Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar 3. september 2025 10:46 Við lestur á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar má vera ljóst að einstaklingsfrelsi er hornsteinn í okkar stjórnskipan. Eitt skýrasta dæmið um það er að skoðanafrelsi er fortakslaust, sbr. 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að allir menn séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Einstaklingsfrelsið útheimtir umburðarlyndi eins og hið fortakslausa skoðanafrelsi allra er skýrt dæmi um. Í nútímasamfélagi er viðbúið að sumir einstaklingar muni hafa skoðun sem öðrum einstaklingum líkar illa. Hinir síðarnefndu þurfa einfaldlega að þola óvinsælar skoðanir. Þetta virkar hins vegar í báðar áttir. Þannig eiga menn enga heimtingu á því að öðrum mönnum líki skoðun þeirra fyrrnefndu. Einstaklingsfrelsi og umburðarlyndi eru þannig tvær hliðar á sama peningnum. Umburðarlyndi, t.d. að umbera skoðanir sem manni líkar ekki við, er gjaldið sem þarf að greiða fyrir að búa í vestrænu lýðræðisríki. Undanfarið hafa komið upp dæmi þar sem reynir á umburðarlyndið og einstaklingsfrelsið. Í fyrsta lagi þegar mótmælendur meinuðu prófessor frá Ísrael að halda erindi um lífeyrismál í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 6. ágúst sl. Tvær góðar greinar hafa síðan verið birtar um það atvik. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og fyrrverandi kennslustjóri skólans, ritaði grein á Vísi 26. ágúst 2025 sem nefnist Skýr stefna um málfrelsi. Þar færir Róbert sannfærandi rök fyrir því að framganga mótmælendanna hafi verið ólíðandi. Davíð Þór Björgvinsson, hæstaréttarlögmaður og prófessor í lögfræði við HA, ritaði nýlega grein á Eyjuna á dv.is sem nefnist Rétturinn til fundarfriðar. Þar færir Davíð rök fyrir því að í rétti manns til málfrelsis og til að mótmæla felist ekki réttur til að hleypa upp löglegum fundum annarra og eyðileggja þá. Um það vitni margir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu. Mótmælendurnir hefðu því betur sýnt umburðarlyndi fyrir skoðana-, tjáningar- og fundarfrelsi fundarmanna í stað þess að eyðileggja löglegan fund um lífeyrismál. Mótmælendunum var í lófa lagið að sniðganga fundinn og láta óánægju sína þannig í ljós. Það neyddi þá enginn til að sitja fundinn. Í öðru lagi hefur sprottið umræða í kjölfar Kastljósþáttar sem sýndur var 1. september sl. þar sem til umræðu var bakslag sem hafi orðið í málefnum hinsegin fólks. Í kjölfar þáttarins hafa ýmsir lýst óánægju sinni, m.a. með þær skoðanir sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, viðraði í þættinum. Nú reynir á umburðarlyndið og þar með hvort fólk vilji búa í samfélagi sem hefur einstaklingsfrelsi í hávegum. Ekki þarf að efast um að Snorri hafi eins og allir aðrir fortakslausan rétt til sinna skoðana. Þeir sem eru ósammála Snorra þurfa ekki að hlusta á hann eða kjósa hann og mega hafa þá skoðun á honum sem þeim sýnist. Enginn hefur hins vegar rétt til að banna skoðanir Snorra eða koma í veg fyrir að hann geti tjáð sig, sbr. dæmið um ísraelska fræðimanninn. Þegar menn tjá skoðanir sínar þurfa þeir að bera ábyrgð á tjáningu sinni, sbr. 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Telji gagnrýnendur Snorra að hann hafi brotið gegn rétti annarra með því að tjá skoðanir sínar opinberlega, þá hvílir sönnunarbyrðin um það á gagnrýnendunum. Ekki verður séð að Snorri hafi lagt til að einhverjir ættu ekki að njóta einstaklingsfrelsis eða að hann sé óumburðarlyndur gagnvart skoðunum annarra þótt hann gagnrýni þær. Að lokum skal bent á heilbrigða mælistiku sem menn geta notað til að prófa eigið umburðarlyndi, eða mögulegan skort á því. Mælistikan er eftirfarandi: menn bera sjálfir ábyrgð á eigin hegðun, hugsun eða tilfinningum. Í þessu felst að ef einhverjum líður t.d. illa og rekur það til þess að Snorri Másson, eða hver sem er annar, hafi tiltekna skoðun á einhverju málefni, þá fer hinn sami villu vegar. Snorri Másson ber ekki ábyrgð á tilfinningum annarra bara fyrir það eitt að hafa skoðun og tjá hana. Að sama skapi bera gagnrýnendur Snorra sjálfir ábyrgð á viðbrögðum sínum og ummælum við skoðunum Snorra og tjáningu hans á þeim. