Lífið

Hrósar eigin­konu Bruce Willis fyrir um­önnun leikarans

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Bruce Willis og Demi Moore árið 2018.
Bruce Willis og Demi Moore árið 2018. Getty/Phil Faraone

Leikkonan Demi Moore segir Emmu Heming Willis standa sig vel sem umönnunaraðili eiginmanns hennar, leikarans Bruce Willis, sem greindist með framheilabilun í febrúar 2023. Heming greindi nýlega frá því að hún hafi þurft að flytja eiginmann sinn á viðeigandi stofnun.

Þetta segir Moore í viðtali við spjallþáttadrottninguna Oprah Winfrey í hlaðvarpsþættinum The Oprah Podcast í vikunni.

Moore var gift Willis frá 1987 til 2000 og á með honum þrjár dætur. Þrátt fyrir skilnaðinn hafa þau haldið góðu sambandi. Hún viðurkenndi að það væri erfitt að horfa upp á fyrrverandi eiginmann sinn hnigna vegna sjúkdómsins, en hrósaði Emmu fyrir að taka ábyrgð og leiða hann með umhyggju og þolinmæði. 

„Það er fallegt að sjá hana taka ákvarðanir sem tryggja velferð hans – meðal annars að flytja hann á viðeigandi stofnun með fagfólki – en líka fyrir sjálfa sig,“ sagði Moore.

„Það er sárt að sjá einhvern sem var svo lífsglaður, sterkur og ákveðinn breytast í þennan nýja hluta af sjálfum sér. En það er mikilvægt að mæta þeim þar sem þeir eru, án þess að binda sig við hverjir þeir voru eða hverja maður vill að þeir verði,“ bætti hún við.

Deilir reynslu með öðrum umönnunaraðilum

Megininntak þáttarins var þó viðtal Winfrey við Emmu Heming um bók hennar, The Unexpected Journey: Finding Strength, Hope, and Yourself on the Caregiving Path, sem kemur út 9. september. Þar deilir hún reynslu sinni og veitir ráð til annarra sem standa frammi fyrir svipuðum áskorunum.

Emma greindi nýlega frá því að Willis hafi verið fluttur af fjölskylduheimilinu á sérhæfða stofnun, þar sem hann fær aðstoð fagfólks allan sólarhringinn. Ákvörðunin var sögð erfið en nauðsynleg, bæði fyrir hann sjálfan og börnin.

Heming og Willis giftu sig árið 2009 og eiga saman tvær dætur. Hún hefur verið opin um hlutverk sitt sem umönnunaraðili síðan greiningin var tilkynnt árið 2023.

Fjölskylda Bruce tilkynnti fyrst árið 2022 að hann væri hættur að leika vegna málstols (e. aphasia). Ári síðar var opinberað að hann hefði verið greindur með framheilabilun. Þá lýstu margir samstarfsmenn sínum áhyggjum af heilsu leikarans.


Tengdar fréttir

Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli

Leikkonan Demi Moore birti hjartnæma færslu í tilefni 70 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, Bruce Willis. Færslan hefur vakið mikla athygli og sýnir náið vinasamband þeirra þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir séu liðnir frá því að leiðir þeirra skildu.

Bruce Willis með fram­heila­bilun

Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.