Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. september 2025 16:16 Konurnar tvær dvöldu í möstrum Hvals 8 og Hvals 9 í um þrjátíu klukkustundir í mótmælaskyni gegn hvalveiðum. Vísir/Arnar Halldórsson Ákæruvaldið hefur ákveðið að falla frá þeim hluta ákæru á hendur Anahitu Babaei og Elissu May Philipps sem varðar brot gegn lögum um siglingavernd vegna hvalveiðimótmælanna í september 2023. Frá þessu var greint í sérstökum frávísunarmálflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Tæp vika er síðan Linda Íris Emilsdóttir verjandi kvennanna lagði fram greinargerð þar sem krafist var frávísunar málsins í heild eða að hluta til. Samkvæmt upphaflegri ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum voru konurnar tvær ákærðar fyrir húsbrot og brot gegn lögum um siglingavernd með því að hafa mánudaginn 4. september 2023 farið í heimildarleysi um borð í skipin, Hval 8 og Hval 9, komið sér þar fyrir í tunnu í mastri skipsins og neitað að yfirgefa skipið þrátt fyrir fyrirmæli lögreglu þar um. Þá eru þær báðar ákærðar fyrir brot á nítjándu grein lögreglulaga, sem lýtur að skyldu almennings til að hlýða fyrirmælum lögreglu. Málið var þingfest í byrjun júní. Linda Íris Emilsdóttir er verjandi Anahitu og Elissu.Vísir/Anton Brink Fallið hefur verið frá ákæru á hendur konunum vegna brots gegn 3. mgr. 8. gr laga um siglingavernd, þar sem segir að óheimilt sé án heimildar hafnaryfirvalda, skipstjóra, eiganda skips eða útgerðarfélags að fara um borð í skip, taka sér far með skipi eða gera tilraun til þess að ferðast sem laumufarþegi með skipi í eða úr íslenskri lögsögu. Í greinargerðinni segir meðal annars að atvikið falli ekki undir gildissvið laga um siglingavernd, hvorki hvalveiðibátarnir sem slíkir né gamla höfnin í Reykjavík, en þar voru skipin staðsett þegar konurnar dvöldu í möstrunum. Segir ákæruna gallaða Samkvæmt upplýsingum frá Lindu rökstuddi ákæruvaldið ákvörðunina á þann veg að bátarnir tveir, Hvalur 8 og Hvalur 9, séu ekki nógu stórir til að atvikið falli undir gildissvið laganna. „Sakborningar fagna því auðvitað að fallið sé frá því að ákæra fyrir brot gegn lögum um siglingavernd, en það að ákært hafi verið yfir höfuð fyrir brot gegn lögum sem samkvæmt skýru gildissviði þeirra ná hvorki yfir hvalveiðibáta né gömlu höfnina í Reykjavík þar sem bátarnir stóðu, þrátt fyrir að málið hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu í nær tvö ár, sýnir óvönduð vinnubrögð, skort á rannsókn lögreglu í málinu og hve gölluð ákæran er. Bætist þetta við mistök lögreglu í málinu, sem hafa því miður verið alltof mörg og alvarleg alveg frá upphafi mótmælanna,“ er haft eftir Lindu Írisi. Linda segir ekki liggja fyrir hvenær úrskurðar Héraðsdóms í frávísunarmálinu er að vænta. Aðalmeðferð í málinu er að hennar sögn fyrirhuguð í janúar. Hvalveiðar Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Hvalir Dómsmál Tengdar fréttir Ákærðar tveimur árum eftir tunnumótmælin Á morgun verður þingfest ákæra í héraðsdómi Reykjavíkur gegn Anahitu Babaei og Elissu Bijou fyrir að hafa hlekkjað sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 og setið þar sem fastast í mótmælaskyni þar til lögregla skarst í leikinn. Lögmenn kvennanna segja grundvallarreglur um meðalhóf og jafnræði hafa lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur að grunnstoðum réttarríkisins. 4. júní 2025 08:47 Heimurinn undrist villimennsku Íslendinga Ákæra á hendur Anahitu Sabaei og Elissu Bijou verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í fyrramálið en þær eru ákærðar fyrir að hafa hlekkjað sig við mastur hvalskipa í mótmælaskyni, fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þær segjast hluti af íslenskri hreyfingu með langa sögu að baki sér og að málið snúist um rétt borgara til friðsamlegra mótmæla. 4. júní 2025 11:55 Með hvalssporð um hálsinn við þingfestingu Mál Anahitu Babaei og Elissu Bijou var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skömmu. Báðar voru þær viðstaddar ásamt stuðningsmönnum. 