið nýjan framkvæmdastjóra. Í gær tilkynnti Hildur að hún væri hætt sem þingflokksformaður þar sem leggja ætti fyrir flokkinn tillögu um nýjan formann á þingflokksfundi í dag. Hún vildi ekki etja þingflokknum út í átök á borð við atkvæðagreiðslu um nýjan formann og því steig hún til hliðar. „Nýrri forystu fylgja alltaf einhverjar breytingar,“ segir Guðrún í kvöldfréttum Sýnar og bendir á að flokkurinn sé nú í stjórnarandstöðu og sé enn að feta sig inn í það nýja hlutverk. Nýr þingflokksformaður er fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, Ólafur Adolfsson, en breytingin var samþykkt einróma. „Þetta verður mikil vinna, ég veit það, og vandasöm,“ segir Ólafur. „En þetta leggst vel í mig.“ Hvað hefur þú fram að færa sem nýr þingflokksformaður? „Ég er lausnamiðaður. Þannig að ég vonast eftir því að við náum samtali um að hefja þingið aðeins upp og við horfum til þess að tala kurteisislega til hver annars og taka betra tillit til hvor annars, og auðvitað að rökræða málin,“ svarar þingflokksformaðurinn og bætir við: „Ég held að íslenska þjóðin sé alla vegana orðin þreytt á málþófi í bili,“ bætir hann við og vísar þar væntanlega í málþóf minnihlutans í veiðigjaldaumræðunni á síðasta þingi. Oft er rætt að Sjálfstæðisflokkurinn skiptist í tvo arma, og að Hildur tilheyri ekki sama armi og Guðrún og Ólafur. Guðrún segir það rangt og ekki tengjast breytingunni. „Ég er ekki tengd neinni fylkingu og ég held að Hildur sé það ekki heldur,“ segir Guðrún en nýi þingflokksformaðurinn var meðal dyggustu stuðningsmanna hennar í prófkjörinu. Auk þess er hann góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til áratuga og almennt þykir Guðrún hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu. „Þetta var niðurstaða mín, meðal annars vegna þess að Ólafur er vel tengdur á sveitarstjórnarstiginu,“ útskýrir Guðrún. Þá bendir hún á að Ólafur sé gömul fótboltakempa. „Hann verður núna fyrirliði okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og hann er vanur því hlutverki því að hann hefur verið fyrirliði í fótbolta því að hann kann það mjög vel og kann að leiða hóp til sigurs.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. 30. ágúst 2025 12:45 Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019. 20. apríl 2021 15:32 Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 30. ágúst 2025 06:18 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir hafði gegnt embætti þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún var kjörin í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Bjarna í mars og hefur síðustu mánuði stokkað upp innan Valhallar og meðal annars ráðið nýjan framkvæmdastjóra. Í gær tilkynnti Hildur að hún væri hætt sem þingflokksformaður þar sem leggja ætti fyrir flokkinn tillögu um nýjan formann á þingflokksfundi í dag. Hún vildi ekki etja þingflokknum út í átök á borð við atkvæðagreiðslu um nýjan formann og því steig hún til hliðar. „Nýrri forystu fylgja alltaf einhverjar breytingar,“ segir Guðrún í kvöldfréttum Sýnar og bendir á að flokkurinn sé nú í stjórnarandstöðu og sé enn að feta sig inn í það nýja hlutverk. Nýr þingflokksformaður er fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, Ólafur Adolfsson, en breytingin var samþykkt einróma. „Þetta verður mikil vinna, ég veit það, og vandasöm,“ segir Ólafur. „En þetta leggst vel í mig.“ Hvað hefur þú fram að færa sem nýr þingflokksformaður? „Ég er lausnamiðaður. Þannig að ég vonast eftir því að við náum samtali um að hefja þingið aðeins upp og við horfum til þess að tala kurteisislega til hver annars og taka betra tillit til hvor annars, og auðvitað að rökræða málin,“ svarar þingflokksformaðurinn og bætir við: „Ég held að íslenska þjóðin sé alla vegana orðin þreytt á málþófi í bili,“ bætir hann við og vísar þar væntanlega í málþóf minnihlutans í veiðigjaldaumræðunni á síðasta þingi. Oft er rætt að Sjálfstæðisflokkurinn skiptist í tvo arma, og að Hildur tilheyri ekki sama armi og Guðrún og Ólafur. Guðrún segir það rangt og ekki tengjast breytingunni. „Ég er ekki tengd neinni fylkingu og ég held að Hildur sé það ekki heldur,“ segir Guðrún en nýi þingflokksformaðurinn var meðal dyggustu stuðningsmanna hennar í prófkjörinu. Auk þess er hann góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til áratuga og almennt þykir Guðrún hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu. „Þetta var niðurstaða mín, meðal annars vegna þess að Ólafur er vel tengdur á sveitarstjórnarstiginu,“ útskýrir Guðrún. Þá bendir hún á að Ólafur sé gömul fótboltakempa. „Hann verður núna fyrirliði okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og hann er vanur því hlutverki því að hann hefur verið fyrirliði í fótbolta því að hann kann það mjög vel og kann að leiða hóp til sigurs.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. 30. ágúst 2025 12:45 Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019. 20. apríl 2021 15:32 Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 30. ágúst 2025 06:18 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. 30. ágúst 2025 12:45
Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019. 20. apríl 2021 15:32
Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 30. ágúst 2025 06:18