„Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. september 2025 18:26 Ingileif Friðriksdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, tilheyrir sjálf hinsegin samfélaginu. Aðsend Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. „Það er eitt að tjá sig um skoðanir sínar, ég með aðrar stjórnmálaskoðanir en Snorri til dæmis, eða finnst kannski matur góður sem honum finnst ekki góður. Við getum debaterað um ýmislegt. En þegar tilveruréttur fólks er undir, þá erum við komin yfir strikið,“ segir Ingileif Friðriksdóttir aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Hún ræddi Kastljósviðtalið við Snorra og Þorbjörgu Þorvaldsdóttur verkefnastýru hjá Samtökunum 78, um hvort bakslag hefði orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks, í Reykjavík síðdegis. „Ég ætla ekki að saka Snorra um hatursorðræðu en það er rammi utan um það hvað tjáningarfrelsi felur í sér. Og það felur ekki í sér hatursorðræðu eða að kynda undir hatursorðræðu.“ Hún gagnrýnir hve oft Snorri greip fram í fyrir Þorbjörgu í innslaginu og leyfði henni lítið að komast að. „Við búum öll í okkar bergmálshellum. Í mínum bergmálshelli er mikil óánægja með hans framgöngu í gær. Ég tilheyri hinsegin samfélaginu og það logar allt í hinsegin samfélaginu akkúrat núna,“ segir Ingileif. Hún segist meðvituð um að í leið séu hópar sem sjái ábyggilega einungis jákvæðar umsagnir um framgöngu Snorra í gær og hvetur til umræðu mismunandi skoðanahópa. Aðspurð hvort samfélagið sé á hættulegri vegferð segist hún hrædd um þær. Torskilinn málflutningur Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor ræddi málið sömuleiðis í Reykjavík síðdegis. Hann segir oft talað um skautun í þjóðfélaginu, sem einkennist af því að annar hópurinn hati hinsegin fólk og hinn sé skipaður baráttumönnum fyrir kynhlutlausu tungumáli. „Ég held að langfæst fólk sé í öðrum hvorum hópnum,“ segir Eiríkur. Mun frekar sé samfélagið orðið hólfaskiptara og stjórnmálamenn hneigist til að tala til síns hóps. „Þannig að átökin sem slík hjálpa að einhverju leyti báðum ytri vængjunum en á kostnað hinnar breiðu miðju, ef hún er yfir höfuð til lengur.“ Aðspurður segist hann ekki geta lagt orðræðu Snorra að nákvæmlega að jöfnu við popúlisma, það sé of mikil einföldun. „En það er margt þarna sem fellur inn í hina popúlísku umræðu,“ segir Eiríkur. Heldurðu að það hafi verið rétt skref fyrir Snorra að fara þessa leið? „Ég ætla ekki að meta það. Ég veit ekki hvað hann ætlar sér. Sumt í málflutningnum skildi ég ekki alveg fyllilega. Það var ekki alveg ljóst hvað hann var að segja. Ég reyndi að horfa á þetta aftur til að reyna að ná málflutningnum og hann er ekki skýr, það er ekki alveg ljóst hvað hann sagði. Þetta er miklu frekar framgangan heldur en hvaða orð féllu,“ segir Eiríkur. Kunnuglegt stef Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, tók í svipaðan streng og Ingileif í enn einu viðtalinu í Reykjavík Síðdegis í dag. Hún sagði orðræðu Snorra um trans fólk minna á þá sem uppi var meðal „sjálfskipaðra sérfræðinga“ eins og Gunnars í Krossinum þegar deilt var um hvort lögleiða ætti hjónabönd samkynhneigðra. Líkt og flokkssystir hennar tilheyrir Hanna Katrín hinsegin samfélaginu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lagði í dag fram drög að nýrri aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks í samráðsgátt. Í drögunum eru kynntar 32 aðgerðir, þar á meðal áform um réttarbætur, stuðning, rannsóknir, fræðslu og vitundarvakningu í þágu hinsegin fólks á öllum aldri. Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík síðdegis Bylgjan Ríkisútvarpið Viðreisn Fjölmiðlar Miðflokkurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