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við lestur á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar má vera ljóst að einstaklingsfrelsi er hornsteinn í okkar stjórnskipan. Eitt skýrasta dæmið um það er að skoðanafrelsi er fortakslaust, sbr. 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að allir menn séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Einstaklingsfrelsið útheimtir umburðarlyndi eins og hið fortakslausa skoðanafrelsi allra er skýrt dæmi um. Í nútímasamfélagi er viðbúið að sumir einstaklingar muni hafa skoðun sem öðrum einstaklingum líkar illa. Hinir síðarnefndu þurfa einfaldlega að þola óvinsælar skoðanir. Þetta virkar hins vegar í báðar áttir. Þannig eiga menn enga heimtingu á því að öðrum mönnum líki skoðun þeirra fyrrnefndu. Einstaklingsfrelsi og umburðarlyndi eru þannig tvær hliðar á sama peningnum. Umburðarlyndi, t.d. að umbera skoðanir sem manni líkar ekki við, er gjaldið sem þarf að greiða fyrir að búa í vestrænu lýðræðisríki. Undanfarið hafa komið upp dæmi þar sem reynir á umburðarlyndið og einstaklingsfrelsið. Í fyrsta lagi þegar mótmælendur meinuðu prófessor frá Ísrael að halda erindi um lífeyrismál í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 6. ágúst sl. Tvær góðar greinar hafa síðan verið birtar um það atvik. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og fyrrverandi kennslustjóri skólans, ritaði grein á Vísi 26. ágúst 2025 sem nefnist Skýr stefna um málfrelsi. Þar færir Róbert sannfærandi rök fyrir því að framganga mótmælendanna hafi verið ólíðandi. Davíð Þór Björgvinsson, hæstaréttarlögmaður og prófessor í lögfræði við HA, ritaði nýlega grein á Eyjuna á dv.is sem nefnist Rétturinn til fundarfriðar. Þar færir Davíð rök fyrir því að í rétti manns til málfrelsis og til að mótmæla felist ekki réttur til að hleypa upp löglegum fundum annarra og eyðileggja þá. Um það vitni margir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu. Mótmælendurnir hefðu því betur sýnt umburðarlyndi fyrir skoðana-, tjáningar- og fundarfrelsi fundarmanna í stað þess að eyðileggja löglegan fund um lífeyrismál. Mótmælendunum var í lófa lagið að sniðganga fundinn og láta óánægju sína þannig í ljós. Það neyddi þá enginn til að sitja fundinn. Í öðru lagi hefur sprottið umræða í kjölfar Kastljósþáttar sem sýndur var 1. september sl. þar sem til umræðu var bakslag sem hafi orðið í málefnum hinsegin fólks. Í kjölfar þáttarins hafa ýmsir lýst óánægju sinni, m.a. með þær skoðanir sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, viðraði í þættinum. Nú reynir á umburðarlyndið og þar með hvort fólk vilji búa í samfélagi sem hefur einstaklingsfrelsi í hávegum. Ekki þarf að efast um að Snorri hafi eins og allir aðrir fortakslausan rétt til sinna skoðana. Þeir sem eru ósammála Snorra þurfa ekki að hlusta á hann eða kjósa hann og mega hafa þá skoðun á honum sem þeim sýnist. Enginn hefur hins vegar rétt til að banna skoðanir Snorra eða koma í veg fyrir að hann geti tjáð sig, sbr. dæmið um ísraelska fræðimanninn. Þegar menn tjá skoðanir sínar þurfa þeir að bera ábyrgð á tjáningu sinni, sbr. 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Telji gagnrýnendur Snorra að hann hafi brotið gegn rétti annarra með því að tjá skoðanir sínar opinberlega, þá hvílir sönnunarbyrðin um það á gagnrýnendunum. Ekki verður séð að Snorri hafi lagt til að einhverjir ættu ekki að njóta einstaklingsfrelsis eða að hann sé óumburðarlyndur gagnvart skoðunum annarra þótt hann gagnrýni þær. Að lokum skal bent á heilbrigða mælistiku sem menn geta notað til að prófa eigið umburðarlyndi, eða mögulegan skort á því. Mælistikan er eftirfarandi: menn bera sjálfir ábyrgð á eigin hegðun, hugsun eða tilfinningum. Í þessu felst að ef einhverjum líður t.d. illa og rekur það til þess að Snorri Másson, eða hver sem er annar, hafi tiltekna skoðun á einhverju málefni, þá fer hinn sami villu vegar. Snorri Másson ber ekki ábyrgð á tilfinningum annarra bara fyrir það eitt að hafa skoðun og tjá hana. Að sama skapi bera gagnrýnendur Snorra sjálfir ábyrgð á viðbrögðum sínum og ummælum við skoðunum Snorra og tjáningu hans á þeim. Höfundur er lögfræðingur.
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun