Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar 1. september 2025 07:01 Eins og fleiri, er ég með augun öðru hvoru á fasteignaauglýsingum. Því oftar sem maður skoðar þessar auglýsingar kemur ein spurning ítrekað upp: Hvað erum við að byggja og fyrir hvern? Hvers vegna kemur varla nokkur ný eign á markaðinn í dag án fataherbergis, innbyggðs vínkælis, gufubaðs eða regnskógar sturtu? Þetta er allt lúxus útbúnaður sem ég gæti vel hugsað mér að njóta en hef enga þörf á. Er þetta raunverulega það sem markaðurinn vill eða snýst þetta fyrst og fremst um að hámarka verð þess reitar sem þú hefur til að byggja á? Það gefur auga leið að sá sem byggir gerir sitt til að hámarka arðinn af sinni framkvæmd. Sá eini sem getur gert kröfu til þess að hann lækki sinn hlut er sá sem hann á samningum við hverju sinni. En hvað getur sá sem úthlutar framkvæmdaraðilum gert til að mæta ákalli fólks um ódýrara húsnæði? Þegar við lítum til Reykjavíkur sjáum við að uppbygging hefur verið töluverð en nýjar eignir í borginni eru ekki að seljast hratt, þær eru eðli máli samkvæmt dýrar, enda kröfur sem nýjar eignir bera mögulega ekki það sem við kaupendur leitum að. Hvað þurfum við á heimili? Svefnherbergi fyrir alla fjölskyldumeðlimi, baðherbergi, eldhús og stofu. Ég ólst upp í Bakkahverfi í Breiðholtinu, er þar ágætis samsetning af ólíkum eignum. Slíkar eignir eða nýjar eignir af þeim toga myndu vera til þess fallnar að fjölga valkostum fólks. Þannig gætu þeir sem vilja, og geta, gert vel við sig í húsbúnaði hafa kost á því, og þau sem vilja einfaldari, og ódýrari, eign sömuleiðis eiga kost á því. Uppbygging fjölbreyttari eigna hagnast öllum. Þannig myndi meðalverð hvers fermetra lækka og þar með fasteignaverð. Sem hefur svo bein áhrif á vexti og verðbólgu. Hvar getum við byggt heimili sem eru minna Bo Bedre meira bara grunn heimili án alls auka gúrme? Reykjavíkurborg á drjúgan hluta lands við Ártúnshöfða sem er nú að fara í uppbyggingu. Ef borgin myndi stíga inn með forhannaðar eignir til uppbyggingar í anda fyrrnefndar bakkamenningar væri það verulegt innstig í mótun verðlags, áhrif á fasteignamarkaðin í heild sinni, áhrif á verðbólgu og lífsgæði okkar allra. Við í Viðreisn munum leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að þessi skref verið stigin ákveðin inn í uppbyggingaráform borgarinnar, hér ber borgin ábyrgð, setjum stefnu sem vinnur að bættu samfélagi fyrir alla. Við getum stór bætt húsnæðisástand á sama tíma og við höfum áhrif á verð mótun á fasteignamarkaði, verðbólgu og lífsgæði fljölda borgarbúa. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðresinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Eins og fleiri, er ég með augun öðru hvoru á fasteignaauglýsingum. Því oftar sem maður skoðar þessar auglýsingar kemur ein spurning ítrekað upp: Hvað erum við að byggja og fyrir hvern? Hvers vegna kemur varla nokkur ný eign á markaðinn í dag án fataherbergis, innbyggðs vínkælis, gufubaðs eða regnskógar sturtu? Þetta er allt lúxus útbúnaður sem ég gæti vel hugsað mér að njóta en hef enga þörf á. Er þetta raunverulega það sem markaðurinn vill eða snýst þetta fyrst og fremst um að hámarka verð þess reitar sem þú hefur til að byggja á? Það gefur auga leið að sá sem byggir gerir sitt til að hámarka arðinn af sinni framkvæmd. Sá eini sem getur gert kröfu til þess að hann lækki sinn hlut er sá sem hann á samningum við hverju sinni. En hvað getur sá sem úthlutar framkvæmdaraðilum gert til að mæta ákalli fólks um ódýrara húsnæði? Þegar við lítum til Reykjavíkur sjáum við að uppbygging hefur verið töluverð en nýjar eignir í borginni eru ekki að seljast hratt, þær eru eðli máli samkvæmt dýrar, enda kröfur sem nýjar eignir bera mögulega ekki það sem við kaupendur leitum að. Hvað þurfum við á heimili? Svefnherbergi fyrir alla fjölskyldumeðlimi, baðherbergi, eldhús og stofu. Ég ólst upp í Bakkahverfi í Breiðholtinu, er þar ágætis samsetning af ólíkum eignum. Slíkar eignir eða nýjar eignir af þeim toga myndu vera til þess fallnar að fjölga valkostum fólks. Þannig gætu þeir sem vilja, og geta, gert vel við sig í húsbúnaði hafa kost á því, og þau sem vilja einfaldari, og ódýrari, eign sömuleiðis eiga kost á því. Uppbygging fjölbreyttari eigna hagnast öllum. Þannig myndi meðalverð hvers fermetra lækka og þar með fasteignaverð. Sem hefur svo bein áhrif á vexti og verðbólgu. Hvar getum við byggt heimili sem eru minna Bo Bedre meira bara grunn heimili án alls auka gúrme? Reykjavíkurborg á drjúgan hluta lands við Ártúnshöfða sem er nú að fara í uppbyggingu. Ef borgin myndi stíga inn með forhannaðar eignir til uppbyggingar í anda fyrrnefndar bakkamenningar væri það verulegt innstig í mótun verðlags, áhrif á fasteignamarkaðin í heild sinni, áhrif á verðbólgu og lífsgæði okkar allra. Við í Viðreisn munum leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að þessi skref verið stigin ákveðin inn í uppbyggingaráform borgarinnar, hér ber borgin ábyrgð, setjum stefnu sem vinnur að bættu samfélagi fyrir alla. Við getum stór bætt húsnæðisástand á sama tíma og við höfum áhrif á verð mótun á fasteignamarkaði, verðbólgu og lífsgæði fljölda borgarbúa. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðresinar.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar