Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 1. september 2025 14:31 Mánuðum saman og misserum höfum við verið vitni að ólýsanlegum harmleik í beinni útsendingu: Harmleiknum á Gaza – án þess að fá nokkuð að gert. Við horfum máttvana af skelfingu upp á fólk sem á sínum tíma var fórnarlömb skipulagðrar útrýmingaherferðar – HOLOCAUST – standa nú fyrir skipulagðri útrýmingaherferð á varnarlausu fólki. Sagan endurtekur sig í okkar samtíð. Við erum að tala um stríðsglæpi, þjóðernishreinsanir – áform um þjóðarmorð. Þetta er óumdeilanlega einhver mesti harmleikur okkar tíma. 1. Hvers vegna er það að menn hafa borist á banaspjót í Mið-Austurlöndum lengur en elstu menn muna? Hvernig má það vera að við verðum daglega vitni að því að Ísraelski herinn myrðir fólk reglulega, þar sem það hópast saman í örvæntingu til að betla fyrir mat? Stutta svarið er þetta: Þetta er arfleifð vestrænnar nýlendustefnu. Nýlenduherrarnir tóku sér vald til að ráða landamærum ríkja, án samráðs við þær þjóðir, sem við þau áttu að búa. Hin hrundu ríki – Líbanon og Sýrland – eru eitt dæmi. Ísrael er annað. 40 milljóna þjóð – Kúrdar – eru hins vegar dæmi um þjóð, sem nýlenduherrarnir gerðu útlæga á landakortinu. Ákvörðun bresku nýlendustjórnarinnar að „ráðstafa“ landi Palestínu (með Balfour-yfirlýsingunni 1917), án samráðs við íbúana sem þar bjuggu, hefur haft ófyrirséðar afleiðingar: Endurtekin stríð, linnulaust ofbeldi og nú þjóðernishreinsanir. Í minni Arabanna sem þar bjuggu fyrir – meira en 10 milljónir talsins – heitir brottreksturinn af landinu „ÁFALLIÐ MIKLA“ – NAKBA. Meira en 750 þúsund manns voru rekin brott af heimilum sínum 1948 og hundruð þúsunda svipt lífi. Síðan hefur Palestína logað í ófriði, sem ekki sér fyrir endann á. VIÐ UPPSKERUM EINS OG VIÐ HÖFUM TIL SÁÐ. Íranir hafa ekki gleymt því að Bandaríkjamenn og Bretar steyptu af stóli lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn í Teheran árið 1953 (Mosaddegh). Í staðinn lyftu þeir útlægum keisara á valdastól. Þar með tók við einhver grimmilegasta einræðisstjórn seinni tíma. Til hvers? Til þess að ná yfirráðum yfir ríkulegum olíuauðæfum Írana. Þegar Írönum tókst loks að reka keisarann af höndum sér, hrepptu þeir í staðinn einræðisstjórn ofsatrúarklerka. Það voru m.ö.o. forysturríki lýðræðisins, að eigin sögn, sem kæfðu lýðræðið í fæðingu í Íran – og kveinka sér nú undan afleiðingunum. 2. Ísrael er ómótmælanlega skjólstæðingsríki Bandaríkjanna. Bandaríkin gera hvort tveggja, að fjármagna og vopna Ísrael. Þau beita jafnan neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að halda hlífisskildi yfir síendurteknum lögbrotum núverandi ríkisstjórnar Ísraels, sem samanstendur af rétttrúnaðargyðingum og hægri öfgaöflum. Bandaríkin standa að baki hernaðaryfirburðum Ísraels. Þau geta því engan veginn talist vera hlutlaus milligöngu- eða sáttaaðili í tilvistardeilu Íraela og Palestínumanna. Og gleymum því ekki að Ísrael er kjarnorkuveldi. Hernám Ísraels á landi Palestínumanna hefur nú staðið yfir samfellt í 76 ár. Á þeim tíma hefur Palestínu verið breytt í stærstu fangabúðir í heimi. Fangelsisyfirvöldin – ríkisstjórn Ísraels – hafa allsherjar vald. Þau geta slökkt á rafmagninu þegar þeim þóknast; haldið eftir tekjum af sköttum og tollum svo að undirverktakar þeirra á Vesturbakkanum (the Palestine Authority) þurfa að betla á hnjánum um peninga; eða þau geta einfaldlega lokað fyrir aðgang fanganna að mat og lyfjum og dæmt þá þar með til hungurdauða. Siðferðileg tvöfeldni Vesturlanda stingur í augun. Rússar eru beittir þungum refsiaðgerðum fyrir ólöglega innrás sína í Úkraínu. En hvort tveggja, innrás BNA í Írak á upplognum forsendum á sínum tíma eða endurtekin lögbrot Ísraela á hinum hernumdu svæðum Palestínu – allt er það látið viðgangast refsilaust. 