„Það er eitt að tjá sig um skoðanir sínar, ég með aðrar stjórnmálaskoðanir en Snorri til dæmis, eða finnst kannski matur góður sem honum finnst ekki góður. Við getum debaterað um ýmislegt. En þegar tilveruréttur fólks er undir, þá erum við komin yfir strikið,“ segir Ingileif Friðriksdóttir aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Hún ræddi Kastljósviðtalið við Snorra og Þorbjörgu Þorvaldsdóttur verkefnastýru hjá Samtökunum 78, um hvort bakslag hefði orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks, í Reykjavík síðdegis. „Ég ætla ekki að saka Snorra um hatursorðræðu en það er rammi utan um það hvað tjáningarfrelsi felur í sér. Og það felur ekki í sér hatursorðræðu eða að kynda undir hatursorðræðu.“ Hún gagnrýnir hve oft Snorri greip fram í fyrir Þorbjörgu í innslaginu og leyfði henni lítið að komast að. „Við búum öll í okkar bergmálshellum. Í mínum bergmálshelli er mikil óánægja með hans framgöngu í gær. Ég tilheyri hinsegin samfélaginu og það logar allt í hinsegin samfélaginu akkúrat núna,“ segir Ingileif. Hún segist meðvituð um að í leið séu hópar sem sjái ábyggilega einungis jákvæðar umsagnir um framgöngu Snorra í gær og hvetur til umræðu mismunandi skoðanahópa. Aðspurð hvort samfélagið sé á hættulegri vegferð segist hún hrædd um þær. Torskilinn málflutningur Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor ræddi málið sömuleiðis í Reykjavík síðdegis. Hann segir oft talað um skautun í þjóðfélaginu, sem einkennist af því að annar hópurinn hati hinsegin fólk og hinn sé skipaður baráttumönnum fyrir kynhlutlausu tungumáli. „Ég held að langfæst fólk sé í öðrum hvorum hópnum,“ segir Eiríkur. Mun frekar sé samfélagið orðið hólfaskiptara og stjórnmálamenn hneigist til að tala til síns hóps. „Þannig að átökin sem slík hjálpa að einhverju leyti báðum ytri vængjunum en á kostnað hinnar breiðu miðju, ef hún er yfir höfuð til lengur.“ Aðspurður segist hann ekki geta lagt orðræðu Snorra að nákvæmlega að jöfnu við popúlisma, það sé of mikil einföldun. „En það er margt þarna sem fellur inn í hina popúlísku umræðu,“ segir Eiríkur. Heldurðu að það hafi verið rétt skref fyrir Snorra að fara þessa leið? „Ég ætla ekki að meta það. Ég veit ekki hvað hann ætlar sér. Sumt í málflutningnum skildi ég ekki alveg fyllilega. Það var ekki alveg ljóst hvað hann var að segja. Ég reyndi að horfa á þetta aftur til að reyna að ná málflutningnum og hann er ekki skýr, það er ekki alveg ljóst hvað hann sagði. Þetta er miklu frekar framgangan heldur en hvaða orð féllu,“ segir Eiríkur. Kunnuglegt stef Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, tók í svipaðan streng og Ingileif í enn einu viðtalinu í Reykjavík Síðdegis í dag. Hún sagði orðræðu Snorra um trans fólk minna á þá sem uppi var meðal „sjálfskipaðra sérfræðinga“ eins og Gunnars í Krossinum þegar deilt var um hvort lögleiða ætti hjónabönd samkynhneigðra. Líkt og flokkssystir hennar tilheyrir Hanna Katrín hinsegin samfélaginu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lagði í dag fram drög að nýrri aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks í samráðsgátt. Í drögunum eru kynntar 32 aðgerðir, þar á meðal áform um réttarbætur, stuðning, rannsóknir, fræðslu og vitundarvakningu í þágu hinsegin fólks á öllum aldri.
Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík síðdegis Bylgjan Ríkisútvarpið Viðreisn Fjölmiðlar Miðflokkurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira