Erlent

Leið­togar Rúss­lands, Írans og Norður-Kóreu við­staddir kín­verska her­sýningu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kínverskir hermenn æfa marseringuna fyrir sýninguna sem fram fer á morgun. 
Kínverskir hermenn æfa marseringuna fyrir sýninguna sem fram fer á morgun.  AP Photo/Ng Han Guan

Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu verða allir viðstaddir umfangsmikla hersýningu sem Kínverjar halda til þess að minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá uppgjöf Japana í  heimstyrjöldinni síðari.

 Hátíðarhöldin hefjast á miðvikudaginn í þessari viku og er þeim ætlað að sýna fram á hernaðarmátt Kína og styrk Kínvejra á alþjóðasviðinu. All verða leiðtogar 26 landa viðstaddir hersýningunar sem fram fer á Torgi hins himneska friðar og mörg eiga löndin það sameiginlegt að standa í einhverskonar deilum við Bandaríkin og önnur Vesturlönd. Leiðtogar Myanmar, Zimbabwa og fleiri ríkja verða þannig viðstaddir einnig.

Einu vestrænu leiðtogarnir sem hafa boðað komu sína eru frá Serbíu og Slóvakíu, samkvæmt gestalista kínverskra yfirvalda.  Fleiri vestrænum ríkjum var þo boðið til hátíðarhaldanna en Japanir fóru fram á það að vinaþjóðir þeirra myndu ekki mæta. Kínverjar reiddust þessu og mótmæltu formlega .

Sérfræðingur í málefnum Kína sem Guardian talar við segir að með þessu sé Xi Jinping forseti að sýna fram á mátt og megin Kína og stöðu landsins sem leiðandi afls í heimsmálunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×