3. Eini valkosturinn sem til greina kemur er – þrátt fyrir allt – „tveggja-ríkja-lausnin“. Oslóarsamningarnir (the Oslo Accords) 1993-95 byggði á þeirri lausn í grundvallaratriðum, þ.e. á gagnkvæmri viðurkenningu deiluaðila. En – tveggja-ríkja-lausnin er því aðeins framkvæmanleg í reynd, ef ákveðnum ófrávíkjanlegum skilyrðum er framfylgt. Bæði ríkin verða að vera fullvalda ríki, sem njóta ábyrgðar alþjóðasamfélagsins, eins og það er nánar skilgreint, á landamærum sínum. Það þýðir m.ö.o. að semja verður um landamæri ríkjanna og þar með um ólöglegar „landnemabyggðir“ Ísraela á hernumdu landi Palestínu. SKILYRÐI FYRIR FRIÐI TIL FRAMBÚÐAR Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verður að staðfesta stofnun ríkis Palestínumanna og viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á því innan umsaminna landamæra. Hernáminu verður að ljúka formlegaog hersveitir beggja aðila (IDF og Hamas) verður að draga til baka. Alla þá, sem gert hafa sekir um stríðsglæpi, verður að leiða fyrir Alþjóðalega sakamáladómsstólinn. Þar sem Bandaríkin hafa fyrirgert öllu trausti sem hlutlaus milligöngu- og sáttaaðili, verður Evrópusambandið (ESB) að taka við því hlutverki. Evrópa verðurað axla ábyrgð sína á fortíðinni. Evrópusambandið verður að leggja til friðargæslusveitir til að framfylgja lögum og rétti í samskiptum ríkjanna, sem og friðhelgi landamæra. Marshall-áætlun. Evrópusambandið verður að taka að sér verkstjórn um samningu áætlunar til að endurreisa innviði Palestínu og efnahagslíf. Ísraelsríki greiði umsamdar stríðsskaðabætur fyrir að hafa lagt Gaza í rúst. Hin ofurríku olíu-ríki Araba í Mið-Austurlöndum kosti endurreisnina ásamt með stríðsskaðabótum Ísraels. Það sem við þurfum nú á að halda – í stað ævafornra goðsagna og trúarofstækis – eru raunsæjar áætlanir um uppbyggingu, sem fylgt er eftir í framkvæmd, til að tryggja varanlegan frið til frambúðar. Höfundur var utanríkisráðherra Íslands 1988-95. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mánuðum saman og misserum höfum við verið vitni að ólýsanlegum harmleik í beinni útsendingu: Harmleiknum á Gaza – án þess að fá nokkuð að gert. Við horfum máttvana af skelfingu upp á fólk sem á sínum tíma var fórnarlömb skipulagðrar útrýmingaherferðar – HOLOCAUST – standa nú fyrir skipulagðri útrýmingaherferð á varnarlausu fólki. Sagan endurtekur sig í okkar samtíð. Við erum að tala um stríðsglæpi, þjóðernishreinsanir – áform um þjóðarmorð. Þetta er óumdeilanlega einhver mesti harmleikur okkar tíma. 1. Hvers vegna er það að menn hafa borist á banaspjót í Mið-Austurlöndum lengur en elstu menn muna? Hvernig má það vera að við verðum daglega vitni að því að Ísraelski herinn myrðir fólk reglulega, þar sem það hópast saman í örvæntingu til að betla fyrir mat? Stutta svarið er þetta: Þetta er arfleifð vestrænnar nýlendustefnu. Nýlenduherrarnir tóku sér vald til að ráða landamærum ríkja, án samráðs við þær þjóðir, sem við þau áttu að búa. Hin hrundu ríki – Líbanon og Sýrland – eru eitt dæmi. Ísrael er annað. 40 milljóna þjóð – Kúrdar – eru hins vegar dæmi um þjóð, sem nýlenduherrarnir gerðu útlæga á landakortinu. Ákvörðun bresku nýlendustjórnarinnar að „ráðstafa“ landi Palestínu (með Balfour-yfirlýsingunni 1917), án samráðs við íbúana sem þar bjuggu, hefur haft ófyrirséðar afleiðingar: Endurtekin stríð, linnulaust ofbeldi og nú þjóðernishreinsanir. Í minni Arabanna sem þar bjuggu fyrir – meira en 10 milljónir talsins – heitir brottreksturinn af landinu „ÁFALLIÐ MIKLA“ – NAKBA. Meira en 750 þúsund manns voru rekin brott af heimilum sínum 1948 og hundruð þúsunda svipt lífi. Síðan hefur Palestína logað í ófriði, sem ekki sér fyrir endann á. VIÐ UPPSKERUM EINS OG VIÐ HÖFUM TIL SÁÐ. Íranir hafa ekki gleymt því að Bandaríkjamenn og Bretar steyptu af stóli lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn í Teheran árið 1953 (Mosaddegh). Í staðinn lyftu þeir útlægum keisara á valdastól. Þar með tók við einhver grimmilegasta einræðisstjórn seinni tíma. Til hvers? Til þess að ná yfirráðum yfir ríkulegum olíuauðæfum Írana. Þegar Írönum tókst loks að reka keisarann af höndum sér, hrepptu þeir í staðinn einræðisstjórn ofsatrúarklerka. Það voru m.