5. júní 2025 10:14 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Frá þessu var greint í sérstökum frávísunarmálflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Tæp vika er síðan Linda Íris Emilsdóttir verjandi kvennanna lagði fram greinargerð þar sem krafist var frávísunar málsins í heild eða að hluta til. Samkvæmt upphaflegri ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum voru konurnar tvær ákærðar fyrir húsbrot og brot gegn lögum um siglingavernd með því að hafa mánudaginn 4. september 2023 farið í heimildarleysi um borð í skipin, Hval 8 og Hval 9, komið sér þar fyrir í tunnu í mastri skipsins og neitað að yfirgefa skipið þrátt fyrir fyrirmæli lögreglu þar um. Þá eru þær báðar ákærðar fyrir brot á nítjándu grein lögreglulaga, sem lýtur að skyldu almennings til að hlýða fyrirmælum lögreglu. Málið var þingfest í byrjun júní. Linda Íris Emilsdóttir er verjandi Anahitu og Elissu.Vísir/Anton Brink Fallið hefur verið frá ákæru á hendur konunum vegna brots gegn 3. mgr. 8. gr laga um siglingavernd, þar sem segir að óheimilt sé án heimildar hafnaryfirvalda, skipstjóra, eiganda skips eða útgerðarfélags að fara um borð í skip, taka sér far með skipi eða gera tilraun til þess að ferðast sem laumufarþegi með skipi í eða úr íslenskri lögsögu. Í greinargerðinni segir meðal annars að atvikið falli ekki undir gildissvið laga um siglingavernd, hvorki hvalveiðibátarnir sem slíkir né gamla höfnin í Reykjavík, en þar voru skipin staðsett þegar konurnar dvöldu í möstrunum. Segir ákæruna gallaða Samkvæmt upplýsingum frá Lindu rökstuddi ákæruvaldið ákvörðunina á þann veg að bátarnir tveir, Hvalur 8 og Hvalur 9, séu ekki nógu stórir til að atvikið falli undir gildissvið laganna. „Sakborningar fagna því auðvitað að fallið sé frá því að ákæra fyrir brot gegn lögum um siglingavernd, en það að ákært hafi verið yfir höfuð fyrir brot gegn lögum sem samkvæmt skýru gildissviði þeirra ná hvorki yfir hvalveiðibáta né gömlu höfnina í Reykjavík þar sem bátarnir stóðu, þrátt fyrir að málið hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu í nær tvö ár, sýnir óvönduð vinnubrögð, skort á rannsókn lögreglu í málinu og hve gölluð ákæran er. Bætist þetta við mistök lögreglu í málinu, sem hafa því miður verið alltof mörg og alvarleg alveg frá upphafi mótmælanna,“ er haft eftir Lindu Írisi. Linda segir ekki liggja fyrir hvenær úrskurðar Héraðsdóms í frávísunarmálinu er að vænta. Aðalmeðferð í málinu er að hennar sögn fyrirhuguð í janúar.
Hvalveiðar Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Hvalir Dómsmál Tengdar fréttir Ákærðar tveimur árum eftir tunnumótmælin Á morgun verður þingfest ákæra í héraðsdómi Reykjavíkur gegn Anahitu Babaei og Elissu Bijou fyrir að hafa hlekkjað sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 og setið þar sem fastast í mótmælaskyni þar til lögregla skarst í leikinn. Lögmenn kvennanna segja grundvallarreglur um meðalhóf og jafnræði hafa lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur að grunnstoðum réttarríkisins. 4. júní 2025 08:47 Heimurinn undrist villimennsku Íslendinga Ákæra á hendur Anahitu Sabaei og Elissu Bijou verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í fyrramálið en þær eru ákærðar fyrir að hafa hlekkjað sig við mastur hvalskipa í mótmælaskyni, fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þær segjast hluti af íslenskri hreyfingu með langa sögu að baki sér og að málið snúist um rétt borgara til friðsamlegra mótmæla. 4. júní 2025 11:55 Með hvalssporð um hálsinn við þingfestingu Mál Anahitu Babaei og Elissu Bijou var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skömmu. Báðar voru þær viðstaddar ásamt stuðningsmönnum. 5. júní 2025 10:14 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Ákærðar tveimur árum eftir tunnumótmælin Á morgun verður þingfest ákæra í héraðsdómi Reykjavíkur gegn Anahitu Babaei og Elissu Bijou fyrir að hafa hlekkjað sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 og setið þar sem fastast í mótmælaskyni þar til lögregla skarst í leikinn. Lögmenn kvennanna segja grundvallarreglur um meðalhóf og jafnræði hafa lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur að grunnstoðum réttarríkisins. 4. júní 2025 08:47
Heimurinn undrist villimennsku Íslendinga Ákæra á hendur Anahitu Sabaei og Elissu Bijou verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í fyrramálið en þær eru ákærðar fyrir að hafa hlekkjað sig við mastur hvalskipa í mótmælaskyni, fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þær segjast hluti af íslenskri hreyfingu með langa sögu að baki sér og að málið snúist um rétt borgara til friðsamlegra mótmæla. 4. júní 2025 11:55
Með hvalssporð um hálsinn við þingfestingu Mál Anahitu Babaei og Elissu Bijou var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skömmu. Báðar voru þær viðstaddar ásamt stuðningsmönnum. 5. júní 2025 10:14