Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2025 12:31 Erik ten Hag fékk nánast engan tíma til að sanna sig hjá Leverkusen. Getty/Christof Koepsel Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir ákvörðun stjórnar Bayer Leverkusen, um að reka hann eftir tvo deildarleiki í starfi, algjörlega óvænta og fordæmalausa. Ten Hag var rekinn frá Manchester United í lok október í fyrra og hafði verið án starfs þar til að Leverkusen réði hann í sumar, sem arftaka Xabi Alonso. Velgengni Leverkusen undir stjórn Alonso var búin að vera gríðarleg og félagið batt vonir við að Ten Hag, sem gerði frábæra hluti sem stjóri Ajax og vann tvo titla með United, gæti viðhaldið henni. Hann fékk hins vegar aðeins tíu vikur í starfi, einn bikarleik og tvo deildarleiki. Líður eins og sambandið hafi aldrei byggt á gagnkvæmu trausti „Þessi ákvörðun stjórnar Bayer Leverkusen [í gærmorgun] um að segja mér upp kom mér algjörlega í opna skjöldu. Það að skilja við þjálfara eftir aðeins tvo deildarleiki er fordæmalaust,“ sagði Ten Hag í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Í sumar fóru margir lykilmenn sem höfðu tekið þátt í árangri síðustu ára. Það að byggja upp nýtt, samhæft lið er vandasamt ferli sem krefst tíma og trausts. Nýr þjálfari á skilið að fá svigrúm til að koma sínum hugmyndum og gildum á framfæri, móta hópinn og koma sínum leikstíl í gegn. Ég hóf þetta starf af fullum þunga og orku en því miður vill stjórnin ekki gefa mér þann tíma og traust sem ég þurfti, og ég harma það. Mér líður eins og að þetta samband hafi aldrei byggt á gagnkvæmu trausti,“ sagði Ten Hag. Þá bætti hann við að sagan sýndi að í hvert sinn sem hann fengi að klára tímabil með sínu liði þá skilaði það sér í titli. Hann gerði Ajax þrívegis að hollenskum meistara og vann hollenska bikarinn tvisvar, auk þess að fara með liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Hann vann svo enska deildabikarinn og bikarmeistaratitil með United en gengi liðsins í úrvalsdeildinni var hins vegar langt undir væntingum. Leverkusen vann 4-0 sigur á neðrideildarliði Grossaspach í þýska bikarnum en tapaði 2-1 á heimavelli gegn Hoffenheim í fyrsta deildarleiknum undir stjórn Ten Hag og gerði svo 3-3 jafntefli við Werder Bremen á útivelli um helgina. Þýski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Sjá meira
Ten Hag var rekinn frá Manchester United í lok október í fyrra og hafði verið án starfs þar til að Leverkusen réði hann í sumar, sem arftaka Xabi Alonso. Velgengni Leverkusen undir stjórn Alonso var búin að vera gríðarleg og félagið batt vonir við að Ten Hag, sem gerði frábæra hluti sem stjóri Ajax og vann tvo titla með United, gæti viðhaldið henni. Hann fékk hins vegar aðeins tíu vikur í starfi, einn bikarleik og tvo deildarleiki. Líður eins og sambandið hafi aldrei byggt á gagnkvæmu trausti „Þessi ákvörðun stjórnar Bayer Leverkusen [í gærmorgun] um að segja mér upp kom mér algjörlega í opna skjöldu. Það að skilja við þjálfara eftir aðeins tvo deildarleiki er fordæmalaust,“ sagði Ten Hag í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Í sumar fóru margir lykilmenn sem höfðu tekið þátt í árangri síðustu ára. Það að byggja upp nýtt, samhæft lið er vandasamt ferli sem krefst tíma og trausts. Nýr þjálfari á skilið að fá svigrúm til að koma sínum hugmyndum og gildum á framfæri, móta hópinn og koma sínum leikstíl í gegn. Ég hóf þetta starf af fullum þunga og orku en því miður vill stjórnin ekki gefa mér þann tíma og traust sem ég þurfti, og ég harma það. Mér líður eins og að þetta samband hafi aldrei byggt á gagnkvæmu trausti,“ sagði Ten Hag. Þá bætti hann við að sagan sýndi að í hvert sinn sem hann fengi að klára tímabil með sínu liði þá skilaði það sér í titli. Hann gerði Ajax þrívegis að hollenskum meistara og vann hollenska bikarinn tvisvar, auk þess að fara með liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Hann vann svo enska deildabikarinn og bikarmeistaratitil með United en gengi liðsins í úrvalsdeildinni var hins vegar langt undir væntingum. Leverkusen vann 4-0 sigur á neðrideildarliði Grossaspach í þýska bikarnum en tapaði 2-1 á heimavelli gegn Hoffenheim í fyrsta deildarleiknum undir stjórn Ten Hag og gerði svo 3-3 jafntefli við Werder Bremen á útivelli um helgina.
Þýski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Sjá meira