ö.o. forysturríki lýðræðisins, að eigin sögn, sem kæfðu lýðræðið í fæðingu í Íran – og kveinka sér nú undan afleiðingunum. 2. Ísrael er ómótmælanlega skjólstæðingsríki Bandaríkjanna. Bandaríkin gera hvort tveggja, að fjármagna og vopna Ísrael. Þau beita jafnan neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að halda hlífisskildi yfir síendurteknum lögbrotum núverandi ríkisstjórnar Ísraels, sem samanstendur af rétttrúnaðargyðingum og hægri öfgaöflum. Bandaríkin standa að baki hernaðaryfirburðum Ísraels. Þau geta því engan veginn talist vera hlutlaus milligöngu- eða sáttaaðili í tilvistardeilu Íraela og Palestínumanna. Og gleymum því ekki að Ísrael er kjarnorkuveldi. Hernám Ísraels á landi Palestínumanna hefur nú staðið yfir samfellt í 76 ár. Á þeim tíma hefur Palestínu verið breytt í stærstu fangabúðir í heimi. Fangelsisyfirvöldin – ríkisstjórn Ísraels – hafa allsherjar vald. Þau geta slökkt á rafmagninu þegar þeim þóknast; haldið eftir tekjum af sköttum og tollum svo að undirverktakar þeirra á Vesturbakkanum (the Palestine Authority) þurfa að betla á hnjánum um peninga; eða þau geta einfaldlega lokað fyrir aðgang fanganna að mat og lyfjum og dæmt þá þar með til hungurdauða. Siðferðileg tvöfeldni Vesturlanda stingur í augun. Rússar eru beittir þungum refsiaðgerðum fyrir ólöglega innrás sína í Úkraínu. En hvort tveggja, innrás BNA í Írak á upplognum forsendum á sínum tíma eða endurtekin lögbrot Ísraela á hinum hernumdu svæðum Palestínu – allt er það látið viðgangast refsilaust. 3. Eini valkosturinn sem til greina kemur er – þrátt fyrir allt – „tveggja-ríkja-lausnin“. Oslóarsamningarnir (the Oslo Accords) 1993-95 byggði á þeirri lausn í grundvallaratriðum, þ.e. á gagnkvæmri viðurkenningu deiluaðila. En – tveggja-ríkja-lausnin er því aðeins framkvæmanleg í reynd, ef ákveðnum ófrávíkjanlegum skilyrðum er framfylgt. Bæði ríkin verða að vera fullvalda ríki, sem njóta ábyrgðar alþjóðasamfélagsins, eins og það er nánar skilgreint, á landamærum sínum. Það þýðir m.ö.o. að semja verður um landamæri ríkjanna og þar með um ólöglegar „landnemabyggðir“ Ísraela á hernumdu landi Palestínu. SKILYRÐI FYRIR FRIÐI TIL FRAMBÚÐAR Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verður að staðfesta stofnun ríkis Palestínumanna og viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á því innan umsaminna landamæra. Hernáminu verður að ljúka formlegaog hersveitir beggja aðila (IDF og Hamas) verður að draga til baka. Alla þá, sem gert hafa sekir um stríðsglæpi, verður að leiða fyrir Alþjóðalega sakamáladómsstólinn. Þar sem Bandaríkin hafa fyrirgert öllu trausti sem hlutlaus milligöngu- og sáttaaðili, verður Evrópusambandið (ESB) að taka við því hlutverki. Evrópa verðurað axla ábyrgð sína á fortíðinni. Evrópusambandið verður að leggja til friðargæslusveitir til að framfylgja lögum og rétti í samskiptum ríkjanna, sem og friðhelgi landamæra. Marshall-áætlun. Evrópusambandið verður að taka að sér verkstjórn um samningu áætlunar til að endurreisa innviði Palestínu og efnahagslíf. Ísraelsríki greiði umsamdar stríðsskaðabætur fyrir að hafa lagt Gaza í rúst. Hin ofurríku olíu-ríki Araba í Mið-Austurlöndum kosti endurreisnina ásamt með stríðsskaðabótum Ísraels. Það sem við þurfum nú á að halda – í stað ævafornra goðsagna og trúarofstækis – eru raunsæjar áætlanir um uppbyggingu, sem fylgt er eftir í framkvæmd, til að tryggja varanlegan frið til frambúðar. Höfundur var utanríkisráðherra Íslands 1988-95.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar